Connect with us

Umhverfisstofnun

Stjórnunar- og verndaráætlun Álafoss og Tungufoss

Birt

þann

29. júní.2020 | 14:28

Stjórnunar- og verndaráætlun Álafoss og Tungufoss

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar og Mosfellsbæjar unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Álafoss og Tungufoss. 

Drög að báðum áætlum hafa nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar. 

Tungufoss ásamt nánasta umhverfi hans var friðlýst sem náttúruvætti árið 2013. Markmiðið með að friðlýsinga Tungufoss sem náttúruvætti er að vernda fossinn sjálfan sem og menningarminjar innan náttúruvættisins. Svæðið hefur mikið útivistargildi enda fjölsótt bæði af bæjarbúum og öðrum gestum og mikilvægt að treysta útivistar- og fræðslugildi þess.

Álafoss og nánasta umhverfi hans var friðlýst sem náttúruvætti árið 2013. Markmiðið með friðlýsingu Álafoss sem náttúruvættis er að vernda fossinn sjálfan, nánasta umhverfi hans sem og menningarminjar sem tengjast sögu og þróun Mosfellsbæjar. Svæðið er fjölsótt bæði af bæjarbúum og öðrum gestum og mikilvægt að treysta útivistar- og fræðslugildi þess.

Stjórnunar- og verndaráætlun er ætlað að vera stefnumótandi skjal, unnið í samvinnu við rétthafa lands og sveitarfélag og er hugsað sem stjórntæki til að móta framtíðarsýn svæðisins og auka vernd þess. Markmiðið með gerðinni er að leggja fram stefnu um verndun náttúruvættanna og hvernig viðhalda skuli verndargildi svæðisins í sem bestri sátt. Áætlunin gildir til 10 ára. Henni fylgir aðgerðaáætlun til þriggja ára sem verður endurskoðuð árlega.
Drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Álafoss má sjá hér.
Drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Tungufoss má sjá hér.

Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum varðandi tillöguna er til og með 12. ágúst 2020.

Hægt er að skila inn ábendingum og athugasemdum á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið [email protected], eða með því að senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. 

Lesa meira

Heilsa

Opnað fyrir skilavef veiðimanna

Birt

þann

Eftir

22. janúar.2021 | 11:36

Opnað fyrir skilavef veiðimanna

Umhverfisstofnun var að opna fyrir skilavefinn þar sem veiðimenn geta skilað inn veiðiskýrslu og sótt um veiðikort ársins 2021. Hreindýraveiðikvóti ársins 2021 hefur ekki verið auglýstur og því er ekki búið að opna fyrir umsóknir um hreindýraveiðileyfi en opnað verður fyrir þær umsóknir þegar sú auglýsing verður birt. Slóðinn inn á skilavefinn er http://ust.is/veidimenn og þar skrá menn sig inn með rafrænu skilríki eða íslykli.

Lesa meira

Heilsa

Áform um stækkun og endurskoðun friðlýsingar Garðahrauns í Garðabæ

Birt

þann

Eftir

19. janúar.2021 | 12:24

Áform um stækkun og endurskoðun friðlýsingar Garðahrauns í Garðabæ

Umhverfisstofnun, í samstarfi við Garðabæ og Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa, kynnir áform um stækkun og endurskoðun friðlýsingar fólkvangsins í Garðahrauni í Garðabæ, í samræmi við 52. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Áformin eru kynnt í samræmi við ákvæði 36. og 38. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. 
Frestur til að skila athugasemdum við áformin er til og með 25. mars 2021.

Athugasemdum má skila á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið [email protected] eða senda með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Nánari upplýsingar um áformin má sjá hér: Garðahraun í Garðabæ

Lesa meira

Heilsa

Ný og uppfærð Græn skref

Birt

þann

Eftir

14. janúar.2021 | 13:27

Ný og uppfærð Græn skref


Nýr og uppfærður gátlisti Grænna skrefa hefur nú verið kynntur til leiks.  

Fyrir þá sem ekki þekkja til  Grænna skrefa þá eru þau verkefni fyrir ríkisstofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Nú þegar eru 117 stofnanir og fyrirtæki í meirihluta eigu ríkisins skráð en stefnt er að því að allir ríkisaðilar séu skráðir og hafi innleitt Græn skref til fulls í sitt starf fyrir árslok 2021.  

Í skrefunum er farið í gegnum fimm skref sem hvert um sig inniheldur 30 – 40 aðgerðir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af skrifstofustarfsemi og öðru sem henni tengist – það eru þessar aðgerðir sem nú hafa verið uppfærðar. Þó hið formlega ferli sé hugsað fyrir stofnanir er um að gera fyrir aðra starfsemi svo sem fyrirtæki, skóla og aðra sem vilja gera vel í umhverfismálum að nýta sér listann og skoða hvort ekki megi framkvæma aðgerðir skrefanna í sínu starfi.  

Það kennir ýmissa grasa í nýju skrefunum en nokkrar aðgerðir voru teknar út, sumar tóku minniháttar breytingum og svo má einnig finna splunkunýjar aðgerðir. Nýju Grænu skrefin samræmast betur skyldu ríkisaðila til að setja sér loftslagsstefnu ásamt því að leggja aukna áherslu á samgöngumál. Þar að auki hefur flokkinum Eldhús og kaffistofur verið bætt við. Metnaðurinn hefur því aukist í samræmi við auknar væntingar almennings til stofnana og fyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins á sviði umhverfismála. 

Nánar má lesa um nýju Grænu skrefin á vefsíðunni graenskref.is auk þess sem hægt er að sækja þar allskonar umhverfisvænan innblástur fyrir vinnustaði.

Lesa meira

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin