12.3.2020

FRÉTTIN VERÐUR UPPFÆRÐ

UPPFÆRT KL. 11.35

Stærð
skjálftans hefur verið endurmetin og var hann M5.2 að stærð. Samkvæmt
bráðabirgðaniðurstöðum er skjálftinn sem varð á jarðskjálftasprungu
líklegast afleiðing spennubreytinga sem hafa átt sér stað á svæðinu frá
því í lok janúar. „Þessi skjálfti er nyrst á því svæði þar sem
skjálftahrina var og tengdist landrisunu við Þorbjörn. Þó að landrisinu
hafi í raun lokið um miðjan febrúar og dregið úr skjálftavirkni, þá
hefur engu að síður verið næg spenna á svæðinu til staðar til að
framkalla þennan skjálfta í dag“.

Skjálftinn í
dag er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan í
október 2013. Þá varð skjálfti sem var M5.2 að stærð í nágreinni við
Reykjanestá. Að kvöldi 16. septebmer 1973 varð skjálfti M5.3 um 9km norðaustur af Grindavík og í kjölfarið fylgdu allnokkrir skjálftar yfir M4 að stærð.

Innlegg Kl. 10.30

Snarpur jarðskjálfti varð kl. 10.26 á Reykjanesinu. Óyfirfarnar
niðurstöður benda til þess að stærðin hafi verið um M5.2 að stæðr og hafi
átt upptök skammt frá Grindavík. Nánari upplýsingar verða birtar
síðar.

Vefur Veðurstofunnar er óvenju hægur vegna álags og biðjumst við
velvirðingar á því.

Vel á annað hundrað tilkynningar hafa borist
Veðurstofunni frá fólki sem fann fyrir skjálftanum.

Nýjustu fréttir verða einnig birtar á Facebook síður Veðurstofunnar.