Þórarinn E. Sveinsson, fyrrverandi yfirlæknir geislameðferðar krabbameina á Landspítala, og Svandís Matthíasdóttir, aðstoðardeildastjóri á geisladeild, voru heiðruð á málþingi 7. nóvember 2019 sem var haldið í tilefni af 100 afmæli geislameðferðar á Íslandi.

Afmælisnefnd sem undirbjó málþingið stóð fyrir því að heiðra þau Svandísi og Þórarinn fyrir ómetanlegt framlag þeirra og brautryðjendastarf til geislameðferðar á Íslandi undanfarna áratugi.  Allt þeirra starf hafi miðað að því að veita sjúklingum þá bestu meðferð sem völ væri á þeim til heilla.


Mynd: Garðar Mýrdal yfireðlisfræðingur, Þórarinn E. Sveinsson, Svandís Matthíasdóttir, Helgi Sigurðsson prófessor, Jakob Jóhannsson yfirlæknir og Arnfríður Magnúsdóttir deildarstjóri.