Í gærmorgun féll skriða í Reynisfjöru en daginn
áður hafði lögreglan á Suðurlandi lokað fyrir umferð um austurhluta fjörunnar,
undir Reynisfjalli eftir að þrír einstaklingar slösuðust í grjóthruni.
Grjóthrunið reyndist síðan vera fyrirboði um stærri skriðu. Mikil mildi
var að enginn var á staðnum þegar skriðan féll. Ekki
er vitað hvað kom skriðunni af stað. Í sunnan- og austanverðu Reynisfjalli má
víða sjá ummerki um skriðuurðir, staksteina og skriðusár í fjallinu og algengt
að skriður falli úr móbergshlíðum líkt og í Reynisfjalli. Almannavarnir hafa lokað hluta Reynisfjöru vegna skriðuhættu.