Mjög hlýtt var á Austurlandi um miðjan mánuðinn og mældist hitinn víða vel yfir 20 stig. Hér baðar Snæfell sig í kvöldsólinni í byrjun ágúst.


Stutt yfirlit
2.9.2020Ágúst
var fremur hlýr, sérstaklega á Norðausturlandi. Meðalhitinn
í ágúst var víðast hvar hærri en meðalhiti júlímánaðar.
Fyrri hluti mánaðarins var mjög úrkomusamur sunnan- og
vestanlands. Á meðan
var hlýtt á Norður- og Austurlandi. Mjög hlýtt var á
Austurlandi um miðjan mánuðinn og
mældist hitinn víða vel yfir 20 stig.

Hiti

Meðalhiti
í Reykjavík í ágúst var 11,2 stig og er það 0,9 stigum yfir
meðallagi áranna 1961 til 1990, en jafn meðallagi síðustu tíu
ára. Á Akureyri var meðalhitinn 12,0 stig, 2,0 stigum yfir
meðallagi áranna 1961 til 1990, en 1,5 stigum meðallagi síðustu
tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 10,6 stig og 10,4 stig á
Höfn í Hornafirði.

Meðalhita
og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.
stöð meðalhiti °C vik 1961-1990 °C röð af vik 2010-2019 °C
Reykjavík 11,2 0,9 30 150 0,0
Stykkishólmur 10,6 1,0 36 175 0,2
Bolungarvík 10,2 1,5 23 123 0,7
Grímsey 9,7 2,0 10 til 11 147 1,0
Akureyri 12,0 2,0 12 140 1,5
Egilsstaðir 11,2 1,6 9 66 1,4
Dalatangi 9,4 1,1 22 83 0,3
Teigarhorn 9,7 0,9 31 148 0,0
Höfn í Hornaf. 10,4 -0,2
Stórhöfði 10,1 0,5 58 144 -0,4
Hveravellir 8,1 1,9 7 56 1,0
Árnes 10,8 0,7 38 til 39 141 -0,1

Meðalhiti
og vik (°C) í ágúst 2020

Ágúst
var fremur hlýr. Á flestöllum stöðum var meðalhiti ágústmánaðar
hærri en meðalhitinn í júlí. Að tiltölu var hlýjast inn til
landsins á Norðausturlandi en að tiltölu kaldast við suður- og
vesturströndina. Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár
var mest 2,3 stig við Upptyppinga. Neikvætt hitavik miðað við
síðustu tíu ár var mest -0,9 stig við Garðskagavita.

Hitavik
sjálfvirkra stöðva í ágúst miðað við síðustu tíu ár
(2010–2019).

Meðalhiti
mánaðarins var hæstur á Akureyri 12,0 stig en lægstur 5,7 stig á
Þverfjalli. Á láglendi var meðalhitinn lægstur 8,6 stig í
Seley.

Hæsti
hiti mánaðarins mældist 26,3 stig á Neskaupsstað þ. 13. og er
það jafnframt hæsti hiti ársins til þessa. Mjög hlýtt var á
Austurlandi um miðjan mánuðinn og mældist hitinn þar víða vel
yfir 20 stig. Mest frost í mánuðinum mældist -3,8 stig á
Grímsstöðum á Fjöllum þ. 20.

Úrkoma

Mjög
úrkomusamt var á
Suður- og Vesturlandi í byrjun mánaðar.

Úrkoma
í Reykjavík mældist 93,0 mm sem er 50%
umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 32,9 mm sem er
rétt undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi
mældist úrkoman 71,2 mm. Á Höfn í Hornafirði mældist úrkoman
204,8 mm sem er það mesta sem mælst hefur á því svæði í
ágústmánuði síðan 2004, en þá mældist úrkoman í Akurnesi
233,3 mm.

Dagar
þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 16,
fjórum fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoman 1,0 mm
eða meiri 6 daga sem er einum færri en í meðalári.

Sólskinsstundafjöldi

Sólskinsstundir
í Reykjavík mældust 141,5 sem er 13,3 stundum undir meðallagi
áranna 1961 til 1990. Á
Akureyri mældust sólskinsstundirnar 176,3
og og er það 41 stundum fleiri en í meðalári.

Vindur

Vindur
á landsvísu var nærri meðallagi. Sunnanáttir voru ríkjandi
dagana 5. til 16. ágúst.

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur
í Reykjavík mældist 1007,0
hPa og er það -1,6
hPa undir meðallagi áranna 1961
til 1990. Hæsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 1021,7 hPa á
Keflavíkurflugvelli og í Garðabæ-Urriðaholti þ. 27. Lægstur
mældist loftþrýstingurinn 977,3 hPa í Grindavík þ. 5.

Sumarið
það sem af er (júní til ágúst)

Meðalhiti
í Reykjavík var 10,7 stig sem er 0,8 stigum yfir meðallagi áranna
1961 til 1990, en -0,4 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára.
Meðalhiti sumarmánaðanna þriggja í Reykjavík er í 39. sæti á
lista 150 ára. Á Akureyri var meðalhitinn 11,0 stig, 1,2 stigum
yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,4 stigum yfir meðallagi
síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar raðast í 21. sæti á lista
140 ára.

Úrkoma
í Reykjavík mældist 187,3 mm sem er 14% umfram meðallag áranna
1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 99,3 mm sem og er það
rétt ofan meðallags áranna 1961 til 1990. Dagar þegar úrkoma
mældist 1,0 mm eða meiri voru 4 fleiri en í meðalári í
Reykjavík en 1 færri en í meðalári á Akureyri.

Sólskinsstundir
mældust 525,3 í Reykjavík, 38 fleiri en
að meðaltali 1961 til 1990 en 30 stundum færri en að meðaltali
síðustu tíu ár. Á
Akureyri mældust sólskinsstundirnar 586,5
sem er 116 stundum
yfir meðallagi
áranna 1961 til 1990 og
120 stundum fleiri en
að jafnaði í sömu mánuðum síðustu tíu ára.

Fyrstu
átta mánuðir ársins

Meðalhiti
í Reykjavík fyrstu átta mánuði ársins var 5,5 stig sem er 0,6
stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,5 stigum undir
meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 39. til 40.
sæti á lista 150 ára. Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna átta
5,1 stig. Það er 1,1 stigi ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en
-0,1 stigi undir meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar
raðast í 22. sæti á lista 140 ára.
Úrkoman hefur verið 18% umfram meðallag í Reykjavík, en 25%
umfram meðallag á Akureyri.

Skjöl
fyrir ágúst

Meðalhiti
á sjálfvirkum veðurstöðvum í ágúst 2020 (textaskjal).


Daglegt yfirlit mánaðarins á þremur ákveðnum veðurstöðvum er hægtað sækja í sérstaka töflu.