Tíðarfar í september 2019

September
var hlýr og úrkomusamur. Óvenju hlýtt var síðustu viku
mánaðarins og veður með besta móti. Mánuðurinn var sérlega
úrkomusamur um landið vestanvert. Miklar rigningar voru á
Vesturlandi dagana 18. til 20. Vatnavextir í ám og skriðuföll
ollu talsverðum skemmdum og trufluðu samgöngur á svæðinu.

2019-10-05T19:42:24+00:00