Yfirborðshrím í Heiðmörk á síðasta degi nóvembermánaðar.


Stutt yfirlit

3.12.2019

Nóvember
var óvenju hægviðrasamur og tíð hagstæð. Óvenju þurrt var um
landið norðanvert og var mánuðurinn víða þurrasti
nóvembermánuður um áratugaskeið. Að tiltölu var kaldast á
Norðausturlandi en hlýrra vestantil á landinu.

Hiti

Meðalhiti
í Reykjavík í nóvember var 2,4 stig og er það 1,2 stigum yfir
meðallagi áranna 1961 til 1990, en -0,3 stigum undir meðallagi
síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn -0,8 stig, -0,5
stigum undir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -1,8 stigum undir
meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi og í Höfn í
Hornafirði var meðalhitinn 2,0 stig.

Meðalhita
og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.

stöð meðalhiti °C vik 1961-1990 °C röð af vik 2009-2018 °C
Reykjavík 2,4 1,2 43 til 44 149 -0,3
Stykkishólmur 2,0 1,1 55 174 -0,1
Bolungarvík 2,4 1,6 23 122 0,6
Grímsey 2,2 1,6 31 146 -0,2
Akureyri -0,8 -0,5 94 til 95 139 -1,8
Egilsstaðir -1,5 -0,8 57 65 -2,6
Dalatangi 2,6 0,8 40 82 -0,9
Teigarhorn 1,8 0,4 79 til 80 147 -1,3
Höfn í Hornaf. 2,0 -1,1
Stórhöfði 4,1 1,6 25 142 0,3
Hveravellir -3,2 1,6 16 55 0,0
Árnes 0,8 1,1 49 til 51 140 -0,3

Meðalhiti
og vik (°C) í nóvember 2019.


tiltölu var hlýjast á Vestfjörðum en kaldast að tiltölu á
Norðuausturlandi. Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár
var mest á Skarðsheiði 1,3 stig og 1,2 stig á Þverfjalli.
Neikvætt hitavik var mest á Sauðárkróksflugvelli, -2,9 stig.

Hitavik
sjálfvirkra stöðva í nóvember miðað við síðustu tíu ár
(2009-2018).

Meðalhiti
mánaðarins var hæstur í Surtsey, 5,2 stig. Lægstur var hann -5,6
stig í Sandbúðum. Í byggð var meðalhitinn lægstur í Möðrudal,
-4,7 stig.

Hæsti
hiti mánaðarins mældist 10,7 stig á Skjaldþingsstöðum þ. 15.
Mest frost í mánuðinum mældist -19,7 stig á Setri þ. 18. Mest
frost í byggð mældist -19,0 stig í Möðrudal þ. 18. og í
Svartárkoti þ. 27.

Úrkoma

Óvenju
þurrt var um landið norðanvert og
allmörg nóvember þurrkamet voru slegin.

Úrkoma
á Akureyri mældist aðeins
4,6
mm
sem
eru
tæp 10% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Þetta er
næstþurrasti nóvembermánuður frá upphafi samfelldra
úrkomumælinga á Akureyri 1927. Þurrara var í nóvember 1952
þegar úrkoman mældist 3,0 mm. Í
Reykjavík mældist úrkoman 73,1 mm sem er jafnt meðallagi áranna
1961 til 1990. Úrkoman í Stykkishólmi mældist 36,1
mm
sem
er um helmingur af meðaltali áranna 1961 til 1990.

Dagar
þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri á Akureyri voru aðeins 3,
átta færri en í meðalári.
Í Reykjavík mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 13
daga, jafnmargir og í meðalári.

Snjór

Alhvítt
var 1 morgun í Reykjavík, 6 færri en að meðaltali 1971 til 2000.
Á Akureyri var alhvítir dagar 4, ellefu færri en í meðalári.

Sólskinsstundafjöldi

Sólskinsstundir
í Reykjavík mældust 49,2, sem er 10,6 stundum fleiri en í
meðalári. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 18,0, sem er 3,7
stundum fleiri en í meðalári.

Vindur

Mánuðurinn
var óvenju hægviðrasamur. Vindur á landsvísu var 1,7 m/s undir
meðallagi og hefur meðalvindhraði ekki verið eins hægur síðan
í nóvember 1952. Austlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum.

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur
í Reykjavík mældist 1009,0 hPa og er það 4,9 hPa yfir meðallagi
áranna 1961 til 1990. Hæstur mældist loftþrýstingurinn 1026,6
hPa á Egilsstaðaflugvelli þ.14. Lægsti loftþrýstingur
mánaðarins mældist 978,3 hPa í Grindavík þ. 11.

Fyrstu
ellefu
mánuðir ársins

Meðalhiti
í Reykjavík fyrstu 11 mánuði ársins var 6,3 stig sem er 1,6
stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en 0,4 stigum ofan
meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 6. til 7.
sæti á lista 149 ára. Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna
ellefu 4,8 stig. Það er 1,1 stigi ofan meðallags áranna 1961 til
1990 en -0,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn
þar raðast í 25.sæti á lista 139 ára. Úrkoma í Reykjavík
hefur verið 11% umfram meðallag og 15% umfram meðallag á
Akureyri.

Haustið
(október og nóvember)

Meðalhiti
haustsins í Reykjavík 3,9 stig. Það er 1,2 stigum ofan meðallags
áranna 1961 til 1990, en 0,1 stigum ofan meðallags síðustu tíu
ára. Á Akureyri var meðalhiti haustsins 1,1 stig, -0,2 stigum
undir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -1,3 stigum undir
meðallagi síðustu tíu ára.

Samanlögð
úrkoma október og nóvembermánaða í Reykjavík mældist 150,5 mm
sem er um 95% af meðalhaustúrkomu áranna 1961 til 1990. Á
Akureyri mældist úrkoma haustsins 102,2 mm sem er 90% af
meðalúrkomu áranna 1961 til 1990.

Skjöl
fyrir nóvember

Meðalhiti
á sjálfvirkum veðurstöðvum í nóvember 2019
(textaskjal).

Daglegt yfirlit mánaðarins á þremur ákveðnumveðurstöðvum er hægt sækja í sérstaka töflu.