Alls voru 1.164 ungmenni á aldrinum 16 – 19 ára hvorki starfandi né í námi í nóvember árið 2018 og hafði þeim fjölgað úr 986 árið áður. Milli áranna 2017 og 2018 jókst hlutfall ungmenna á aldrinum 16 – 19 ára sem hvorki voru starfandi né í námi.