Hlífðarbúnaður

Þar sem búið er að fjarlægja hlífðarbúnað vegna Covid-19 af millilagerum sem voru á Landakoti, við Hringbraut og í Fossvogi þurfa deildir Landspítala nú að panta hann frá birgðastöð á Tunguhálsi þegar á honum er þörf.

Gæðaskjal

Farsóttanefnd Landspítala ákvað 26. júní að starfsfólk og nemendur sem koma til náms og/eða starfa á Landspítala frá svæðum utan Schengen komi ekki til vinnu fyrr en að lokinni 14 daga sóttkví. Í ljósi þess hefur gæðaskjal um sóttkvíar verið uppfært.