FRÁ: Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala

VARÐANDI: Stjórnun Landspítala á farsóttatímum

Vegna Covid-19 faraldursins starfar Landspítali nú samkvæmt Viðbragðsáætlun spítalans , sjá bls. 40-41. Virkjun þessa þáttar áætlunarinnar er sem betur fer sjaldgæf og því ástæða til upprifjunar hér.

Við þessar aðstæður starfar farsóttanefnd í beinu umboði framkvæmdastjórnar. Vegna umfangs og eðli farsóttarinnar og fyrri reynslu spítalans af farsóttum ákvað forstjóri þann 9. mars 2020  að viðbragðsstjórn og farsóttanefnd stýri daglegum aðgerðum sameiginlega meðan á faraldrinum stendur. Þetta er m.a. gert með formlegum daglegum fundum þessara aðila sem forstjóri stýrir. Þar eru öll mál sem varða viðbrögð við faraldrinum tekin til skoðunar og eftir atvikum til afgreiðslu og forstjóri stýrir verkaskiptingu. Um er að ræða mál sem varða læknisfræðileg álitamál varðandi greiningu og meðferð, faraldsfræði, hjúkrun og tengd mál og einnig öll mál er varða rekstur, birgðahald, dreifingu bjarga, upplýsingatæknimál, mannauðsmál, fjármál, kynningarmál og tengsl við fjölmiðla.

Með þessari aðferð hefur verið unnt að halda yfirsýn yfir þetta afar krefjandi verkefni. Til þess að svo megi verða áfram er brýnt að allir sem telja sig eiga erindi við verkefnið beini aðkallandi erindum til [email protected].

Gangi okkur öllum vel!

Fyrir hönd viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar Landspítala

Páll Matthíasson
forstjóri