Skráning hafin á Umhverfisdag atvinnulífsins

Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn rafrænt á miðvikudaginn, þann 14. október 2020 frá 8.30-10. 

Skráning fer fram hér

Um árlegan viðburð er að ræða en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Í ár er viðburðinum eingöngu streymt rafrænt í opinni dagskrá á vef SA, samfélagsmiðlum og fjölmiðlum. Dagskrá hefst kl. 8.30 og stendur til að verða 10.

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins í ár verða veitt fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel í umhverfismálum. Veitt verða tvenn verðlaun. Annars vegar verðlaun fyrir umhverfisfyrirtæki ársins og hins vegar framtak ársins.

Dagskrá 

Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku

Ávörp flytja:

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA

Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur

Kristín L. Árnadóttir, aðstoðarforstjóri LV

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion

Jónína G. Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Terra

Ari Edwald, forstjóri MS

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins

Forseti Íslands afhendir viðurkenningu
fyrir umhverfisframtak ársins og til umhverfisfyrirtækis ársins.

Þessir koma jafnframt fram í Sjónvarpi atvinnulífsins í tilefni af Umhverfisdegi atvinnulífsins:

Arndís Soffía Sigurðardóttir     

Hótel Fljótshlíð – hótel án úrgangs

Berglind Ósk Ólafsdóttir, BYKO   

Umhverfisvænar byggingavörur

Bjarni Herrera, Circular Solutions  

Hringrásarhagkerfið

Guðlaug Kristinsdóttir, Límtré

 Límtré úr íslenskum við

Hafsteinn Helgason, EFLA 

Vindmyllur á Íslandi?

Jón Gestur Ólafsson, Höldur 

Umhverfisvænir bílaleigubílar. Hvað þarf til?

Sigrún Hildur Jónsdóttir, Klappir

Snjöll umhverfisstjórnun

Sigurður Pétursson, Arctic Fish 

Umhverfisáskoranir fiskeldis

   

Sjáðu meira í Sjónvarpi atvinnulífsins