Connect with us

Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun takmarkar umferð í hella í Þeistareykjahrauni

Birt

on

11. september.2020 | 14:07

Umhverfisstofnun takmarkar umferð í hella í Þeistareykjahrauni

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur staðfest ákvörðun Umhverfisstofnunar um að takmarka aðgengi að hellum í Þeistareykjahrauni í Þingeyjasveit í verndarskyni. Umferð um alla hella í hrauninu, að undanskildum Togarahelli, verður bönnuð fyrir aðra en þá sem sinna lögbundnum rannsóknum á hellunum eða hafa lögbundið eftirlit með verndun þeirra. Ákvörðunin byggist á heimild í 25.gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Ákvörðunin hefur verið birt í B-deild stjórnartíðinda með auglýsingu nr. 888/2020. 

Í Þeistareykjahrauni hefur fundist nokkur fjöldi ósnertra hraunhella á undanförnum árum. Verndargildi þessara nýfundnu hella þykir sérlega hátt sökum mikils fjölda viðkvæmra hraunmyndana. Þéttleiki þeirra myndana er slíkur að erfitt er um vik að ferðast um hellana án þess að valda óafturkræfu tjóni. Þeistareykjahraun er að miklu leyti ókannað með tilliti til hraunhellarannsókna og er því viðbúið að fleiri hellar muni finnast með áframhaldandi rannsóknum.

Hraunhellar eru fágætar jarðmyndanir á heimsvísu, en sökum jarðfræðilegrar sérstöðu er Ísland sérlega ríkt af slíkum hellum. Fjölmargir nafnkunnir hellar hafa orðið fyrir óafturkræfum skaða á liðnum áratugum þar sem hraunstrá og dropsteinar hafa verið brotin og fjarlægð úr hellunum eftir því sem aðsókn í þá jókst. Með slíkri umgengni skerðist verðmæti hellana varanlega. 

Með  takmörkunum á aðgangi í hellana í Þeistareykjahrauni vonast Umhverfisstofnun til að hægt verði að fyrirbyggja skaða á ósnertum hellum í hrauninu. 

Ákvörðun þessi var unnin í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands, Hellarannsóknarfélag Íslands og sveitarfélagið Þingeyjarsveit, ásamt því sem leitað var umsagnar Landsvirkjunar. Ákvörðunin verður endurskoðuð árlega. 

Lesa meira

Heilsa

Tillaga að starfsleyfi fyrir vetnisframleiðslu Orku náttúrunnar ohf.

Birt

on

By

23. nóvember.2020 | 16:32

Tillaga að starfsleyfi fyrir vetnisframleiðslu Orku náttúrunnar ohf.

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Orku náttúrunnar ohf. fyrir framleiðslu á vetni við Hellisheiðarvirkjun.

Verkefnið erhluti af skilgreindu þróunarverkefni á vegum Evrópusambandsins sem heitir „Hydrogen Mobility Europe (H2ME)“ og eru lok verkefnisins dagsett 30. júní 2022. Verkefninu er ætlað að stuðla að notkun vetnis sem orkugjafa fyrir bifreiðar og er liður í baráttu við loftlagsbreytingar. Í þesu tilfelli er það markmiðið að nýta orkuframleiðsluna í Hellisheiðarvirkjun á þeim tímum sem minni eftirspurn er eftir rafmagni.

Umhverfisstofnun ákvað vegna eðlis verkefnisins sem þróunarverkefnis og þess að lítil umhverfisáhrif eru talin vera af starfseminni að heimila að verkefnið myndi hefjast án starfsleyfis og gildir sú heimild til 19. janúar 2021. Stofnuninni er heimilt að leyfa slíkt á grundvelli 2. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Vegna þess að rafgreining vatns til vetnisframleiðslu er þekkt tækni taldi stofnunin þó ekki rétt að skilgreina lengri þróunartíma en til 19. janúar 2021 og því er starfsleyfisauglýsing tímabær.

Tillaga að starfsleyfi ásamt ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdarinnar, starfsleyfisumsókn og lýsingu á framkvæmd verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 24. nóvember til og með 22. desember 2020 og gefst á þeim tíma tækifæri til að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar til Umhverfisstofnunar. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 22. desember 2020.

Tengd skjöl:
Starfsleyfistillaga fyrir ON-vetnisframleiðslu
Lýsing á vetnisstöð ON
Umsókn um starfsleyfi 
Ákvörðun um matsskyldu vetnisframleiðslu

Lesa meira

Heilsa

90% fækkun gesta í þjóðgarðinum

Birt

on

By

18. nóvember.2020 | 14:40

90% fækkun gesta í þjóðgarðinum

18. október síðastliðinn var settur gönguteljari við stálstigann sem liggur upp á Saxhól í þjóðgarðinum Snæfellsjökli.

Fyrsta mánuðinn, þ.e. til 18. nóvember, gengu 265 gestir á topp gígsins samkvæmt teljaranum. Það gera 9 gestir á dag að jafnaði.

Fámennið er til marks um þá miklu fækkun hefur orðið á gestasókn í þjóðgarðinn í ár. Tæplega 90% fækkun gesta varð í  október milli ára, rétt rúmlega 3.000 gestir á móti rúmlega 29.000 gestum í fyrra. Flestir ganga á toppinn um helgar. Á sama tíma sóttu 1.800 gestir þjóðgarðinn heim. Þeir sem gengu á Saxhól eru 15% þess fjölda.

Jón Björnsson þjóðgarðsvörður segir að það verði spennandi að fylgjast með tölum teljarans á komandi árum.

Bílastæðið við Saxhól var endurbætt og stækkað í sumar og vegurinn jafnframt lagfærður. Nú er beðið eftir rétta veðrinu til að leggja klæðningu á veginn og stæðið. Þá verður efni í útsýnispall flutt á toppinn á næstu dögum og næst vonandi að sögn Jóns að klára hann fyrir lok ársins.

Lesa meira

Heilsa

Æskuslóðir Jónasar

Birt

on

By

17. nóvember.2020 | 11:12

Æskuslóðir Jónasar

Það hefur vonandi ekki farið fram hjá mörgum að dagur íslenskrar tungu fór fram í vikunni með pomp og prakt. Dagurinn er kenndur við Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrufræðing, sem eins og margir vita fæddist á Hrauni í Öxnadal.

Hraun í Öxnadal var friðlýst sem fólkvangur á 200 ára ártíð Jónasar, árið 2007. Bjarni E. Guðleifsson náttúrufræðingur og rithöfundur var meðal þeirra sem barðist fyrir friðlýsingu Hrauns og hlúði hann að svæðinu allt þar til hann lést árið 2019. Það gerði hann í samstarfi við Hörgársveit og Hraunsfélagið, sem er eigandi jarðarinnar.

Fólkvanginum er ætlað að auðvelda almenningi aðgengi að náttúru og tengdum menningarminjum til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu. Verndargildi Hrauns í Öxnadal byggir á fjölbreytni landslags og náttúrufars auk þess sem þarna eru minjar um horfna búskaparhætti.

Á Hrauni er minningu Jónasar Hallgrímssonar haldið vel á lofti. Í gömlu bæjarhúsunum hefur verið sett upp aðstaða og lítil sýning um skáldið. Skammt frá Hrauni er svo Jónasarlundur við þjóðveginn, utan fólkvangsins. Náttúrufar Hrauns er ekki síður stórbrotið en sagan. Bærinn stendur innan um hina fjölmörgu hóla sem orðið hafa til við gríðarlegt berghlaup eftir jökultíma. Þar yfir gnæfa hinir einstöku Hraundrangar sem greipst hafa í huga flestra þeirra sem um Öxnadalinn fara en í skjóli undir tindunum er Hraunsvatn, lítið fjallavatn með hrikalega umgjörð og fjölbreytt lífríki.

Það er við hæfi að minnast Jónasar og náttúru staðarins með ljóði Hannesar Hafstein um Hraun í Öxnadal.

Þar sem háir hólar
hálfan dalinn fylla“
lék í ljósi sólar,
lærði hörpu að stilla
hann sem kveða kunni
kvæðin ljúfu, þýðu,
skáld í muna og munni,
mögur sveitablíðu.

Rétt við háa hóla,
hraunastalli undir,
þar sem fögur fjóla
fegrar sléttar grundir,
blasir bær við hvammi
bjargarskriðum háður.
Þar til fjalla frammi
fæddist Jónas áður.

Brosir laut og leiti,
ljómar fjall og hjalli.
Lækur vætu veitir,
vökvast bakka halli.
Geislar sumarsólar
silungsána gylla
þar sem háir hólar
hálfan dalinn fylla.

Sjá nánar hér.

Mynd: Linda Ársælsdóttir/Umhverfisstofnun

Lesa meira

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin