Connect with us

Innlent

Uppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2020

Birt

þann

Uppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2020 liggur fyrir. Uppgjörið í heild sinni er aðgengilegt á vefsíðu Fjársýslu ríkisins.

Rekstrarafkoman án afkomu hlutdeildarfélaga var neikvæð um 168 ma.kr. sem er í samræmi við væntingar að teknu tilliti til áhrifa heimsfaraldurs Covid-19.

Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á útgjöld og tekjur ríkisins og afkomu ríkissjóðs á árinu. Brugðist hefur verið við áhrifunum með ýmsum aðgerðum og leitað eftir heimildum vegna þess með afgreiðslu Alþingis á fernum fjáraukalögum og er frumvarp að þeim fimmtu til meðferðar. Viðbótarkostnaður vegna Covid-19 er að miklu leyti kominn fram og áætlanir ríkisaðila hafa verið uppfærðar.

Helstu niðurstöður uppgjörsins eru í samanburði við árið 2019:

Allar tölur eru í millj. kr.

Raun 2020 Raun 2019 Frávik
Tekjur samtals 536.222 589.672 -53.449
Gjöld samtals 667.274 575.817 -91.458
Tekjur umfram gjöld -131.052 13.855 -144.907

Tekjur voru 536 ma.kr. og lækkuðu um 53 ma.kr. eða 9% á milli ára. Þar af skýrist 11 ma.kr. lækkun af frestuðum skatttekjum vegna heimsfaraldurs. Tekjuskattur einstaklinga lækkaði um 10 ma.kr., virðisaukaskattur um 35 ma.kr. og tryggingagjald  um 8 ma.kr. á milli ára. Breytingar á tekjuflokkum á milli ára koma fram í meðfylgjandi töflu: 

Gjöld tímabilsins voru 667 ma.kr. sem er hækkun um 91 ma.kr. eða 16% frá árinu 2019. Hækkunin skýrist af áhrifum af og viðbrögðum við Covid-19. Mestu hækkun málaflokka án fjármagnsgjalda má sjá í meðfylgjandi töflu:

Málaflokkar Jan Sep 2020 mesta breyting frá fyrra ári Breyting (m.kr.) Br. %
3010 – Vinnumál og atvinnuleysi 49.685 247%
3330 – Lífeyrisskuldbindingar 9.782 57%
2310 – Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta 5.200 9%
2910 – Barnabætur 3.331 38%
3110 – Húsnæðisstuðningur 2.975 36%
2510 – Hjúkrunar- og dvalarrými 2.548 8%
2610 – Lyf 2.543 17%
2720 – Bætur skv. lögum um félagslega aðstoð, örorka 2.278 16%
1110 – Samgöngur 2.074 11%

Aðrir helstu þættir sem fram koma í uppgjörinu eru:

 • Fjármagnsjöfnuður tímabilsins var neikvæður um tæpa 37 ma.kr. sem er 8 ma.kr. neikvæð breyting frá 2019. Fjármagnstekjur voru 46 ma.kr. og lækka um 38 ma.kr milli ára. Fjármagnsgjöld voru 82 ma.kr. og lækkuðu um 46 ma.kr. Hvorutveggja skýrst að stærstum hluta af gengismun.
 • Eignir ríkissjóðs námu í lok september samtals 2.309 ma.kr, skuldir samtals námu 2.029 ma.kr. og eigið fé nam 280 ma.kr.
 • Handbært fé í lok september var 275 ma.kr., sem er hækkun um 34 ma.kr. Rekstrarhreyfingar voru neikvæðar um 105 ma.kr., fjárfestingarhreyfingar voru neikvæðar um 30 ma.kr og fjármögnunarhreyfingar voru jákvæðar um 168 ma.kr.
 • Staða langtímalána nam alls 867 ma.kr. í lok september 2020 og hækkaði um 117 ma.kr. frá ársbyrjun. Breytinguna má að mestu leyti rekja til útgáfu innlendra ríkisbréfa sem gefin voru út til að fjármagna fyrirséðan halla ríkissjóðs á næstu misserum
 • Fjárfestingar tímabilsins námu 30 ma.kr. sem er hækkun um 23 ma.kr. frá sama tímabili árið 2019 eða 28% hækkun milli ára. Fyrr á árinu var veitt 18 ma.kr. framlag á fjáraukalögum í sérstakt fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar. Stærsti málaflokkurinn í fjárfestingum er málefnasviðið Samgöngur, með fjárfestinguum 21 ma.kr. á tímabilinu sem er hækkun um 6 ma.kr. frá fyrra ári.

Sundurliðun á tekjum ríkis og gjöldum niður á málefnasvið, málaflokka og ríkisaðila kemur fram í mánaðaruppgjöri sem Fjársýsla ríkisins birtir.

Almannavarnir

Seyðisfjörður: Rýming í varúðarskyni

Birt

þann

Eftir

//English below//
//Polski poniżej//

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi:

 • Rýming í varúðarskyni.
 • Áfram í gildi hættustig almannavarna á Seyðisfirði.

Lögreglustjórinn á Austurlandi, í samráði við Veðurstofu Íslands og ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að rýma neðangreind svæði á Seyðisfirði vegna úrkomuspár.  Rýmingu skal lokið í kvöld kl. 22.

Talsverðri úrkomu er spáð á Seyðisfirði frá miðnætti í nótt og á laugardag. Úrkoman byrjar eftir kl. 19 í kvöld og ákefð eykst svo skömmu eftir miðnætti. Draga á aftur úr úrkomu eftir kl. 18 á laugardag.

Vel er fylgst með öllum hreyfingum í hlíðinni ofan Seyðisfjarðar. Stöðugleiki hefur aukist en með vísan til úrkomuspár frá miðnætti til klukkan 18 á morgun hefur ákvörðun verið tekin um að íbúðarhús í jaðri byggðar verði rýmd í kvöld og fram á sunnudag.

Um eftirtalin hús er að ræða:

 • Öll hús við Botnahlíð
 • Múlavegur 37
 • Baugsvegur 5
 • Austurvegur 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46, 46b, 48, 50, 52,  54 og 56.

Rýming er lögð til í varúðarskyni þar sem óvissa er um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin í desember 2020 og viðbrögð jarðlaga við ákafri úrkomu. Reiknað er með að rýming vegna skriðuhættu á Seyðisfirði verði á næstu vikum lögð til í ákveðnum skrefum eftir því sem meiri reynsla fæst á stöðugleika hlíðarinnar. Þessi reynsla fæst með því að fylgjast með því hvernig jarðlög bregðast við úrkomu í kjölfar nýafstaðinnar skriðuhrinu og því er lögð til rýming við minni úrkomu til að byrja með en vænta má að síðar verði.

Rýming sem þegar eru í gildi verða það áfram. Rýming varir fram á sunnudagsmorgun en þá verður staðan metin að nýju.

Fyrirkomulag við rýmingu verður eftirfarandi og mikilvægt er að allir sem yfirgefa bæinn í kjölfar beiðni um rýmingu skrái sig með eftirfarandi hætti:

 • Mæting í fjöldahjálparstöðina (þjónustumiðstöð) í Herðubreið ef ykkur vantar húsnæði, akstur til Egilsstaða eða aðra aðstoð
 • Hringið í 1717 ef þið hafið annan samastað og ætlið að fara sjálf út úr bænum eða í annað húsnæði á Seyðisfirði

Nauðsynlegt er að allir skrái sig um leið og húsnæði er rýmt.

Fjöldahjálparstöðin verður opin yfir helgina eins og þörf þykir. Þjónustumiðstöð almannavarna verður áfram opin í Herðubreið á Seyðisfirði í næstu viku en einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir á netfangið [email protected] og hringja í 839 9931 utan opnunartíma. 


//Polski//

Komunikat Departamentu Ochrony Ludności Krajowego Komisarza Policji i Szefa Policji we wschodniej Islandii:

 • Ewakuacja jako środek ostrożności.
 • W dalszym ciągu obowiązuje stan alarmowy dla Seyðisfirði.

Szef policji we wschodniej Islandii, w porozumieniu z islandzkim Biurem Meteorologicznym i Krajowym Komisarzem Policji, z powodu prognozy związanej z opadami podjął decyzję o ewakuacji następujących obszarów w Seyðisfjörður. Ewakuacja zakończy się dziś wieczorem o godz 22.

Spodziewane są znaczne opady w Seyðisfjörður dzisiaj od północy oraz w sobotę. Opady rozpoczną się później, około godziny 19 wieczorem, a wzrośnie wkrótce po północy. Opady zmniejszą się po godzinie 18 w sobotę.

Wszystkie ruchy na zboczu powyżej Seyðisfjörður są ściśle monitorowane. Wzrosła stabilność, ale w odniesieniu do prognoz opadów od północy do jutra 18:00 zdecydowano, że budynki mieszkalne na obrzeżach osiedli będą ewakuowane dziś w nocy aż  do niedzieli.

Ewakuacja obejmie następujące budynki:

 • Wszystkie budynki na Botnahlíð
 • Múlavegur 37
 • Baugsvegur 5
 • Austurvegur 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46, 46b, 48, 50, 52,  54 og 56.

Ewakuacja traktowana jest jako środek ostrożności, ponieważ nie ma pewności co do stabilności zboczy w Botnabrún po osuwiskach w grudniu 2020 r. Oraz reakcji warstw na intensywne opady. Oczekuje się, że ewakuacja ze względu na ryzyko osunięć ziemi w Seyðisfjörður zostanie zaproponowana w kilku etapach w nadchodzących tygodniach, ponieważ będziemy wiedzieć więcej w zakresie stabilności zbocza. Wiedza ta jest zdobywana poprzez obserwację, jak warstwy reagują na opady atmosferyczne po niedawnym osunięciu się ziemi, dlatego proponuje się ewakuację z mniejszą ilością opadów na początku, niż można się spodziewać później.

Ewakuacje, które już trwają, będą nadal trwały. Ewakuacja będzie trwała do niedzieli rano, kiedy sytuacja zostanie poddana ponownej ocenie.

Ustalenia dotyczące ewakuacji będą następujące i ważne jest, aby każdy, kto proszony jest o opuszczenie zabudowań, zarejestrował się w następujący sposób:

 • Wizyta w centrum pierwszej pomocy (centrum serwisowym) w Herðubreið, jeśli potrzebujesz zakwaterowania, transportu do Egilsstaðir lub innej pomocy
 • Zadzwoń na 1717, jeśli masz inne miejsce i planujesz wyjechać z miasta samodzielnie lub przeniesiesz się do innego budynku w Seyðisfjörður

Konieczne jest aby każdy się zarejestrował, gdy tylko opuści mieszkanie.

W razie potrzeby centrum ratunkowe będzie otwarte przez weekend. Centrum ochrony ludności pozostanie otwarte w Herðubreið w Seyðisfjörður w przyszłym tygodniu. Zapytania można przesyłać na adres e-mail: [email protected] i dzwonić pod numer 839 9931 poza godzinami otwarcia.


//English//

Notification from the Department of Civil Protection and Emergency Management and the Police Commissioner of East Iceland:

 • Precautionary evacuation.
 • Alert phase by the Department of Civil Protection and Emergency Management in Seyðisfjörður remains in effect .

The Police Commissioner of East Iceland, in agreement with the Icelandic Met Office and the National Commissioner, has decided to evacuate the areas in Seyðisfjörður listed here below, due to a precipitation forecast.

Considerable rain is forecast in Seyðisfjörður from midnight tonight and on Saturday. The rain will start after 7 PM tonight and the intensity will then increase shortly after midnight. The precipitation is expected to decrease after 6 PM on Saturday.

All movement in the hill above Seyðisfjörður is closely monitored. Stability has increased but with reference to precipitation forecast from midnight to 6 PM tomorrow, the decision has been made to evacuate homes on the edge of the town tonight and until Sunday.

The houses in question are the following:

 • All houses by Botnahlíð
 • Múlavegur 37
 • Baugsvegur 5
 • Austurvegur 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46, 46b, 48, 50, 52,  54 og 56.

Evacuation is suggested as a precaution as the stability of the hill in Botnabrún is uncertain after the mudslides in December 2020 and the reaction of the strata to intense precipitation. Evacuation due to the risk of mudslide in Seyðisfjörður is expected to be proposed in certain steps in the coming weeks, as more experience is gained regarding the stability of the hill. This experience is gained by monitoring how the strata react to precipitation following the recent mudslide and evacuation is therefore suggested in response to less precipitation to begin with than what may be expected later. 

Evacuation already in effect will continue. Evacuation will last until Sunday morning and the situation will then be reassessed.

Evacuation arrangements will be as follows and it is important that everyone who leaves the town following the evacuation request registers as follows:

 • Attendance at the first aid centre (service centre) in Herðubreið if you need housing, a ride to Egilsstaðir or other assistance.
 • Call 1717 if you have another place to stay and intend to leave town yourselves or go to other housing in Seyðisfjörður.

It is necessary for everyone to register as soon as housing is evacuated.

The Family Help Centre will be open during the weekend as deemed needed. The service centre of the Department of Civil Protection and Emergency Management will stay open in Herðubreið in Seyðisfjörður next week but inquiries can also be sent to the email address  [email protected] and tel. 839 9931 can be called outside opening hours.

Síðast uppfært: 15. janúar 2021 klukkan 22:25

Lesa meira

Innlent

Niðurstaða athugunar Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á markaðssetningu Íslenskra verðbréfa hf. á sjóðum í rekstri ÍV sjóða hf.

Birt

þann

Eftir

logo-for-printing

15. janúar 2021

Bygging Seðlabanka Íslands

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hóf í febrúar 2020 athugun á markaðssetningu Íslenskra verðbréfa hf. á sjóðum í rekstri ÍV sjóða hf. á samfélagsmiðlum. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort orðalag og framsetning upplýsinga í auglýsingunum sem birtust á samfélagsmiðlum í janúar 2020 væri í samræmi við lög nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, eins og þau voru þegar umrædd markaðssetning fór fram, lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og reglugerð nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti. Niðurstöður lágu fyrir í október 2020.

Sjá nánar: Niðurstaða athugunar Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á markaðssetningu Íslenskra verðbréfa hf. á sjóðum í rekstri ÍV sjóða hf.
Til baka

Lesa meira

Innlent

Sálfræðiþjónusta við Seyðfirðinga efld með auknu fjármagni

Birt

þann

Eftir

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Heilbrigðisstofnun Austurlands 17 milljóna króna viðbótarfjárframlag til að efla geðheilbrigðisþjónustu í þágu íbúa Seyðisfjarðar í kjölfar hamfaranna sem þar urðu 18. desember síðastliðinn. Starfsfólk heilbrigðisstofnunarinnar hefur fundið fyrir verulega aukinni þörf fólks fyrir áfallameðferð og þjónustu geðteymis eftir atburðinn. Fagfólk telur mikilvægt að bregðast skjótt við með aukinni þjónustu til að fyrirbyggja að einstaklingar sem þurfa á stuðningi að halda þrói með sér alvarlega og langvinna áfallastreituröskun.

Lesa meira

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin