Í þeirri fordæmalausu stöðu sem upp er komin vegna kórónaveirunnar COVID-19 hefur orðið gríðarleg aukning á eftirspurn eftir  handspritti hér á landi. Hefur eftirspurn verið mætt með aukinni framleiðslu, m.a. af aðilum sem ekki hafa fengist við hana áður. Til að koma í veg fyrir að settar séu sótthreinsivörur á markað sem ekki uppfylla kröfur sem til þeirra eru gerðar vill Umhverfisstofnun árétta nokkur mikilvæg atriði.