10.12.2019

Skógarþröstur við byggingu Seðlabanka Íslands

Á morgun, miðvikudaginn 11. desember kl. 8:55 verður yfirlýsing peningastefnunefndar og ákvörðun hennar um vexti Seðlabanka Íslands birt á vefsíðu bankans. Kynningarfundur hefst kl. 10 þar sem Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar og svara spurningum fundargesta.

Vefútsending verður frá kynningarfundinum, en rétt er að taka fram að Seðlabankinn tekur enga ábyrgð á hugsanlegum hnökrum sem kunna að verða á útsendingunni.

Til baka