05.11.2019

Peningastefnunefnd 2019

Á morgun, miðvikudaginn 6. nóvember kl. 8:55 verður yfirlýsing peningastefnunefndar og ákvörðun hennar um vexti Seðlabanka Íslands birt á vefsíðu bankans. Ritið Peningamál verður birt á vefnum kl. 9:00 og kl. 10:00 hefst kynningarfundur þar sem Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans og nefndarmaður í peningastefnunefnd, gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar, kynna efni Peningamála og svara spurningum fundargesta.

Vefútsending verður frá kynningarfundinum, en rétt er að taka fram að Seðlabankinn tekur enga ábyrgð á hugsanlegum hnökrum sem kunna að verða á útsendingunni.

Til baka