25.03.2020

Vefútsending hefst hér í dag klukkan 10:00, miðvikudaginn 25. mars 2020, um nýlegar aðgerðir í peningamálum er varða kaup á ríkisskuldabréfum, jafnframt því sem kynnt verður staða og horfur í efnahagsmálum.

Kynningin verður í höndum Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra og formanns peningastefnunefndar, og Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands og framkvæmdastjóra sviðs hagfræði og peningastefnu.

Vefútsendingin verður aðgengileg hér: Vefútsending í tilefni af nýlegum aðgerðum í peningamálum og kynningu á stöðu og horfum í efnahagsmálum.

Til baka