Frá farsóttanefnd Landspítala:

Einstaklingar sem eiga bókaðan tíma í meðferð á dag- og göngudeildum Landspítala eru beðnir að hafa í huga eftirfarandi:

Þeir sem hafa komið erlendis frá og eiga bókaðan tíma á dag- og göngudeildum innan 14 daga frá heimkomu eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við viðkomandi deild svo unnt sé að gera viðeigandi ráðstafanir. Því fyrr sem látið er vita því betur gengur að skipuleggja heimsóknina.