Vigdís Hallgrímsdóttir hefur tímabundið verið ráðin forstöðumaður krabbameinsþjónustu Landspítala. Ráðningin er til eins árs frá og með 1. júlí 2020.

Vigdís er hjúkrunarfræðingur að mennt með framhaldsnám í stjórnun frá Royal College of Nursing í London og meistarapróf í verkefnastjórnun (MPM) frá verkfræðideild Háskóla Íslands.

Vigdís hefur starfað á Landspítala um margra ára skeið. Eftir útskrift frá hjúkrunarfræðideild HÍ starfaði Vigdís á gjörgæsludeildinni í Fossvogi og að loknu námi í verkefnastjórnun var hún fyrst á gæðadeild Landspítala og síðan sem verkefnastjóri á skurðlækningasviði og aðgerðasviði.  Vigdís var framkvæmdastjóri aðgerðasviðs frá 1. júní 2018 til 1. október 2019 og tók við starfi forstöðumanns skurðstofa- og gjörgæslna þann 1. desember 2019. Hún gegnir samhliða starfi forstöðumanns skurðstofa- og gjörgæslna.

Forstöðumenn þjónustukjarna á Landspítala