Í dag var tilkynnt um aukna vöktun Veðurstofu Íslands á jöklum á
Íslandi undir heitinu „Hörfandi jöklar“. Alls verður 15 milljónum króna varið í
vöktunina í ár og samtals 21 milljón króna frá og með næsta ári.
Afkomureikningar fyrir jökla hér á landi verða einnig bættir sem mun t.d. gefa
kost á birtingu daglegra upplýsinga um ákomu, leysingu og afkomu þeirra. Þá
verður unnið gagnasafn um útbreiðslu íslenskra jökla og miðlun upplýsinga og
myndræn framsetning bætt.