Vöruviðskiptahalli nam 145,2 milljörðum króna á tímabilinu janúar til október

Í október 2018 voru fluttar út vörur fyrir 61,1 milljarð króna og inn fyrir 73,2 milljarða króna fob (78,0 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í október, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 12,1 milljarð króna. Í október 2017 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 6,9 milljarða króna á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptahallinn í október 2018 var því 5,2 milljörðum króna meiri en á sama tíma árið áður. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn í mánuðinum 11,8 milljörðum króna samanborið við 8,2 milljarða króna halla í október 2017.

Á tímabilinu janúar til október 2018 voru fluttar út vörur fyrir 495,3 milljarða króna en inn fyrir 640,5 milljarða (682,8 milljarða króna cif). Halli á vöruviðskiptum við útlönd nam því 145,2 milljörðum króna reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma fyrir ári voru vöruviðskiptin óhagstæð um 141,9 milljarða á gengi hvors árs. Vöruviðskiptahallinn á tímabilinu janúar til október er því 3,3 milljörðum króna meiri en á sama tíma fyrir ári. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn 130,4 milljörðum króna, samanborið við 130,7 milljarða króna á sama tíma árið áður.

Útflutningur
Á fyrstu tíu mánuðum ársins 2018 var verðmæti vöruútflutnings 64,6 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 15,0% á gengi hvors árs.¹ Iðnaðarvörur voru 53,3% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 14,6% hærra en á sama tíma árið áður. Hækkunina á milli ára má fyrst og fremst rekja til útflutnings á áli. Sjávarafurðir voru 40,0% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 20,1% hærra en á sama tíma árið áður. Aukning var í öllum undirliðum sjávarafurða en aukninguna á milli ára má meðal annars rekja til sjómannaverkfalls í byrjun árs 2017.

Innflutningur
Á fyrstu tíu mánuðum ársins 2018 var verðmæti vöruinnflutnings 67,9 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 11,9% á gengi hvors árs.¹ Mestu munaði um innflutning á eldsneyti og unnum hrá- og rekstrarvörum.

Vöruviðskipti

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar til október 2017 og 2018
Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra ári á gengi hvors árs, % jan-okt
Október Janúar-Október
2017 2018 2017 2018
Útflutningur alls fob 55.768,6 61.085,2 430.611,7 495.260,6 15,0
Sjávarafurðir 20.971,8 26.575,6 164.959,9 198.141,4 20,1
Landbúnaðarvörur 1.902,2 1.900,1 16.160,3 15.771,2 -2,4
Iðnaðarvörur 26.987,9 30.302,0 230.407,7 263.963,1 14,6
Aðrar vörur 5.906,7 2.307,5 19.083,8 17.384,8 -8,9
Innflutningur alls fob 62.654,6 73.185,9 572.549,3 640.475,2 11,9
Matvörur og drykkjarvörur 5.222,4 7.810,2 47.631,8 52.913,1 11,1
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 15.794,4 21.048,8 151.901,6 177.112,9 16,6
Eldsneyti og smurolíur 8.305,4 11.631,3 66.537,3 96.712,1 45,4
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) 13.171,3 13.341,3 122.418,6 131.170,8 7,1
Flutningatæki 10.745,7 8.693,1 108.387,6 100.545,2 -7,2
Neysluvörur ót.a. 9.388,2 10.636,6 75.430,7 79.055,6 4,8
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) 27,2 24,6 241,8 2.965,5 1126,6
Vöruviðskiptajöfnuður -6.886,0 -12.100,7 -141.937,6 -145.214,6 0,0

1) Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum. Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

2018-11-30T14:19:07+00:00