logo-for-printing

06. október 2020

Bygging Seðlabanka Íslands

Í fyrramálið verður yfirlýsing peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands birt klukkan 8.55, en þar kemur fram ákvörðun nefndarinnar um vexti bankans. Rúmlega klukkustund síðar, klukkan 10.00, hefst svo vefútsending þar sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, gera nánari grein fyrir yfirlýsingunni og ákvörðun nefndarinnar.

Tengill á vefútsendinguna verður aðgengilegur hér: Vefútsending í Seðlabanka Íslands 7.10.2020.

Tekið skal fram að Seðlabanki Íslands tekur ekki ábyrgð á því ef einhverjir hnökrar verða á útsendingunni. 

Til baka