Connect with us

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

6 mánuðir til Ólympíuleika

Published

on

23.01.2021

Í dag eru 6 mánuðir þangað til setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó fer fram þann 23. júlí 2021. Leikarnir standa yfir í rúmar tvær vikur og lýkur með lokahátíð þann 8. ágúst. Leikarnir áttu að hefjast þann 24. júlí 2020, en þeim var frestað um eitt ár vegna ástandsins í heiminum sökum Covid-19. Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar hvetur íþróttafólk um heim allan til að halda áfram undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Í tilkynningu sem Alþjóða Ólympíunefndin sendi frá sér fyrir skemmstu er ítrekuð góð samvinna við mótshaldara í Tókýó og stjórnvöld í Japan vegna komandi leika. Verður allt gert til að leikarnir fari vel fram og öryggi allra þátttakenda sé tryggt. 

Í dag hófst áskorun á vegum Ólympíustöðvarinnar (Olymipc Channel) á TikTok sem kallast #OlympicsCountdown. Fólk er hvatt til þess að fagna því opinberlega að nú sé aðeins hálft ár til Ólympíuleika og sýna hvernig það undirbýr sig fyrir Ólympíuleikana. ÍSÍ hvetur íslenskt afreksíþróttafólk sem stefnir á Ólympíuleikana að taka þátt og merkja sitt efni með #OlympicsCountdown. 

 

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

34. Karateþing KAÍ

Published

on

01.03.2021

34. Karateþing Karatesambands Íslands var haldið sunnudaginn 28. febrúar í D-sal Íþróttamiðstöðvarinnar Laugardal. Vegna breyttra sóttvarnarreglna stjórnvalda var hægt að boða fullan fjölda þingfulltrúa frá félögunum. Um 20 fulltrúar sóttu þingið frá 8 karatefélögum og -deildum.

Gunnar Bragason, gjaldkeri framkvæmdastjórnar ÍSÍ, var gestur á þinginu. Bar hann kveðjur frá forseta, framkvæmdastjóra og framkvæmdastjórn ÍSÍ.

Reikningar sambandsins voru samþykktir, fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 og Afreksstefna fyrir næstu 4 ár.
Stjórnin gaf öll kost á sér til endurkjörs og var kosin með lófaklappi. Einn nýr stjórnarmaður var kosinn í varastjórn, Katrín Ingunn Björnsdóttir.

Streymt var frá þinginu hér á Youtube-rás Karatesambandsins.

Á myndinni eru:
Stjórn KAÍ 2021-2022. Frá vinstri, Ævar, Elías, Katrín, Reinharð, María, Sigþór, Hafþór og Rut.

Continue Reading

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins

Published

on

01.03.2021

Lífshlaupið 2021 var ræst í fjórtánda sinn þann 3. febrúar sl. í Rimaskóla. Þar mættu mennta- og menningarmálaráðherra og borgarstjóri og ræstu keppnina formlega með því að taka létta hreystikeppni við nemendur og skólastjórnendur Rimaskóla.

Fulltrúar frá vinnustöðum, grunn-, og framhaldsskólum tóku á móti sínum verðlaunum sl. föstudag á verðlaunaafhendingu Lífshlaupsins 2021 sem fór fram í sal ÍSÍ. Þátttaka í Lífshlaupinu í ár fór fram úr björtustu vonum og voru öll met slegin. Alls tóku 22.635 landsmanna þátt í 1.967 liðum og voru alls 21.387.850 hreyfimínútur skráðar og 282.086 dagar.

Mætingin á verðlaunaafhendinguna var góð. Gaman er að sjá hversu margir vinnustaðir og skólar eru duglegir að taka þátt í verkefninu ár eftir ár með flottum árangri. Lífshlaupið er orðið að vinnustaða- og/eða skólamenningu á mörgum þeirra staða sem skara fram úr og vinnustaðir og skólar eru duglegir að skapa sínar eigin innanhúshefðir í kringum Lífshlaupið.

Öll úrslit í Lífshlaupinu má finna hér.

Hér má finna fleiri myndir.

ÍSÍ þakkar fyrir góða keppni.

Continue Reading

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Eflum líkamlega og andlega heilsu

Published

on

26.02.2021

Það er fullt af tækifærum til þess að hreyfa sig. ÍSÍ hvetur landsmenn til að sýna frumkvæði og sköpunargleði við að efla líkamlega og andlega heilsu sína. Hreyfingu má stunda á hinum ýmsu stöðum og í margvíslegri mynd, utan dyra og innan, að viðhöfðum ítrustu sóttvörnum.

Verum hraust – og deilum myndrænni hvatningu undir #verumhraust á samfélagsmiðlum, svo allir hinir taki líka við sér.

ÍSÍ á Facebook

Continue Reading

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin