Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Á leið til Tókýó

18.06.2021

Stjórn Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) hefur valið þá fjóra einstaklinga sem verða fulltrúar Íslands á Paralympics í Tókýó í ágúst- og septembermánuði næstkomandi. Íslensku keppendurnir verða Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Patrekur Andrés Axelsson frá FH sem taka þátt í frjálsíþróttum og Már Gunnarsson frá ÍRB og Thelma Björg Björnsdóttir frá ÍFR sem keppa munu í sundi. Öll fjögur eru á meðal þeirra sem með árangri sínum áunnu Íslandi þessi fjögur sæti við leikana.

Enn er möguleiki á því að fleiri keppendur bætist við næstu vikurnar og því um að gera að fylgjast vel með fréttum frá ÍF. Paralympics leikarnir fara fram dagana 24. ágúst – 5. september nk. og verður spennandi að fylgjast með íslensku þátttakendunum í keppni á leikunum. ÍSÍ óskar þeim öllum alls góðs í lokaundirbúningi þeirra fyrir leikana.

Nánari upplýsingar er að finna í frétt frá Íþróttasambandi fatlaðra.

https://hvatisport.is/bergrun-patrekur-mar-og-thelma-fulltruar-islands-i-tokyo/?fbclid=IwAR3congTYKCp2fVXqGqAUMZS4d6ODJnIEPTPYrFv4LSGcBDMRdSA_HBzlaU

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Tókýó 2020 – Snæfríður Sól keppti í dag

28.07.2021

Snæfríður Sól keppti í 100 metra skriðsundi í undanrásum á Ólympíuleikunum í dag. Hún synti sundið af miklum krafti, sérstaklega seinustu 50 metrana, þar sem hún vann sig upp í 4. sætið upp úr því seinasta. Það nægði samt ekki til að koma henni áfram. Þrátt fyrir það þá bætti hún sitt persónulega met í dag, náði 56,15 sek. en fyrra persónulega met hennar var 56,32, þannig að bætingin var 17/100 úr sekúndu. Snæfríður Sól endaði í 34. Sæti af 52 keppendum. Til að komast upp úr riðlinum og vera þá á meðal 16 vestu hefði hún þurft að synda á 53,70 sek.

Íslenska sundfólkið okkar hefur þá lokið keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó og munu öll halda heim á leið á föstudaginn.

Halda áfram að lesa

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Tókýó 2020 – Anton Sveinn Mckee keppti í dag

27.07.2021

Anton Sveinn McKee synti í undanrásum 200 metra bringusunds á Ólympíuleikunum í dag.

Þrátt fyrir að vera annar í mark í sínum riðli, á 2:11,64 eftir æsispennandi sund, þá var það ekki nóg til að komast áfram í undanúrslit. Hann hafnaði í 24. sæti af 40, en 16 efstu komust áfram. Anton Sveinn hefði þurft að ná tímanum 2:09,95 til að komast áfram. Íslandsmet Antons frá 2015 er 2:10,21, þannig að hann var nokkuð frá sínum besta tíma, þó að vissulega hafi sundið gengið nokkuð snurðulaust fyrir sig.

Anton Sveinn er skiljanlega vonsvikinn með niðurstöðuna en lætur engan bilbug á sér finna og sagði meðal annars í viðtali við RÚV, aðspurður um framhaldið:

„Þetta er alla veganna það skemmtilegasta sem ég geri, þótt það sé hundleiðinlegt að ganga illa.”

Það verður áhugavert að sjá hvað hann gerir næst, við fylgjumst spennt með.

Halda áfram að lesa

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Snæfríður Sól bætti eigið met í Tókýó

26.07.2021

Snæfríður Sól Jór­unn­ar­dótt­ir sló sitt eigið Íslands­met í 200 metra skriðsundi í morgun með frumraun sinni á Ólympíuleikum. Hún synti á 2:00,20 mín­út­um en fyrra Íslands­met henn­ar í grein­inni var 2:00,50 mín­út­ur. Það nægði samt ekki til að tryggja henni sæti í undanúrslitum en hún endaði í 22. sæti af 30 keppendum í undanrásum, 16 efstu komust áfram. Snæfríður Sól hefði þurft að ná 1:58,33 til að komast í undanúrslitin.

Engu að síður er þetta stórglæsilegur árangur hjá henni og magnað að ná að bæta sitt eigið met á svona stóru móti.

Næst keppir Snæfríður Sól í undanrásum 100 metra skriðsunds á miðvikudag.  Bein útsending hefst klukkan 10 á RÚV.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin