Uncategorized @is

Ábyrgð Íslands í samfélagi þjóðanna

Íslendingum er í mun að leggja sitt af mörkum í samfélagi þjóðanna. Í nýlegri könnun kemur fram að 86% þjóðarinnar telji það siðferðislega skyldu Íslands að draga úr fátækt í þróunarríkjum.

Íslendingar nutu á sínum tíma góðs af lánum frá Alþjóðabankanum á árunum 1951-1973 til uppbyggingar innviða í okkar eigin samfélagi og þarf tæpast að fjölyrða um þá framþróun sem orðið hefur á Íslandi frá miðri síðustu öld. Í dag er Alþjóðabankinn hins vegar einn helsti vettvangur íslenskrar þróunarsamvinnu og næstu tvö árin situr Ísland í stjórn bankans fyrir hönd kjördæmis Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna.

Alþjóðaframfarastofnunin (IDA) er ein fimm stofnana Alþjóðabankans og sú þeirra sem aðstoðar fátækustu þróunarríkin. Á hverju ári leggur hún fram um 2.500 milljarða íslenskra króna til hagstæðra lána og nýrra verkefna í fátækum löndum þar sem búa tveir af hverjum þremur sárafátækustu íbúum heimsins.

Fjármunum er m.a. varið í bætt aðgengi og gæði heilbrigðisþjónustu og grunnmenntunar í þessum löndum. IDA er einnig lykilstofnun í fjármögnun aðgerða í loftslagsmálum og hefur lagt aukna áherslu á að skapa og styðja við markaði í fátækustu ríkjunum til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast. Sem framlagsríki kemur Ísland að mótun stefnu og forgangsmála IDA.

Íslendingar geta verið stoltir af 58 ára farsælu samstarfi við IDA en með því höfum við gegnum tíðina átt þátt í að bólusetja 330 milljónir barna, veita 96 milljónum manna aðgang að heilnæmu vatni og 769 milljónum manna grunnheilbrigðisþjónustu – en slíkur var árangurinn af verkefnum IDA undanfarin átta ár.

Í nýrri stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu segir að með virkri þátttöku leitist Ísland við að uppfylla skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna. Þátttaka Íslands í IDA er mikilvægur hluti af því starfi.

Greinin birtist í Fréttablaðinu 21. október 2019

Halda áfram að lesa

Uncategorized @is

Jóhannes uppljóstrari hótar fólki lífláti

Halda áfram að lesa

Uncategorized @is

Netöryggiskeppni íslenskra ungmenna hófst í dag

Netöryggiskeppni íslenskra ungmenna (Níu), sem einnig gengur undir heitinu Nían, hófst í dag en um er að ræða fyrstu keppni sinnar tegundar á Íslandi. Markmið keppninnar er að leita að ungu fólki sem hefur áhuga á netöryggismálum og hvetja það til að vinna við þau í framtíðinni. Í keppninni leysa þátttakendur ýmis verkefni sem snúa að netöryggi, svo sem að framkvæma skarpskyggnipróf og árásir á netþjóna svo fátt eitt sé nefnt.

Keppnin nú er forkeppni fyrir landskeppni sem haldin verður á UT-messunni í febrúar á næsta ári. Keppnin er tvískipt, yngri deild er fyrir aldurshópinn 14-20 ára og eldri deild fyrir 21-25 ára. Miðað er við aldur í lok næsta árs, þar sem landskeppnni getur orðið undanfari þátttöku í evrópsku netöryggiskeppninni „European Cyber Security Challenge“ (ECSC) sem haldin er árlega. Hún var haldin í Búkarest, 9.-11. október sl. og verður næst haldin í Vínarborg, 3.-7. nóvember 2020. Verði Ísland með í þeirri keppni yrði tíu manna hópur valinn úr landskeppninni til að keppa fyrir Íslands hönd.

Keppnin hófst í dag, 1. nóvember 2019, og stendur yfir í tvær vikur eða til loka dags 15. nóvember. Hægt verður að skrá sig til og með 13. nóvember. Hver og einn leysir verkefnin á sínum hraða og sumir ættu jafnvel að geta lokið þeim á tveimur dögum.

Keppnin hérlendis er haldin að frumkvæði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, en öryggisfyrirtækið Syndis sér um framkvæmd keppninnar í samstarfi við ráðuneytið og fleiri aðila. Margir gefa framlag til keppninnar með ýmsum hætti og ekki hefði verið gerlegt að halda hana án þessa góða stuðnings. 

Nánari upplýsingar má fá á vef keppninnar antisec.is og þar má einnig skrá sig til þátttöku og hefja keppni. Forkeppnin fer öll fram á vefnum, en dómarar velja síðan þátttakendur til þátttöku í landskeppninni sem fer fram á UT-messunni í Hörpu, 7.-8. febrúar 2020.

Halda áfram að lesa

Uncategorized @is

Ávarp á stofnfundi Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins

Stofnfundur Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins
Rússneska sendiráðinu
1. nóvember 2019

Ambassador, dear friends of Iceland and Russia,

It is truly a good occasion that brings us together here at the Russian Embassy today: the formal creation of the Russian-Icelandic Chamber of Commerce. I want to thank you Anton for your hospitality and thank all of you who have worked on creating the chamber.

The idea of creating a forum where Russian and Icelandic businesses can work together was pursued by the Icelandic Ambassador in Moscow, Berglind Ásgeirsdóttir, in connection to the 75th Anniversary of diplomatic relations that we celebrated last year. It is indeed cause for a celebration that this idea has now come to fruition. I am certain that the Chamber will be very useful for Russians and Icelanders doing business, for the benefit of both our countries, to have the chamber where they can work together, share ideas and cooperate.

Russia and Iceland are old friends and we have been doing business for decades. As you know we have been faced with grave challenges in the bilateral trade in the last few years that have significantly reduced the trade between us. But we have also seen new opportunities arise and cooperation starting in other areas.

I will be travelling to Moscow later this month for an official visit and I look forward to meeting my good counterpart, Mr. Lavrov. This will be the first trip of an Icelandic foreign minister to Moscow for 8 years.

As it is my hope is that this trip will help us to find ways to do more business together it gives me great pleasure to invite you, the members of the newly created Russian-Icelandic Chamber of Commerce, to join me in Moscow as I will bring a business delegation with me. The business delegation will visit the Skolkova Innovation Center, which is a vast business area in Moscow where close to 2.000 Russian high tech companies are working on innovation in areas such as IT, energy and biomedicine.

Our Ambassador in Russia, Berglind Ásgeirsdóttir, will host a special event at the Icelandic Residence in Moscow, where we will present opportunities that Icelandic businesses bring. This will be the first event of the newly established chamber, so I think it is safe to say that the Russian-Icelandic Chamber of Commerce is off to a very good start.

The Russian Icelandic Chamber of Commerce and Promote Iceland will send an email later today and I am told it is necessary to register quickly, so please keep that in mind.

I hope to see you all in Moscow and look forward to seeing business relations between Iceland and Russia deepen and grow in the future and the chamber playing an important role in bringing us closer.

Thank you.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin