Connect with us

Innlent

Aðgerðarteymi gegn ofbeldi leggur til aðgerðir vegna ofbeldis gegn fólki með fötlun

Published

on

Aðgerðateymi gegn ofbeldi, sem skipað var í maí af Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, hefur skilað ráðherrunum tillögum um aðgerðir vegna ofbeldis gegn fólki með fötlun, en teymið skipa Eygló Harðardóttir og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Í skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, Ofbeldi gegn fötluðu fólki á Íslandi, sem gefin var nýlega kom fram að ætla megi að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi á Íslandi og að í einhverjum tilvikum verði þolendur ítrekað – og jafnvel reglulega – fyrir ofbeldi. Er aðgerðunum ætlað að bregðast við þeirri stöðu.

Tillögurnar eru eftirfarandi:

 • Greining á umfangi ofbeldis gegn fólki með fötlun. Skoðað verður hvernig megi skrá ofbeldi gegn fólki með fötlun við skráningu mála í lögreglukerfinu (LÖKE) án þess að brjóta gegn persónuvernd viðkomandi til að vinna megi greiningar á tilkynningum um ofbeldi gegn fólki með fötlun.
 • Fagleg ráðgjöf til þjónustuaðila. Veita faglega ráðgjöf til frjálsra félagasamtaka bæði innan hagsmunasamtaka fólks með fötlun og þeirra sem sinna þjónustu vegna ofbeldisí formi yfirlesturs gagna, samráðs við fagfólk og ráðgjöf varðandi stefnumótun vegna ofbeldis gegn fólki með fötlun til að stuðla að því að fólk með fötlun sé upplýst um núverandi þjónustuúrræði og að þjónustuúrræðin vegna ofbeldis verði aðgengilegri fólki með fötlun.
 • Jafningjafræðsla. Jafningjanámskeið fyrir fatlað fólk. Markmið námskeiðanna verður að auka réttarvitund, sjálfsskilning og líkamsvirðingu.Áhersla lögð á að fjalla um misrétti og ólíkar birtingarmyndir ofbeldis og hvernig sé hægt að leita sér aðstoðar telji þátttakendur sig hafa orðið fyrir ofbeldi eða að á rétti sínum hafi verið brotið.
 • Námskeið fyrir fagfólk innan löggæslu og dómskerfis.Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar standi að námskeiðum fyrir starfandi lögreglumenn um birtingarmyndir ofbeldis í lífi fólks með fötlun. Markmið námskeiða er að fagfólk á sviði löggæslu öðlist dýpri skilning á sögu fatlaðs fólks og hvernig ofbeldi í lífi fatlaðs fólks birtist á stundum með öðrum hætti en hjá ófötluðu fólki.
 • Námskeiðið Allt um ástina. Boðið upp á námskeiðið Allt um ástina fyrir ungmenni með frávik í taugaþroska á aldrinum 15-20 ára.Námskeiðið er forvarnarnámskeið gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.
 • Meðferðarrúrræði Keep safe. Styrkur til að undirbúa námskeiðahald og kynningu á úrræðinu Keep Safe fyrir barnaverndarnefndum, en það er þróað fyrir drengi á aldrinum 12-17 ára sem eru með frávik í þroska.

Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra: „Fatlað fólk er í sérstökum áhættuhópi sem þolendur ofbeldis. Börn með fötlun eru einnig líklegri til að vera fyrir bæði líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en börn án fötlunar. Það er því gríðarlega mikilvægt að við bjóðum upp á úrræði fyrir þessa hópa sem bæði miða að því að tryggja að fatlað fólk sem verður fyrir ofbeldi fái þá þjónustu og stuðning sem það þarf, en einnig þurfum við að sinna forvörnum og fræðslu og þannig draga úr tíðni brota.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra: „Sú áhersla sem löggæslan leggur á baráttu gegn ofbeldi skilar sér í betri þekkingu á eðli og umfangi ofbeldis. Skýrsla greiningardeildar ríkislögreglustjóra um ofbeldi gegn fötluðu fólki er liður í að skilja og greina vandann og umfang hans, þannig að við getum sem best brugðist við honum og varið hópa í veikri stöðu fyrir ógn ofbeldis.“

Innlent

Jarðskjálftahrina á Reykjanesi: Mælingar gefa engar vísbendingar um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið.

Published

on

Melissa Anne Pfeffer við gasmælingar á Reykjanesskaga. (Ljósmynd: Veðurstofa Íslands/Sara Barsotti)

27 Febrúar 2021 18:52

Vísindaráð almannavarna fundaði á fjarfundi í dag til að ræða jarðskjálftahrinuna sem hófst á Reykjanesskaga þann 24, febrúar með skjálfta af stærð 5,7 og öðrum 5,0 að stærð um hálfri klukkustund síðar. Fundinn sátu fulltrúar frá Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands, Umhverfisstofnun, Isavia-ANS, HS-Orku og ÍSOR.

Fram kom á fundinum að virknin í skjálftahrinunni er núna fyrst og fremst bundin við svæðið í kringum Fagradalsfjall eftir M5,2 í morgun og er hrinan sú öflugasta frá árinu 1933.

Yfir 7200 skjálftar hafa mælst frá því að hrinan hófst 24.febrúar og má búast við því að jarðskjálftavirkni haldi áfram næstu daga.

Vísindaráð fór yfir þær mælingar og gögn sem liggja fyrir s.s. jarðskjálftamælingar, GPS gögn, gasmælingar og úrvinnslu úr gervitunglamyndum. Mælingar gefa engar vísbendingar um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið, en sýna vel ummerki jarðskjálftanna sem hafa orðið hingað til.

Flestir skjálftar sem mælst hafa síðustu daga eru á um 5 km. dýpi við Fagradalsfjall og hafa ekki færst nær yfirborði, en slíkt gæti verið vísbending um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið.  Í hrinu sem varð við  Fagradalsfjall árið 1933 urðu all nokkrir kröftugir skjálftar á skömmum tíma, sambærilegir þeim sem nú ganga yfir. Þeirri hrinu lauk án þess að til eldgoss kæmi. Sama má segja um hrinu sem varð árið 1973.

Núverandi virkni á Reykjanesskaga sem í raun má rekja aftur um rúmt ár hefur verið kaflaskipt og er erfitt að spá fyrir um nákvæma framvindu, en nú er fyrst og fremst horft á þessar tvær sviðsmyndir:

 • Það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur.
 • Hrinan mun færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 5.5-6.5 að stærð.

Langflest hús á Íslandi eru byggð þannig að þau eigi að standast þá hrinu sem nú gengur yfir.  Lausir munir, hillur, skápar o.s.frv.geta farið af stað og valdið hættu ef ekki er rétt frá þeim gengið. Því er mikilvægt að huga að innanstokksmunum á heimilum og á vinnustöðum svo þeir valdi ekki slysum.

Áfram verður fylgst náið með framvindu mála og vísindaráð mun funda aftur í næstu viku.

Veðurstofan, Háskólinn og samstarfsaðilar munu vinna að fjölgun mælitækja á Reykjanesi á næstu dögum og vikum.

Continue Reading

Alþingi

Starfsfólk í ræstingu

Published

on

Skrifstofa Alþingis óskar eftir að ráða starfsfólk í ræstingu í fullt starf á dagvinnutíma. Um er að ræða tvær ótímabundnar stöður og eina tímabundna afleysingu til 1. ágúst. Við leitum eftir jákvæðu starfsfólki sem býr yfir ríkri þjónustulund og góðri samskiptahæfni.

Starfsfólk í ræstingu starfar innan rekstrar- og þjónustusviðs Alþingis. Unnið er í teymum og vinnutíminn er kl. 7–15 auk tilfallandi yfirvinnu. Starfsfólkið annast þrif í öllu húsnæði Alþingis.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Þrif á skrifstofu- og þjónustuhúsnæði á starfssvæði Alþingis
 • Þvottur, frágangur og dreifing á hreinlætisvörum
 • Önnur verkefni innan rekstrar- og þjónustusviðs

Hæfnikröfur

 • Reynsla af sambærilegu starfi er nauðsynleg
 • Metnaður og ábyrgð í starfi
 • Hreinlæti og snyrtimennska
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góð íslensku- og/eða enskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Efling stéttarfélag hafa gert. 

Sótt er um starfið í gegnum ráðningarkerfi Orra. Umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem umsækjandi rökstyður umsókn sína og lýsir hæfni sinni til starfsins. Tekið er mið af jafnréttisáætlun skrifstofu Alþingis við ráðningar. Mikilvægt að umsækjandur geti hafið störf sem fyrst.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði frá auglýsingu þessari. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Gildi skrifstofu Alþingis eru framsækni, virðing og fagmennska.

Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 10.03.2021.

Nánari upplýsingar veitir

Jóna Brynja Tómasdóttir – [email protected] – 563-0500

Nánari upplýsingar um starfsemi Alþingis og skrifstofu þingsins er að finna á vef Alþingis.

Smelltu hér til að sækja um starfið

Continue Reading

Innlent

Tillaga að friðlýsingaskilmálum þjóðgarðs á Vestfjörðum

Published

on

Umhverfisstofnun hefur lagt fram tillögu að friðlýsingaskilmálum fyrir þjóðgarð á sunnanverðum Vestfjörðum ásamt tillögu að mörkum svæðisins. Tillagan er kynnt í samvinnu við samstarfshóp sem vinnur að undirbúningi friðlýsingar.

Continue Reading

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin