Hagstofan

Afkoma hins opinbera neikvæð um 8,2% af landsframleiðslu

Áætlað er að tekjuafkoma hins opinbera hafi verið neikvæð um 58,1 milljarð króna á 1. ársfjórðungi 2021, eða sem nemur 8,2% af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins.

Í heild er áætlað að tekjur hins opinbera hafi aukist um 13,6% frá 1. fjórðungi 2020, þar af nemur aukning skatttekna 12,7%. Fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins hafa samþykkt að greiða arðgreiðslur að fjárhæð 7,9 milljörðum króna á árinu 2021 og eru þær tekjufærðar á 1. ársfjórðungi. Engar arðgreiðslur frá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins voru greiddar á síðasta ári.

Áætlað er að heildarútgjöld hafi aukist um 14,5% á 1. ársfjórðungi 2021 frá sama tímabili fyrra árs. Launakostnaður vegur þar þyngst en hann er áætlaður 32,6% af heildarútgjöldum hins opinbera. Áætlað er að félagslegar tilfærslur til heimila hafi aukist um 26,7% frá 1. fjórðungi 2020 og tilfærsluútgjöld um 48,4%.

Áhrif af Covid-19 mikil á 1. ársfjórðungi
Áhrif Covid-19 á fjármál hins opinbera eru enn mikil og ber uppgjör hins opinbera á 1. ársfjórðungi 2021 þess merki. Áhrifin koma meðal annars fram í útgjöldum Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna aukins atvinnuleysis, vegna greiðslu launa í sóttkví, sérstaks íþrótta- og tómstundastyrks til barna og sérstakra aðgerða í vinnumarkaðsmálum. Þá hafa útgjöld hins opinbera vegna tilfærslna til fyrirtækja einnig aukist, meðal annars vegna veitingu tekjufalls- og viðspyrnustyrkja sem námu um 9 milljörðum á 1. ársfjórðungi.

Fjárhagur hins opinbera á 1. ársfjórðungi
2020 2021 Breyting
Verðlag hvers árs, milljarðar króna 1. ársfj. 1. ársfj. %
Heildartekjur 278,6 316,4 13,6
Heildarútgjöld 327,2 374,5 14,5
Fjárfesting 17,6 21,5 22,2
Tekjujöfnuður -48,6 -58,1
Tekjujöfnuður % af tekjum -17,5 -18,4
Tekjujöfnuður % af VLF ársfjórðungs -7,0 -8,2

Talnaefni um rekstrarútgjöld til heilbrigðismála hefur verið uppfært.

Bráðabirgðatölur fyrir 2020 og 2021.

Talnaefni

Hagstofan

Atvinnuleysi dregst saman um 2,8 prósentustig á milli mánaða

Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands var atvinnuleysi 5,8% í maí 2021. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 77,9% og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi 72,2%. Samanburður við apríl 2021 sýnir að árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka dróst saman um 1,0 prósentustig á milli mánaða á meðan árstíðaleiðrétt atvinnuleysi dróst saman um 2,8 prósentustig á milli mánaða. Leitni atvinnuleysis hefur verið frekar stöðug síðustu sex mánuði á meðan leitni atvinnuþátttöku jókst um 0,8 prósentustig. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra einstaklinga á aldrinum 16-24 ára dróst saman um 13,7 prósentustig á milli mánaða.

Samkvæmt mælingu vinnumarkaðsrannsóknar voru 210.600 (±6.900) einstaklingar á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í maí 2021 sem jafngildir 80,0% (±2,6) atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu voru 192.900 (±5.700) starfandi og 17.600 (±3.800) án atvinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 73,3% (±3,0) og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli 8,4% (±1,8). Starfandi á íslenskum vinnumarkaði unnu að jafnaði 35 (±1,2) stundir í maí 2021. Samanburður við maí 2020 sýnir að hlutfall starfandi jókst um 3,5 prósentustig á milli ára og hlutfall atvinnulausra dróst saman um 3,3 prósentustig.

Áætlað er að 36.500 einstaklingar hafi haft óupfyllta þörf fyrir atvinnu í maí 2021 sem jafngildir 16,6% af vinnuafli og mögulegu vinnuafli. Af þeim voru 48,4% atvinnulausir, 16,1% tilbúnir að vinna en ekki að leita, 10,5% í vinnuleit en ekki tilbúnir að vinna og 25,0% vinnulitlir (starfandi í hlutastarfi sem vilja vinna meira). Samanburður við maí 2020 sýnir að hlutfall þeirra sem hafa óuppfyllta þörf fyrir atvinnu hefur lækkað um 3,3 prósentustig á milli ára. Leitni slaka hefur staðið í stað síðustu þrjá mánuði í 14,4% en hefur þó lækkað um 1,1 prósentustig á síðustu sex mánuðum.

Samtala undirliða kann að vera ósamhljóða heildarniðurstöðu vegna þess að tölur eru námundaðar að næsta hundraði.

Um gögnin
Niðurstöður vinnumarkaðsrannsóknar fyrir maí 2021 ná til fjögurra vikna, frá 3. maí til og með 30. maí. Í úrtak völdust af handahófi 1.536 einstaklingar á aldrinum 16-74 ára með lögheimili á Íslandi. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða búsettir erlendis var nettóúrtakið 1.516 einstaklingar. Alls fengust nothæf svör frá 996 einstaklingum sem jafngildir 65,7% svarhlutfalli.

Talnaefni

Halda áfram að lesa

Hagstofan

Landsframleiðsla á mann á Íslandi 25% meiri en í Evrópusambandinu

Landsframleiðsla á mann á Íslandi var 25% meiri en í Evrópusambandinu árið 2020 (ESB-27, skilgr. 2020). Einstaklingsbundin neysla á mann á Íslandi var 24% meiri að jafnaði innan sambandsins á síðasta ári og verðlag á mat og drykk 29% hærra. Talnaefni hefur verið uppfært.

Halda áfram að lesa

Hagstofan

Leiðrétt frétt: Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 0,6%

Flýtileið yfir á efnissvæði