Hagstofan

Aflaverðmæti 148 milljarðar króna árið 2020

Heildaraflaverðmæti fyrstu sölu landaðs afla var rúmlega 148,3 milljarðar króna árið 2020 sem er 2% aukning frá fyrra ári. Heildaraflamagn íslenskra skipa var 1.021 þúsund tonn sem er 3% minni afli en árið 2019.

Afli og aflaverðmæti árin 2019 og 2020
Tonn/Milljónir króna Aflamagn, janúar-desember Aflaverðmæti, janúar-desember
  2019 2020 % 2019 2020 %
Samtals 1.047.568 1.021.020 -3 145.076 148.341 2
Eftir mánuðum
janúar 46.345 35.740 -23 10.703 7.459 -30
febrúar 73.960 51.533 -30 11.177 11.987 7
mars 118.374 93.292 -21 14.357 14.857 3
apríl 112.955 88.736 -21 13.695 12.729 -7
maí 122.148 125.567 3 14.049 13.044 -7
júní 31.559 61.971 96 7.780 10.926 33
júlí 95.341 89.604 -6 14.222 12.926 -9
ágúst 113.442 130.727 15 14.472 16.952 17
september 109.049 119.849 10 12.510 13.868 11
október 91.581 86.637 -5 12.107 12.741 5
nóvember 69.418 63.788 -8 11.326 11.250 -1
desember 63.397 73.577 16 8.678 9.603 11
Eftir fisktegund
Botnfiskur 508.350 488.191 -4 112.310 113.417 1
Þorskur 272.989 277.511 2 69.950 75.860 8
Ýsa 57.747 54.214 -6 14.429 13.259 -8
Ufsi 64.681 50.450 -22 10.430 7.651 -27
Karfi 53.380 51.947 -3 12.110 12.176 1
Annar botnfiskur 59.553 54.069 -9 5.392 4.471 -17
Flatfiskafli 22.187 22.994 4 9.318 9.872 6
Uppsjávarafli 534.372 529.423 -1 21.578 23.803 10
Síld 137.930 134.163 -3 5.905 6.804 15
Loðna 0 0 0 0
Kolmunni 268.357 243.725 -9 7.181 7.038 -2
Makríll 128.084 151.534 18 8.491 9.960
Annar uppsjávarafli 1 1 -43 0 0
Skel- og krabbadýraafli 14.956 5.843 -61 1.870 1.249 -33
Humar 259 194 -25 267 206 -23
Rækja 2.920 3.127 7 1.053 885 -16
Annar skel- og krabbadýrafli 11.778 2.522 -79 550 158 -71
Annar afli 3 5 70 0 0
Eftir tegund löndunar
Bein viðskipti 788.301 768.910 -2 77.319 80.736 4
Á fiskmarkað 87.578 87.577 0 22.206 23.142 4
Sjófrysting 132.606 122.450 -8 37.815 36.605 -3
Í gáma til útflutnings 23.017 21.503 -7 6.286 6.184 -2
Önnur löndun 16.450 20.580 123 1.232 1.675 75

Afli botnfisktegunda var um 488 þúsund tonn á síðasta ári sem er 4% minna en árið 2019. Aflaverðmæti botnfisks jókst örlítið frá fyrra ári og var rúmir 113 milljarðar króna. Magn uppsjávarafla var tæp 530 þúsund tonn en var 534 þúsund tonn árið 2019 eða 1% meira. Verðmæti uppsjávarafla jókst hins vegar um 10%, úr tæpum 21,6 milljörðum króna árið 2019 í 23,8 milljarða árið 2020. Flatfiskafli var tæplega 23 þúsund tonn sem er 4% meira en árið 2019 og verðmæti flatfisks jókst úr 9,3 milljörðum króna í 9,8 milljarða. Skelfiskafli dróst saman um 61% og aflaverðmætið varð rúmir 1,2 milljarðar króna.

Rúm 600 þúsund tonn af sjávarafurðum voru flutt út árið 2020 samkvæmt bráðabirgðatölum sem er 2,5% minna en árið áður. Verðmæti þess útflutnings var um 270 milljarðar króna sem er 3,7% aukning frá árinu 2019. Þar af var útflutningsverðmæti þorskafurða tæpir 132 milljarðar króna sem er 12,2% aukning frá árinu áður.

Útflutningur og útflutningsverðmæti fimm verðmætustu tegunda 2019-2020
2019 2020
Fisktegund Afurð Tonn Milljónir
króna
(fob)
Tonn Milljónir
króna
(fob)
Mism.
Magn
%
Mism.
Verð
%
Allar tegundir 619.433 260.371 604.083 269.917 -2,5 3,7
Þorskur Allir afurðaflokkar 132.174 117.521 140.026 131.877 5,9 12,2
-Frystar afurðir 53.098 41.780 51.726 46.577 -2,6 11,5
-Saltaðar afurðir 23.654 20.511 25.238 23.187 6,7 13,0
-Ísaðar afurðir 40.621 47.943 46.925 54.535 15,5 13,7
-Hertarafurðir 12.126 5.735 11.985 5.893 -1,2 2,8
-Mjöl/lýsi 2.492 1.476 2.208 1.607 -11,4 8,9
-Annað 137 75 1.944 79 1319,0 4,7
Ýsa Allir afurðaflokkar 24.375 18.213 23.825 19.735 -2,3 8,4
Ufsi Allir afurðaflokkar 32.360 13.581 26.899 11.184 -16,9 -17,7
Karfi Allir afurðaflokkar 38.032 13.706 33.232 12.922 -12,6 -5,7
Makríll Allir afurðaflokkar 94.368 19.074 86.476 18.169 -8,4 -4,7

Af útfluttum þorski voru tæp 52 þúsund tonn fryst, 47 þúsund tonn ísuð og rúm 25 þúsund tonn söltuð. Útflutningsverðmæti var hæst vegna ísaðs þorsks eða tæpir 55 milljarðar króna sem er 13,7% aukning frá árinu 2019.

Af öðrum útfluttum afurðum voru flutt út rúm 86 þúsund tonn af makríl að útflutningsverðmæti 18 milljarðar króna. Útflutt ýsa nam tæpum 24 þúsund tonnum að andvirði 19,7 milljarðar. Útflutningsverðmæti karfa var tæplega 13 milljarðar króna og ufsa rúmir 11 milljarðar.

Talnaefni

Hagstofan

Landaður afli í mars var 104 þúsund tonn

Heildarafli í mars 2021 var tæplega 104 þúsund tonn sem er 11% meiri afli en í mars 2020. Botnfiskafli var rúmlega 55 þúsund tonn samanborið við 53 þúsund tonn í mars í fyrra. Af botnfisktegundum veiddust 33 þúsund tonn af þorski. Uppsjávarafli í mars var að mestu loðna, 45 þúsund tonn, en engin loðna veiddist árið 2020. Kolmunaafli dróst hinsvegar verulega saman, var 1.700 tonn samanborið við 38 þúsund tonn í mars 2020.

Á 12 mánaða tímabili, frá apríl 2020 til mars 2021, var heildaraflinn rúmlega ein milljón tonn sem er 9% meira magn en var landað á sama 12 mánaða tímabili ári áður. Þar af var uppsjávarafli 572 þúsund tonn, botnfiskafli 476 þúsund tonn og flatfiskafli rúm 25 þúsund tonn.

Afli í mars 2021 metinn á föstu verðlagi bendir til 8,7% verðmætaaukningar miðað við mars 2020.

Fiskafli
  Mars Apríl-mars
2020 2021 % 2019-2020 2020-2021 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala 95,3 103,6 8,7
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 93.287 103.999 11 990.017 1.079.046 9
Botnfiskafli 53.408 55.371 4 469.159 476.259 2
Þorskur 32.897 33.022 0 269.348 282.861 5
Ýsa 5.237 5.734 10 52.240 56.226 8
Ufsi 6.010 8.199 36 61.857 53.544 -13
Karfi 5.955 5.064 -15 54.181 52.271 -4
Annar botnfiskafli 3.310 3.353 1 31.532 31.357 -1
Flatfiskafli 1.330 1.977 49 20.320 25.530 26
Uppsjávarafli 38.387 46.293 21 490.966 572.086 17
Síld 0 0 0 138.084 134.273 -3
Loðna 0 44.593 100 0 70.726 0
Kolmunni 38.387 1.700 -96 224.796 215.552 -4
Makríll 0 0 0 128.085 151.534 18
Annar uppsjávarfiskur 0 0 0 1 1 -11
Skel-og krabbadýraafli 161 358 122 9.570 5.160 -46
Annar afli 0 0 0 3 10 215

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni

Halda áfram að lesa

Hagstofan

Konur 34,1% stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50 launþega eða fleiri

Rúmur fjórðungur stjórnarmanna fyrirtækja, sem greiða laun og skráð eru í hlutafélagaskrá, voru konur í lok árs 2020 eða 26,5%. Í stjórnum fyrirtækja þar sem fjöldi launamanna árið 2020 var að jafnaði færri en 50 var hlutfallið 26,2% en 34,1% í stjórnum fyrirtækja með 50 launamenn eða fleiri. Til samanburðar var hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með 50 launþega eða fleiri 15,4% árið 2008 og 9,5% árið 1999.

Árið 2010 voru sett lög þar sem kveðið var á um að þegar stjórnarmenn eru þrír í félagi þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skuli hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum skuli hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Þessi lög taka til almennra og opinberra hlutafélaga, einkahlutafélaga og samvinnu- og sameignarfélaga. Í tilfelli einkahlutafélaga er jafnframt tiltekið að hvort kyn skuli eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórnarmenn eru tveir. Þessi lög tóku gildi í september árið 2013.

Hagstofa Íslands birtir nú í fyrsta skipti tölfræði þar sem kyn stjórnarmanna er greint eftir rekstrarformi og stærð stjórnar. Ef litið er á félög með 50 launamenn eða fleiri árið 2020 var hlutfall kvenna um 40% í stjórnum þar sem stjórnarmenn voru fjórir eða fleiri, bæði fyrir almenn hlutafélög og einkahlutafélög. Í stjórnum með þrjá stjórnarmenn var hlutfallið 30,5% fyrir almenn hlutafélög og 28,1% fyrir einkahlutafélög og í einkahlutafélögum með tvo stjórnarmenn var hlutfall kvenna í stjórn 22,8%.

Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja fór hækkandi frá 2008 fram til ársins 2014 en hefur haldist nokkuð óbreytt síðan þá. Almennt má merkja að hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja hækkar með bæði stærð stjórna og félaga (talið í fjölda launamanna) og er hærra í almennum hlutafélögum en í einkahlutafélögum.

Hlutfall kvenna í stjórnum félaga 2008-2020
  <50 launamenn >=50 launamenn
Fjöldi stjórnarmanna Rekstrarform 2008 2012 2016 2020 2008 2012 2016 2020
2 Einkahlutafélög 28.5 30.7 31.9 33.4 7.1 15.5 19.1 22.8
3 Almenn hlutafélög 19.9 23.8 25.4 28.5 15.8 24.1 31.3 35.0
3 Einkahlutafélög 24.1 24.4 25.1 25.8 12.5 17.6 28.2 28.1
4 eða fleiri Almenn hlutafélög 15.1 24.6 29.0 29.9 16.4 24.9 39.6 39.9
4 eða fleiri Einkahlutafélög 24.8 25.2 27.4 26.1 18.9 30.3 36.1 40.4

Fyrir félög sem hafa 50 eða fleiri launamenn að jafnaði er nú einnig birt greining á fjölda félaga eftir því hvort kynjahlutföll stjórna þeirra uppfylla áðurnefnda löggjöf sem tók gildi árið 2013.

Ef litið er á fyrirtæki sem hafa 50 launamenn eða fleiri hefur þeim félögum sem hafa blandað hlutfall kynja í stjórn farið jafnt og þétt fjölgandi á síðustu 12 árum. Árið 2008 var hlutfall þeirra félaga sem höfðu að minnsta kosti einn stjórnarmann af hvoru kyni (fyrir tveggja og þriggja manna stjórnir) eða höfðu hlutfall kvenna á meðal stjórnarmanna á bilinu 40%-60% (fyrir stjórnir með fjóra eða fleiri stjórnarmenn) á bilinu 14% (einkahlutafélög með tveggja manna stjórnir) til 39% (almenn hlutafélög með þriggja manna stjórnir). Á liðnu ári var sama hlutfall á bilinu 74% (einkahlutafélög með þrjá stjórnarmenn) til 88% (almenn hlutafélög með þrjá stjórnarmenn), mismunandi eftir rekstrarformi og stærð stjórnar. Einkahlutafélög með tveggja manna stjórnir skera sig þó úr þar sem hlutfall þeirra einkahlutafélaga sem eru með stjórnarmann af sitt hvoru kyni var einungis 37%.

Hlutfall kvenna í stöðu framkvæmdastjóra hækkar lítillega á milli ára (23,4%) sem fylgir eftir hægfara aukningu allt frá 1999. Hlutfall kvenna í stöðu stjórnarformanna var 24,3% í lok árs 2020.

Tölur um fjölda stjórnarmanna, stjórnarformanna og framkvæmdastjóra eru birtar eftir kyni og aldri, atvinnugrein og stærð fyrirtækis, og tölur um stjórnarmenn eru auk þess birtar eftir rekstrarformi og stærð stjórnar. Frá síðustu birtingu hafa bæst við ítarlegri gögn um virkni fyrirtækja árin 2018 og 2019 og hafa fyrri tölur verið uppfærðar með tilliti til þess.

Talnaefni

Halda áfram að lesa

Hagstofan

Launagreiðendum fækkaði um 2,7% í janúar

Flýtileið yfir á efnissvæði