Alþingi

Aldarsaga Hæstaréttar afhent forseta Alþingis

10.1.2022

Hæstiréttur í hundrað ár er nýútkomin aldarsaga Hæstaréttar Íslands. Forseti Hæstaréttar, Benedikt Bogason, afhenti Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, bókina í dag að viðstöddum höfundinum, Arnþóri Gunnarssyni sagnfræðingi, og Jóni Sigurðssyni, forseta Hins íslenska bókmenntafélags.

Hinn 16. febrúar 2020 fagnaði Hæstiréttur aldarafmæli sínu. Þeirra tímamóta var meðal annars minnst með því að ráðast í ritun á sögu réttarins, sem nú er komin út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi. Bókin er 576 blaðsíður að lengd með skrám og er hin veglegasta enda hefur verið vandað til ritsins í öllu tilliti. Fjárframlög fengust frá Alþingi til að ráðast í útgáfuna.

Stofnun Hæstaréttar var mikilvægur áfangi í sjálfstæðisbaráttunni enda fengu Íslendingar þá í hendur æðsta dómsvald í eigin málum. Jafnframt er stofnun Hæstaréttar bein afleiðing af því að þjóðin öðlaðist fullveldi sitt 1. desember 1918. Saga Hæstaréttar er viðburðarík og varpar ljósi á íslenskt samfélag á þeirri öld sem liðin er frá því rétturinn tók til starfa.

Saga-Haestarettar-10012022_Arnthor_Benedikt_Birgir_Jon
Höfundur bókarinnar Hæstiréttur í hundrað ár, Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur, Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, og Jón Sigurðsson, forseti Hins íslenska bókmenntafélags.

Alþingi

Sérstök umræða miðvikudaginn 19. janúar um sölu Símans hf. á Mílu ehf.
19.1.2022Miðvikudaginn 19. janúar um kl. 15:30 verður sérstök umræða um sölu Símans hf. á Mílu ehf. Málshefjandi er Ásthildur Lóa Þórsdóttir og til andsvara verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

AsthildurLoa_KatrinJakobs

Halda áfram að lesa

Alþingi

Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 20. janúar
18.1.2022Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 20. janúar kl. 10:30. Þá verða til svara innviðaráðherra og vísinda,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Sérstök umræða þriðjudaginn 18. janúar um stöðuna í heilbrigðiskerfinu
18.1.2022Þriðjudaginn 18. janúar um kl. 14 verður sérstök umræða um stöðuna í heilbrigðiskerfinu.

Málshefjandi er Oddný G. Harðardóttir og til andsvara verður Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

OddnyHardardottir_WillumThor

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin