Heilsa

Allir starfsmenn Landspítala beri grímu á spítalanum

Frá farsóttanefnd Landspítala um grímuskyldu:

Í ljósi útbreidds smits í samfélaginu og margra stakra atburða sem tengjast Landspítala beint sér farsóttanefnd ekki annað fært en að herða grímuskyldu strax.

Allir starfsmenn á öllum starfsstöðvum skulu bera grímu sem aðeins má taka niður til að matast en þá skal gæta að eins metra reglu.

Allir heimsóknargestir og aðrir sem eiga erindi inn á spítalann skulu bera grímu eins og áður.

Inniliggjandi sjúklingar þurfa ekki að bera grímu nema þegar þeir fara af deild í rannsóknir/meðferðir.

Heilsa

Ákvörðun um endurnýjun á starfsleyfi Benchmark Genetics Iceland hf. Kollafirði

19. ágúst 2022 | 09:40

Ákvörðun um endurnýjun á starfsleyfi Benchmark Genetics Iceland hf. Kollafirði


Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um endurnýjun á starfsleyfi Benchmark Genetics Iceland hf. Kollafirði.

Tillaga að starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 24. maí 2022 til og með 22. júní 2022 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Ein athugasemd barst vegna tillögunnar á auglýsingatíma og gert er grein fyrir henni í greinargerð ásamt viðbrögðum við henni.

Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir aftast í starsleyfinu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar.

Tengd skjöl
Ákvörðun um endurnýjun á starfsleyfi Benchmark Genetics Iceland hf. Kollafirði
Starfsleyfi Benchmark Genetics Iceland hf. Kollafirði

Halda áfram að lesa

Heilsa

Loftgæðastöðvar ávallt virkar

Mynd: Loftgæðamælar Umhverfisstofnunar vakta loftgæði alla daga ársins.

18. ágúst 2022 | 12:42

Loftgæðastöðvar ávallt virkar

Frá fyrstu mínútu eldgossins í Merardölum birtu loftgæðastöðvar Umhverfisstofnunar upplýsingar um loftgæði í þéttbýli á loftgaedi.is

Loftgæðastöðvarnar þjóna annars því hlutverki að vakta loftgæði vegna umferðar og iðnaðar.

Um leið og þörf krefur, eins og þegar eldgos hefst, er mælinganetið styrkt og þétt í samvinnu við Veðurstofu Íslands.

Á loftgaedi.is eru leiðbeiningar um hvernig við lesum úr litunum sem birtast á mælunum og hvernig skal bregðast við. 

Halda áfram að lesa

Heilsa

Tillaga að breytingum á starfsleyfi Als Álvinnslu ehf. (auglýst aftur)

17. ágúst 2022 | 11:26

Tillaga að breytingum á starfsleyfi Als Álvinnslu ehf. (auglýst aftur)

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að breytingum á starfsleyfi Als Álvinnslu ehf. Fyrirhugað er að gera ýmsar breytingar á starfsleyfinu og er starfsleyfið því endurskrifað eins og um nýtt starfsleyfi væri að ræða.

Þegar hefur auglýst tillaga um breytt starfsleyfi farið í auglýsingu og var frestur til að skila umsögnum til og með 8. ágúst 2022. Að mati Umhverfisstofnunar þarf nú að hefja auglýsingaferlið að nýju. Breytingin kemur til vegna breyttra áforma rekstraraðila sem óskað hefur eftir að hámarksmagn af álgjalli sem taka megi í vinnslu verði 15.000 tonn á ári sem er eins og í núverandi starfsleyfi.

Rétt er að taka það fram að þær athugasemdir sem fram komu í fyrri auglýsingu eru áfram í fullu gildi og ekki er þörf á að endurtaka þær.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að heimilað verði að vinna ál úr allt að 15.000 tonnum á ári af álgjalli sem til fellur hjá álverum. Í eldra starfsleyfi var eingöngu gefin heimild til að vinna ál úr álgjalli með saltferli (með íblöndun salts (Na og K söltum)) en í tillögu að nýju starfsleyfi er gert ráð fyrir að heimilt sé að vinna með saltlausum ferli.

Breytingartillagan felur í sér að uppfyllt eru skilyrði 14. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um að taka tillit til allra nýrra eða uppfærðra BAT-niðurstaðna, í þessu tilfelli niðurstaðna um bestu aðgengilega tækni vegna iðnaðar með járnlausan málm. Þetta felur í sér allmargar breytingar, bæði á starfsleyfisskilyrðum og vöktun, til samræmis við reglur á Evrópska efnahagssvæðinu.

Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 17. ágúst til og með 16. september 2022. Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun ([email protected]) merktar UST202008-210. Umsagnir skulu vera á íslensku og öllum er heimilt að senda umsögn. Umsagnir verða birtar við útgáfu starfsleyfisins nema annars sé óskað. Frestur til að skila umsögnum er til og með 16. september 2022.

Tengd skjöl:
Umsókn um starfsleyfi
Auglýst starfsleyfistillaga
Grunnástandsskýrsla lóðar
Skýringarmynd af vinnsluferli

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin