Landlæknir

Almannavarnastig fært úr neyðarstigi í hættustig

12.02.21

Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna COVID-19. Neyðarstigi var lýst yfir 4. október 2020 þegar þriðja bylgja faraldursins hófst og smitum tók að fjölga verulega.

Þessi breyting hefur ekki áhrif á þær sóttvarnaráðstafanir, skv. reglugerðum heilbrigðisráðherra, sem í gildi eru. Aflétting neyðarstigs hefur því ekki í för með sér breytingar gagnvart almenningi.

Ferli sem fer í gang vegna neyðarstigs er lokið, en sóttvarnalæknir og stýrihópur um verkefni sem snýr að COVID-19, fylgjast eftir sem áður með þróun faraldursins og taka ákvarðanir miðað við framvindu hans.

Frá því að neyðarstigi var fyrst lýst yfir, 6. mars 2020, hafa 6.033 smit hafa verið staðfest, yfir 46.005 farið í sóttkví og 488.851 sýni verið tekin innanlands og á landamærum. Tuttugu og níu einstaklingar hafa látist vegna COVID-19.  Hópsmit komu upp á nokkrum stöðum frá því neyðarstig var sett á sem kallaði á hertar sóttvarnareglur og frekari takmörkun á samkomum.

Frekari upplýsingar um þróun faraldursins og bólusetningar sem er hafin má finna á www.covid.is – Þar má einnig finna upplýsingar um þær sóttvarnaaðgerðir sem eru í gildi sem og leiðbeiningar.

Þórólfur Guðnason

sóttvarnalæknir

Landlæknir

Óskum eftir að ráða vef- og útgáfustjóra

Embætti landlæknis óskar eftir að ráða vef- og útgáfustjóra. Um er að ræða áhugavert, fjölbreytt og krefjandi starf sem gerir kröfu um fagmennsku og ríka samskiptahæfni enda fylgir starfinu víðtækt samráð og samstarf innan og utan embættisins.

Halda áfram að lesa

Landlæknir

Óskum eftir að ráða sérfræðilækni á svið eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu

Embætti landlæknis óskar eftir að ráða sérfræðilækni á svið eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu. Sviðið hefur m.a. eftirlit með heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisstarfsmönnum og umsjón með gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu. Sviðið tekur á móti ábendingum og rannsakar kvartanir sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir óvæntra atvika heyra undir sviðið.

Halda áfram að lesa

Landlæknir

Hætta á heilsutjóni vegna loftmengunar í nágrenni eldstöðva

Eldgos er hafið að nýju á Reykjanesi í vestanverðum Merardölum (innan Fagradalsfjallakerfisins).

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin