Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Alþjóðadagur barna í dag

20.11.2020

Í dag, 20. nóvember, er alþjóðadagur barna haldinn hátíðlegur. Í dag fögnum við saman öllum þeim árangri sem náðst hefur í að bæta stöðu barna um allan heim. Saman berjumst við fyrir réttlátari heimi fyrir öll börn, á hverjum einasta degi.

Markmið dagsins er að gefa börnum og ungmennum orðið og skapa vettvang fyrir þau til að láta í sér heyra og segja heiminum hvað skiptir þau máli.

Í dag er einnig 31. árs afmæli Barnasáttmálans, en hann var undirritaður og fullgiltur af Sameinuðu þjóðunum þann 20. nóvember 1989. Barnasáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu hópur sem hafi sjálfstæð réttindi óháð foreldrum eða forsjáraðilum og að þau þarfnist sérstakrar verndar umfram hina fullorðnu.

Á árinu gáfu Barnaheill, Umboðsmaður barna og UNICEF á Íslandi í samstarfi við Menntamálastofnun, nýtt efni með ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Um er að ræða veggspjald og bækling þar sem greinar Barnasáttmálans eru settar fram á aðgengilegan máta fyrir alla, fullorðna og börn.

Veggspjald pdf

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Fráfarandi stjórnarfólk ÍSÍ

08.05.2021

Á hverju Íþróttaþingi verða einhverjar breytingar á skipan framkvæmdastjórnar ÍSÍ og svo var einnig á 75. Íþróttaþingi ÍSÍ sem hófst á föstudag sl. Fjórir einstaklingar gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu í framkvæmdastjórn að þessu sinni, allt reynslumikið fólk sem starfað hefur lengi í íþrótthreyfingunni þó að þau eigi mismunandi langa setu að baki í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Sigríður Jónsdóttir, fráfarandi 1. varaforseti ÍSÍ, á að baki 25 ára samfellda setu í stjórn ÍSÍ, Lilja Sigurðardóttir sex ára stjórnarsetu og Þráinn Hafsteinsson fjögurra ára stjórnarsetu en öll hafa þau sinnt leiðtogastörfum innan hreyfingarinnar í áratugi og eru hvergi hætt á þeim vettvangi þó þau hætti nú stjórnarstörfum fyrir ÍSÍ.

Einnig urðu skipti á fulltrúa Íþróttamannanefndar ÍSÍ í framkvæmdastjórn ÍSÍ, þ.e. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud kemur inn í stað Dominiqua Ölmu Belányi sem setið hefur í framkvæmdastjórn síðastliðin tvö ár.

ÍSÍ þakkar þeim öllum fyrir frábær störf í þágu ÍSÍ og íþróttahreyfingarinnar í landinu og óskar þeim velfarnaðar í starfi og leik.

Á meðfylgjandi mynd er ofangreint fráfarandi stjórnarfólk ÍSÍ ásamt forseta ÍSÍ og framkvæmdastjóra.

Halda áfram að lesa

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Úrslit kosninga á 75. Íþróttaþingi ÍSÍ

07.05.2021

Á 75. Íþróttaþingi ÍSÍ í dag voru kosningar til embættis forseta og til sjö meðstjórnenda í framkvæmdastjórn ÍSÍ.
Lárus L. Blöndal var einn í framboði til embættis forseta ÍSÍ og var því sjálfkjörinn í embættið til næstu fjögurra ára. Lárus varð forseti ÍSÍ árið 2013 og hefur gegnt embættinu síðan.

Ellefu einstaklingar buðu sig fram í sjö sæti meðstjórnenda í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Eftirfarandi hlutu kosningu til næstu fjögurra ára (upptalningin er í stafrófsröð):

Garðar Svansson
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir
Hörður Þorsteinsson
Úlfur Helgi Hróbjartsson
Valdimar Leó Friðriksson
Viðar Garðarsson
Þórey Edda Elísdóttir

Að auki var fulltrúi Íþróttamannanefndar ÍSÍ, Ásdís Hjálmsdóttir Annerud, staðfest sem meðstjórnandi í framkvæmdastjórn ÍSÍ til næstu tveggja ára eða fram að 76. Íþróttaþingi ÍSÍ.

Fyrir sitja í framkvæmdastjórn ÍSÍ: Ása Ólafsdóttir, Gunnar Bragason, Hafstein Pálsson, Ingi Þór Ágústsson, Knútur G. Hauksson, Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir og Olga Bjarnadóttir.

Sigríður Jónsdóttir, Lilja Sigurðardóttir og Þráinn Hafsteinsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi starfa fyrir framkvæmdastjórn ÍSÍ og er þeim þökkuð frábær störf í þágu ÍSÍ og íþróttahreyfingarinnar. Þess má geta að Sigríður, fráfarandi 1. varaforseti ÍSÍ hefur setið í stjórn ÍSÍ frá árinu 1996 og á því að baki 25 ár í stjórnarstörfum fyrir sambandið. 

ÍSÍ óskar nýrri stjórn innilega til hamingju með kjörið og óskar þeim allra heilla í störfum fyrir sambandið og íþróttahreyfinguna í landinu.

Halda áfram að lesa

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Þingdagur í dag!

07.05.2021

Í dag, 7. maí, fer 75. Íþróttaþing ÍSÍ fram í formi fjarþings, í fyrsta skipti í sögu sambandsins. Þingið verður sett kl. 16:00.
Sambandsaðilar ÍSÍ, þ.e. sérsambönd og íþróttahéruð, eiga samtals rétt á 222 atkvæðisbærum fulltrúum á þinginu og til viðbótar á Íþróttamannanefnd ÍSÍ tvo atkvæðisbæra fulltrúa. Einnig mega þau íþróttahéruð sem eiga einungis rétt á einum þingfulltrúa tilnefna einn áheyrnarfulltrúa til að sitja þingið. Áheyrnarfulltrúar eru aðeins með málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt. 
Á þinginu verður kosið um forseta ÍSÍ og sjö meðstjórnendur til næstu fjögurra ára.

Lárus L. Blöndal er einn í framboði til forsetaembættisins.
Frambjóðendur til framkvæmdastjórnar ÍSÍ eru eftirfarandi, í stafrófsröð:

Arnar Guðjónsson
Garðar Svansson
Guðmunda Ólafsdóttir
Haukur Þór Haraldsson
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir
Hörður Oddfríðarson
Hörður Þorsteinsson
Úlfur H. Hróbjartsson
Valdimar Leó Friðriksson
Viðar Garðarsson
Þórey Edda Elísdóttir

Ársskýrslu ÍSÍ má lesa hér.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin