Landsspítali

Arna Lind Sigurðardóttir ráðin deildarstjóri vöruþjónustu Landspítala

Arna Lind Sigurðardóttir hefur verið ráðin deildarstjóri vöruþjónustu Landspítala. Undir deildina heyra vöruhús (áður birgðastöð) og þvottahús. Meginstarfstöð deildarinnar er á Tunguhálsi.

Arna Lind lauk B.Sc. prófi í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og M.Sc. prófi í aðgerðargreiningu frá London School of Economics and Political Science árið 2008.

Arna Lind hefur starfað sem stjórnandi í vöruhúsum og aðfangakeðju um árabil bæði á Íslandi og í Bretlandi, meðal annars sem rekstrarstjóri vöruhúss Ölgerðarinnar, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Parlogis og við stýringu aðfangakeðju (e. Supply Chain Manager) hjá Belron International Ltd. í London. Arna Lind hefur tímabundið gegnt starfi deildarstjóra birgðastöðvar og þvottahúss Landspítala um nokkurra mánaða skeið. 

Halda áfram að lesa

Heilsa

Frá farsóttanefnd 15. apríl 2021

Frá farsóttanefnd:

Landspítali er á óvissustigi. 

Á Landspítala nú:

2 sjúklingar eru inniliggjandi vegna Covid-19 með virkt smit
– Annar sjúklinganna í gjörgæslu og öndunarvél
Ekkert andlát á Landspítala í 4. bylgju sem hófst 20. mars
79 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 18 börn

Halda áfram að lesa

Heilsa

Fræðsluefni um lyf og leiðir til að trappa niður lyfjanotkun

„Þér kann að vera hætta búin“ nefnist fræðslubæklingur sem gefin hefur verið út um róandi lyf og svefnlyf sem ætlað er að fræða um lyfin og hjálpa fólki, í samvinnu við heilbrigðisstarfsmenn, til að meta hvort það geti stigið skref að betri heilsu og trappað lyfjanotkunina niður. 

Fræðslubæklingur þessi er afrakstur rannsóknarvinnu „The Canadian Deprescribing Network“ sem nefndist EMPOWER – Eliminating Medications Through Patient Ownership of End Results. Hann var prófaður í þeirri rannsóknarvinnu til að draga úr notkun róandi lyfja og svefnlyfja, þ.e. benzódíazepínum og svonefndra Z-lyfja.

Elín Ingibjörg Jacobsen lyfjafræðingur á Landspítala og Guðlaug Þórsdóttir lyf- og öldrunarlæknir á spítalanum þýddu og staðfærðu bæklinginn með leyfi þeirra sem gerðu hann upphaflega. Bæklingurinn er gefinn út í samvinnu við Embætti landlæknis með styrk fá Lyfjafræðingafélagi Íslands. 

Fræðslubæklinginn verður hægt að sækja í Fræðsluefni á vef Landspítala

Halda áfram að lesa

Heilsa

Maka- og aðstandendabanni aflétt í fósturgreiningu

Maka-/aðstandendabanni er aflétt í fósturgreiningu á Landspítala  frá og með mánudegi 12. apríl  2021 þar sem spítalinn er ekki lengur á hættustigi.

Nánar hér í spurningum og svörum

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin