Hagstofan

Aron og Emilía algengustu nöfn þeirra sem fæddust árið 2018

Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja á árinu 2018 en þar á eftir Alexander og Emil. Emilía var vinsælasta stúlkunafnið, þá Embla og svo Ísabella. Þór var langvinsælasta annað eiginnafnið hjá drengjum, en þar á eftir Hrafn og Freyr. María var vinsælasta annað eiginnafn stúlkna en þá Rós og svo Sif .

Þegar litið er á heildarmannfjöldann í ársbyrjun 2019 má segja að litlar breytingar hafi orðið á mannanöfnum. Hjá körlum var Jón algengasta nafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. Af kvenmannsnöfnum var Guðrún algengast, þá Anna og svo Kristín. Nítján algengustu karlmannsnöfnin hafa verið þau sömu frá 2014 og þrettán algengustu hjá konum.

Eiginnöfn eftir fæðingarárgöngum
Bæði Jón og Guðrún hafa verið vinsælustu eiginnöfnin í gegnum tíðina en það má sjá þegar vinsælustu eiginnöfnin eru talin úr þjóðskránni 1. janúar 2019 og raðað eftir fæðingarárgöngum eins og sést í töflu 1. Það er ekki fyrr en komið er í árgangana sem fæddir eru milli 1981-1985 sem Anna veltir Guðrúnu af stalli sem vinsælasta eiginnafnið. Guðrún nær þó fyrri vinsældum hjá stúlkum fæddum 1991-1995 en Anna nær aftur fyrsta sæti meðal fæðingarárgangana 1996-2000. Sara hefur hins vegar verið vinsælasta eiginnafn kvenna sem fæddar eru 2006 eða síðar. Nokkuð meiri íhaldssemi gætir meðal karla en Jón heldur fyrsta sætinu þar til komið er í árgangana sem fæddust á frá 2006 til 2010 en þá varð nafnið Alexander vinsælla en Jón. Frá 2011 hefur Aron hins vegar verið vinsælasta eiginnafnið.

Tafla 1. Algengasta eiginnafn eftir fæðingarárgöngum 1. janúar 2019
Fæðingarárgangur Karlar Konur
Fyrir 1961 Jón Guðrún
1961-1965 Jón Guðrún
1966-1970 Jón Guðrún
1971-1975 Jón Guðrún
1976-1980 Jón Guðrún
1981-1985 Jón Anna
1986-1990 Jón Anna
1991-1995 Jón Guðrún
1996-2000 Jón Anna
2001-2005 Jón Anna
2006-2010 Alexander Sara
2011-2015 Aron Sara
2016-2019 Aron Sara

Flestir landsmenn bera fleiri en eitt nafn. Í ársbyrjun 2019 voru þrjár algengustu samsetningarnar hjá körlum Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin fimm árum fyrr. Hjá konum voru þrjár algengustu samsetningarnar Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín hvort sem horft er til ársbyrjunar 2019 eða 2014.

Nöfn eftir landsvæðum
Flestir karlar á Íslandi heita Jón, Guðmundur eða Sigurður en algengustu nöfn kvenna eru Guðrún, Anna eða Kristín, óháð fæðingarstað. Líklegast er að stúlkur sem fæddust árin 2016-2019 heiti Íris, Embla eða Salka ef þær eru fæddar á Austurlandi; Sara, Bríet eða Emelía á Norðurlandi eystra; Karen á Norðurlandi vestra, Emma á Vestfjörðum, Emilía á Vesturlandi, Hanna á Suðurnesjum, Sara á höfuðborgarsvæðinu og Elísabet eða Saga ef þær eru fæddar á Suðurlandi (sjá töflu 2). Mestar líkur eru á að drengir sem fæddust árin 2016-2019 heiti Aron ef þeir eiga uppruna sinn að rekja til höfuðborgarsvæðisins, Alexander ef þeir eru frá Suðurnesjum eða Austurlandi, Haukur ef þeir eru frá Vestfjörðum, Baltasar á Norðurlandi vestra og Sigurður á Suðurlandi.

Tafla 2. Algengustu fimm eiginnöfn eftir landshlutum, kyni og fæðingarárgöngum 2016-2019 úr þjóðskrá 1. janúar 2019
Höfuðborgarsv. Suðurnes Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland
Drengir (1) Aron (1) Alexander (1) Aron (1) Haukur (1) Baltasar (1) Aron (1) Alexander (1) Sigurður
(2) Alexander (2) Jökull (2) Viktor (2) Jón (2) Einar (2) Jökull (2) Guðmundur (2) Aron
(3) Kári (3) Jón (3) Magnús (3) Sigurður (3) Hilmir (3) Viktor (3) Jóhann (3) Arnar
(4) Mikael (4) Arnar (4) Emil (4) Birkir (4) Arnór (4) Alexander (4) Andri (4) Gunnar
(5) Emil (5) Ragnar (5) Rúrik (5) Elías (5) Kristófer (5) Guðmundur (5) Úlfur (5) Jón
Stúlkur (1) Sara (1) Hanna (1) Emilía (1) Emma (1) Karen (1) Sara (1) Íris (1) Elísabet
(2) Lilja (2) Bríet (2) Kristín (2) Auður (2) Guðrún (2) Bríet (2) Embla (2) Saga
(3) Embla (3) Júlía (3) Alexandra (3) Ronja (3) Árný (3) Emilía (3) Salka (3) Karen
(4) Eva (4) Rakel (4) Maren (4) Hekla (4) Emma (4) Lilja (4) Maja (4) Fanney
(5) Anna (5) Sara (5) Lilja (5) María (5) Arney (5) Birta (5) Margrét (5) Sigrún

Fæðingardagar
Afmælisdagar á Íslandi dreifast ekki jafnt yfir árið. Algengara er að börn fæðist að sumri og á hausti en yfir vetrarmánuðina, frá október og fram í mars. Alls eru 51,5% allra afmælisdaga á tímabilinu frá apríl til september. Í upphafi árs 2019 gátu flestir átt von á því að halda upp á afmælisdaginn 27. september, alls 1.123 einstaklingar. Fæstir áttu afmæli á hlaupársdag, 29. febrúar, eða 217 manns, en þar á eftir komu jóladagur (724) og gamlársdagur (783).

Afmælisdagar

Um gögnin
Niðurstöðurnar eru unnar á grunni skráninga í Þjóðskrá í byrjun árs 2019.

Frá og með 1990 er fæðingarstaðurinn skilgreindur sem lögheimili móður en fyrir þann tíma er miðað við landsvæðið sem móðirin fæddi barnið í.

Talnaefni
Nöfn
Fæðingardagar

Halda áfram að lesa

Hagstofan

Landaður afli í mars var 104 þúsund tonn

Heildarafli í mars 2021 var tæplega 104 þúsund tonn sem er 11% meiri afli en í mars 2020. Botnfiskafli var rúmlega 55 þúsund tonn samanborið við 53 þúsund tonn í mars í fyrra. Af botnfisktegundum veiddust 33 þúsund tonn af þorski. Uppsjávarafli í mars var að mestu loðna, 45 þúsund tonn, en engin loðna veiddist árið 2020. Kolmunaafli dróst hinsvegar verulega saman, var 1.700 tonn samanborið við 38 þúsund tonn í mars 2020.

Á 12 mánaða tímabili, frá apríl 2020 til mars 2021, var heildaraflinn rúmlega ein milljón tonn sem er 9% meira magn en var landað á sama 12 mánaða tímabili ári áður. Þar af var uppsjávarafli 572 þúsund tonn, botnfiskafli 476 þúsund tonn og flatfiskafli rúm 25 þúsund tonn.

Afli í mars 2021 metinn á föstu verðlagi bendir til 8,7% verðmætaaukningar miðað við mars 2020.

Fiskafli
  Mars Apríl-mars
2020 2021 % 2019-2020 2020-2021 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala 95,3 103,6 8,7
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 93.287 103.999 11 990.017 1.079.046 9
Botnfiskafli 53.408 55.371 4 469.159 476.259 2
Þorskur 32.897 33.022 0 269.348 282.861 5
Ýsa 5.237 5.734 10 52.240 56.226 8
Ufsi 6.010 8.199 36 61.857 53.544 -13
Karfi 5.955 5.064 -15 54.181 52.271 -4
Annar botnfiskafli 3.310 3.353 1 31.532 31.357 -1
Flatfiskafli 1.330 1.977 49 20.320 25.530 26
Uppsjávarafli 38.387 46.293 21 490.966 572.086 17
Síld 0 0 0 138.084 134.273 -3
Loðna 0 44.593 100 0 70.726 0
Kolmunni 38.387 1.700 -96 224.796 215.552 -4
Makríll 0 0 0 128.085 151.534 18
Annar uppsjávarfiskur 0 0 0 1 1 -11
Skel-og krabbadýraafli 161 358 122 9.570 5.160 -46
Annar afli 0 0 0 3 10 215

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni

Halda áfram að lesa

Hagstofan

Konur 34,1% stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50 launþega eða fleiri

Rúmur fjórðungur stjórnarmanna fyrirtækja, sem greiða laun og skráð eru í hlutafélagaskrá, voru konur í lok árs 2020 eða 26,5%. Í stjórnum fyrirtækja þar sem fjöldi launamanna árið 2020 var að jafnaði færri en 50 var hlutfallið 26,2% en 34,1% í stjórnum fyrirtækja með 50 launamenn eða fleiri. Til samanburðar var hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með 50 launþega eða fleiri 15,4% árið 2008 og 9,5% árið 1999.

Árið 2010 voru sett lög þar sem kveðið var á um að þegar stjórnarmenn eru þrír í félagi þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skuli hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum skuli hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Þessi lög taka til almennra og opinberra hlutafélaga, einkahlutafélaga og samvinnu- og sameignarfélaga. Í tilfelli einkahlutafélaga er jafnframt tiltekið að hvort kyn skuli eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórnarmenn eru tveir. Þessi lög tóku gildi í september árið 2013.

Hagstofa Íslands birtir nú í fyrsta skipti tölfræði þar sem kyn stjórnarmanna er greint eftir rekstrarformi og stærð stjórnar. Ef litið er á félög með 50 launamenn eða fleiri árið 2020 var hlutfall kvenna um 40% í stjórnum þar sem stjórnarmenn voru fjórir eða fleiri, bæði fyrir almenn hlutafélög og einkahlutafélög. Í stjórnum með þrjá stjórnarmenn var hlutfallið 30,5% fyrir almenn hlutafélög og 28,1% fyrir einkahlutafélög og í einkahlutafélögum með tvo stjórnarmenn var hlutfall kvenna í stjórn 22,8%.

Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja fór hækkandi frá 2008 fram til ársins 2014 en hefur haldist nokkuð óbreytt síðan þá. Almennt má merkja að hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja hækkar með bæði stærð stjórna og félaga (talið í fjölda launamanna) og er hærra í almennum hlutafélögum en í einkahlutafélögum.

Hlutfall kvenna í stjórnum félaga 2008-2020
  <50 launamenn >=50 launamenn
Fjöldi stjórnarmanna Rekstrarform 2008 2012 2016 2020 2008 2012 2016 2020
2 Einkahlutafélög 28.5 30.7 31.9 33.4 7.1 15.5 19.1 22.8
3 Almenn hlutafélög 19.9 23.8 25.4 28.5 15.8 24.1 31.3 35.0
3 Einkahlutafélög 24.1 24.4 25.1 25.8 12.5 17.6 28.2 28.1
4 eða fleiri Almenn hlutafélög 15.1 24.6 29.0 29.9 16.4 24.9 39.6 39.9
4 eða fleiri Einkahlutafélög 24.8 25.2 27.4 26.1 18.9 30.3 36.1 40.4

Fyrir félög sem hafa 50 eða fleiri launamenn að jafnaði er nú einnig birt greining á fjölda félaga eftir því hvort kynjahlutföll stjórna þeirra uppfylla áðurnefnda löggjöf sem tók gildi árið 2013.

Ef litið er á fyrirtæki sem hafa 50 launamenn eða fleiri hefur þeim félögum sem hafa blandað hlutfall kynja í stjórn farið jafnt og þétt fjölgandi á síðustu 12 árum. Árið 2008 var hlutfall þeirra félaga sem höfðu að minnsta kosti einn stjórnarmann af hvoru kyni (fyrir tveggja og þriggja manna stjórnir) eða höfðu hlutfall kvenna á meðal stjórnarmanna á bilinu 40%-60% (fyrir stjórnir með fjóra eða fleiri stjórnarmenn) á bilinu 14% (einkahlutafélög með tveggja manna stjórnir) til 39% (almenn hlutafélög með þriggja manna stjórnir). Á liðnu ári var sama hlutfall á bilinu 74% (einkahlutafélög með þrjá stjórnarmenn) til 88% (almenn hlutafélög með þrjá stjórnarmenn), mismunandi eftir rekstrarformi og stærð stjórnar. Einkahlutafélög með tveggja manna stjórnir skera sig þó úr þar sem hlutfall þeirra einkahlutafélaga sem eru með stjórnarmann af sitt hvoru kyni var einungis 37%.

Hlutfall kvenna í stöðu framkvæmdastjóra hækkar lítillega á milli ára (23,4%) sem fylgir eftir hægfara aukningu allt frá 1999. Hlutfall kvenna í stöðu stjórnarformanna var 24,3% í lok árs 2020.

Tölur um fjölda stjórnarmanna, stjórnarformanna og framkvæmdastjóra eru birtar eftir kyni og aldri, atvinnugrein og stærð fyrirtækis, og tölur um stjórnarmenn eru auk þess birtar eftir rekstrarformi og stærð stjórnar. Frá síðustu birtingu hafa bæst við ítarlegri gögn um virkni fyrirtækja árin 2018 og 2019 og hafa fyrri tölur verið uppfærðar með tilliti til þess.

Talnaefni

Halda áfram að lesa

Hagstofan

Launagreiðendum fækkaði um 2,7% í janúar

Flýtileið yfir á efnissvæði