Innlent

Auðkennið JÚMBÓ

22.03.2021

Neytendastofu barst kvörtun frá Veganmat ehf. og Oatly AB þar sem kvartað var yfir notkun Sóma ehf. á auðkenninu JÚMBÓ í nýlega breyttri mynd. Í kvörtuninni er rakið að Veganmatur og Oatly telji JÚMBÓ svo líkt auðkennunum JÖMM og OATLY sameiginlega að neytendur gætu ruglast á þeim. Töldu Veganmatur og Oatly jafnframt að viðskiptahættir Sóma væru til þess fallnir að hafa áhrif á ákvörðun neytenda um viðskipti og raska verulega fjárahagslegri hegðun þeirra. Sómi hafnaði þessum athugasemdum og vísaði m.a. til þess að takmörkuð samkeppni væri milli þeirra. Þá nytu Veganmatur og Oatly ekki sameiginlegra hagsmuna og því væri ekki hægt að fjalla um líkindi JÚMBÓ við JÖMM og OATLY í sameiningu. Þegar JÚMBÓ væri borið saman við JÖMM og OATLY í sitthvoru lagi væru líkindin ekki til þess fallin að neytendur ruglist á þeim.

Neytendastofa taldi að meta bæri líkindi auðkennisins JÚMBÓ og auðkennanna JÖMM og OATLY í sitthvoru lagi, þar sem ekki sé lagagrundvöllur fyrir því að meta líkindi auðkennis við tvö auðkenni sameiginlega sem eru í eigu tveggja fyrirtækja. Þá taldi stofnunin að Oatly og Sómi væru ekki keppinautar á markaði en að ákveðin skörun væri hins vegar á starfsemi Veganmatar og Sóma. Eftir að hafa framkvæmt heildarmat á útliti allra auðkennanna taldi Neytendastofa að slík líkindi væru hvorki með JÚMBÓ og JÖMM, né JÚMBÓ og OATLY að hætta væri á því að neytendur rugluðust á þeim. Þá féllst stofnunin ekki á að notkun Sóma á auðkenninu JÚMBÓ fæli í sér óréttmæta viðskiptahætti gagnvart Vegnmat og Oatly eða að notkunin væri villandi gagnvart neytendum.

Niðurstaða Neytendastofu var sú að ekki væri tilefni til aðgerða stofnunarinnar í málinu.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

Innlent

Ráðherra undirritar Bratislava yfirlýsingu

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag s.kBratislava yfirlýsingu er hann tók þátt í fundi Forest Europe, en fjöldi ráðherra skógarmála í Evrópu sátu fundinn. Forest Europe er samstarf ráðherra á því sviði í álfunni sem hefur það markmið að efla og samhæfa, vernd, ræktun og nýtingu skóga í Evrópu.

Bratislava yfirlýsingin sem ráðherrarnir undirrituðu felur meðal annars í sér að stefnt er að því að stöðva eyðingu líffræðilegrar fjölbreytni í skógum, endurheimt skóga og að hlutverk skóga í jarðvegsvernd sé að fullu viðurkennt. Jafnframt felur hún í sér staðfestingu á  að skógar leiki stórt hlutverk við að sjálfbærni nái fram að ganga þ.á.m. í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Einnig er viðurkennt að hagaðilar hafi mikilvægu hlutverki að gegna í leiðinni að sjálfbærni sem og mikilvægi rannsókna í skógrækt og kynning á vísindalegri þekkingu.

Með undirritun sinni staðfestu ráðherrarnir einnig áframhaldandi vinnu og samstarf um þætti skógræktar á borð við gerð landsáætlana fyrir skógrækt, aðlögun skóga að loftslagsmálum og stuðning við hringrásarhagkerfið.

„Með þessari yfirlýsingu erum við að efla samstarf í Evrópu á sviði skóga, skógverndar, endurheimtar skóga og nýskógræktar. Þetta er mikilvægur liður í að styðja við stefnu um náttúrumiðaðar lausnir í loftslagsmálum þar sem á sama tíma er horft til loftslagsmála, endurheimtar líffræðilegrar fjölbreytni og að sporna gegn landeyðingu með samhæfingu þessara stóru umhverfismála að leiðarljósi, en ég hef lagt ríka áherslu á þessa nálgun í ráðherratíð minni. Það var jafnframt ánægjulegt að heyra hversu víða hefur komið í ljós síðasta árið hvað skógar sem útivistarsvæði geta haft jákvæð áhrif á heilsu og lífsgæði fólks,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Halda áfram að lesa

Innlent

Öll þingmál heilbrigðisráðherra komin til nefndar

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn