Alþingi

Bætt þjónusta skrifstofunnar við notendur lagasafns

11.5.2022

Þegar ný lög hafa verið samþykkt á Alþingi (en yfirleitt eru ný lög breytingar á gildandi lögum) birtist tilkynning efst á síðu viðkomandi laga í lagasafni um að breyting á þeim hafi verið samþykkt. Jafnframt birtist hlekkur sem vísar í breytingalögin. Þetta getur reynst hjálplegt þar sem lagasafnið er aðeins uppfært þrisvar á ári, um áramót, að vori og að hausti, en við uppfærslu er texti breytingalaga felldur inn í gildandi lög. Síðast var lagasafnið uppfært 20. apríl í vor og var það útgáfa 152b. Þessa nýjung má t.d. sjá efst á síðu laga um listamannalaun og efst á síðu barnaverndarlaga , þar sem fram kemur tilkynning um að 29. apríl 2022 hafi verið samþykkt lög eftir útgáfu lagasafns og vísað til þeirra á þingskjölum 963 og 964.

Önnur mikilvæg breyting, sem komin er til framkvæmda, er að þegar lögð eru fram frumvörp til lagabreytinga á Alþingi er sett tilkynning efst á síðu viðkomandi laga í lagasafni um að á tilteknu þingskjali sé að finna tillögu að breytingu á lögunum. Þannig má t.d. sjá þegar umferðarlögum er flett upp í lagasafni að á þingskjölum 97 og 434 sé að finna frumvarp til breytinga á lögunum. Gagnlegt getur reynst notendum lagasafns að vita að viðkomandi lög kunni að taka breytingum á yfirstandandi löggjafarþingi.

Alþingi

Þingskjali útbýtt utan þingfunda föstudaginn 20. maí


Skrifstofa AlþingisHafa samband,
101 Reykjavík,
Kt. 420169-3889,
Sími 563 0500,

Sjá á korti

Meðhöndlun persónuupplýsinga


Öllum fyrirspurnum, ábendingum og tillögum um vef Alþingis skal beint til [email protected].

Jafnlaunavottun

Halda áfram að lesa

Alþingi

Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 23. maí

20.5.2022

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 23. maí kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, matvælaráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Nefndadagar fimmtudaginn 19. og föstudaginn 20. maí

17.5.2022

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru nefndadagar fimmtudaginn 19. maí og föstudaginn 20. maí. Samkvæmt venju verður fundað bæði fyrir og eftir hádegi í nefndum. Við ákvörðun um fundartíma er reynt að gæta samræmis og mið tekið af stöðu mála í nefndum og fundaþörf nefnda.

Fundatafla er birt með fyrirvara um óbreytta starfsáætlun. Endanlegir fundartímar og dagskrá funda birtast á vef Alþingis.

Fimmtudagur 19. maí 

  • Kl. 9–12: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd
  • Kl. 13–16: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd

Föstudagur 20. maí 

  • Kl. 9–12: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd
  • Kl. 13–16: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin