Landlæknir

Bólusetningar við COVID-19 í viku 8, 22. – 28. febrúar

22.02.21

Í viku 8, 22. – 28. febrúar verða tæplega 6 þúsund einstaklingar bólusettir.

Samtals 3510 skömmtum af bóluefni frá Pfizer dreift um landið. Um 2200 einstaklingar fá bólusetningu 2 en 1300 fá fyrri bólusetningu. Í þessum hópum eru bæði aldraðir og starfsmenn heilbrigðisstofnana.

2400 skömmtum af bóluefni frá AstraZeneca verður dreift um allt land og verður haldið áfram að bólusetja starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila.

Landlæknir

Fréttatilkynning vegna COVID-19 bóluefnis frá Astra Zeneca (Vaxzevria)

Einstaklingum á aldrinum 60-69 ára sem ekki hafa áhættuþætti sem auka hættu á segamyndun skv. minnisblaði blóðmeinafræðinga til sóttvarnalæknis 9.4. sl. verður boðin bólusetning með Astra Zeneca bóluefni.

Halda áfram að lesa

Landlæknir

Reglugerðarbreyting varðandi lækningaleyfi

Embætti landlæknis vekur athygli á því að 14. apríl 2021 tók gildi reglugerðarbreyting heilbrigðisráðherra um að almennt og ótakmarkað lækningaleyfi verði veitt að loknu 6 ára læknanámi við Háskóla Íslands.

Halda áfram að lesa

Landlæknir

Upplýsingar varðandi starfsleyfi og bólusetningar heilbrigðisstarfsmanna

Embætti landlæknis vekur athygli á því að reglugerð nr. 401/2020, sem fellur úr gildi 1. maí nk., gildir um þá einstaklinga sem útskrifuðust með menntun sem heilbrigðisstarfsmenn en hafa ekki sótt um starfsleyfi. Þeir þurfa að sækja um starfsleyfi til embættis landlæknis og skila inn gögnum sem staðfesta menntun þeirra ásamt gögnum um endurmenntun, sem getur verið vottorð um starf á sviðinu eða námsskeiðsgögn.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin