Landlæknir

Bólusetningar við COVID-19 í viku 8, 22. – 28. febrúar

22.02.21

Í viku 8, 22. – 28. febrúar verða tæplega 6 þúsund einstaklingar bólusettir.

Samtals 3510 skömmtum af bóluefni frá Pfizer dreift um landið. Um 2200 einstaklingar fá bólusetningu 2 en 1300 fá fyrri bólusetningu. Í þessum hópum eru bæði aldraðir og starfsmenn heilbrigðisstofnana.

2400 skömmtum af bóluefni frá AstraZeneca verður dreift um allt land og verður haldið áfram að bólusetja starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila.

Landlæknir

Bólusetningar við COVID-19 í viku 9, 1. – 7. mars

Í viku 9, 1. – 7. mars verða um 8900 einstaklingar bólusettir. Allt bóluefni sem fer í dreifingu næstu viku verður notað til að bólusetja fyrri bólusetningu.

Halda áfram að lesa

Landlæknir

Áfram tafir á afgreiðslu mála hjá embætti landlæknis

Vegna margra fyrirspurna um stöðu mála, sem eru til afgreiðslu hjá embætti landlæknis, vill embættið koma því á framfæri að vegna fordæmalausra anna er fyrirsjáanlegt að tafir verði áfram á afgreiðslu erinda í mörgum málaflokkum hjá embættinu.

Halda áfram að lesa

Landlæknir

Farsóttafréttir eru komnar út

Farið er yfir þróun faraldursins frá útgáfu síðasta fréttabréfs og samanburð við nágrannalönd okkar.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin