Innlent

Breyting á fjöldatakmörkunum taka gildi á miðnætti | COVID

Á MIÐNÆTTI TAKA GILDI HERTAR REGLUR UM SAMKOMUTAKMARKANIR

  • Í verslunum verður heimilt að taka á móti 50 manns í rými og til viðbótar fimm viðskiptavinum fyrir hverja 10 m 2 umfram 100 m 2 .
  • Þó mega verslanir að hámarki taka á móti 200 viðskiptavinum í rými.
  • Áfram skal leitast við að viðhafa 2 metra nálægðartakmörkun þar sem fólk staldrarvið í lengri tíma, svo sem í biðröðum á kassasvæðum.
  • Áfram er óskoruð grímuskylda í verslunum og verslunarmiðstöðvum.

Að öðru leyti skal á öllum vinnustöðum, s.s. á skrifstofum, og í allri starfsemi tryggja að ekki séu á sama tíma fleiri en 10 einstaklingar inni í sama rými.

_________________________

Fyrir stundu var birt tilkynning á vef heilbrigðisráðuneytisins með fyrirsögnina COVID-19: Almennar samkomutakmarkanir hertar á miðnætti. Í tilkynningunni segir m.a.:

Hámarksfjöldi í verslunum fari úr 500 í 200 manns.

Í tilkynningunni er að finna drög að nýrri reglugerð um takmörkum á samkomum vegna farsóttar. Gengið er út frá því að hún verði birt í dag í Stjórnartíðindum og taki gildi á miðnætti.

Af lestri reglugerðardraganna verður ráðið að þær meginreglur muni gilda að fjöldasamkomur, þar sem 10 einstaklingar eða fleiri koma saman, séu óheimilar og tryggja skuli að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.

Í tilviki verslana er vikið frá meginreglunum að tvennu leyti: 

  1. Verslunum verður heimilt að taka við 50 manns í rými og til viðbótar 5 viðskiptavinum í viðbót fyrir hverja 10 m2 umfram 100 m2.
    Sú meginbreyting verður hins vegar að í stað þess að hámarksfjöldi viðskiptavina í rými nemi 500 viðskiptavinum mun hann nema 200 viðskiptavinum.
    Svo dæmi sé tekið verður unnt að taka á móti 50 viðskiptavinum í 90 m2 rými, 55 viðskiptavinum í 110 m2 rými, 100 viðskiptavinum í 200 m2 rými, 150 viðskiptavinum í 300 m2 rými og 200 viðskiptavinum í 400 m2 rými eða stærra.
  2. Óskoruð grímuskylda mun gilda í verslunum og verslunarmiðstöðvum.

SJÁ NÁNAR TILKYNNINGU FRÁ STJÓRNARRÁÐI ÍSLANDS

Innlent

Fimm í gæsluvarðhaldi

23 Maí 2022 16:20

Fimm sitja í gæsluvarðhaldi eftir aðgerðir Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn skipulagðri brotastarfsemi, sem ráðist var í fyrir helgina. Lagt var hald á umtalsvert magn af marijúana, eða um 40 kg, en leitir voru framkvæmdar á allmörgum stöðum, bæði í húsum og ökutækjum. Um var að ræða aðgerðir gegn framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna, auk peningaþvættis, en lögreglan tók einnig í sína vörslu ökutæki, peninga og tölvubúnað. Nokkrir tugir lögreglumanna tóku þátt í aðgerðunum, en við þær naut embættið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurlandi. Alls voru tíu manns handteknir í þágu rannsóknarinnar og fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald eins og áður sagði, en varðhaldið er til tveggja vikna.

Rannsókn málsins miðar vel.

Halda áfram að lesa

Innlent

Ákvarðanir leiðréttar í kjölfar fyrirspurna umboðsmanns

Stjórnvöld leiðrétta reglulega ákvarðanir sínar í tilefni af fyrirspurnum umboðsmanns Alþingis. Kunna spurningar hans þá t.d. að varpa nýju ljósi á mál eða gefa tilefni til að endurskoða fyrri afstöðu. Á árinu 2021 lauk til að mynda 48 málum með leiðréttingu stjórnvalds og 9 með endurupptöku eftir umboðsmaður spurðist fyrir vegna kvartana sem honum bárust. Þetta var 10% heildarfjölda kvartana í fyrra.

Halda áfram að lesa

Innlent

Framfylgd þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni í góðum farvegi

Stýrihópur um framfylgd þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni fyrir árin 2021-2025 telur framgang áætlunarinnar í heildina litið í góðum farvegi.

Í október 2021 voru tíu verkefni enn á byrjunarstigi en eru fjögur núna. Tíu verkefni eru hafin og sex verkefni komin vel á veg en eitt verkefni var í þeim flokki við síðustu uppfærslu í október 2021.

Stýrihópurinn fundar  að jafnaði mánaðarlega og fer yfir stöðu aðgerða. Í byrjun maí fundaði stýrihópurinn með tengiliðum og ábyrgðaraðilum verkefna og í kjölfarið var mælaborðforvarnaráætlunarinnar uppfært í samræmi við stöðu aðgerða.

Í stýrihópnum sitja fulltrúar forsætisráðuneytis, Jafnréttisstofu, Menntamálastofnunar, Barna- og fjölskyldustofu,  Embættis landlæknis, mennta- og barnamálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin