Innlent

Brjóstamiðstöð Landspítala formlega opnuð

Ný brjóstamiðstöð Landspítala var formlega opnuð í gær. Í brjóstamiðstöðinni er heildstæð heilbrigðisþjónusta og öflug þverfagleg teymisvinna. Þar á sér meðal annars stað brjóstaskimun, brjóstamyndgreining, greiningar á sjúkdómum og öflug göngudeildarþjónusta. Miðstöðin heldur utan um fjölbreytta þjónustu tengdum ýmsum sjúkdómum í brjóstum, sinnir þjónustu úti á landi og fólki sem er í áhættuhópi á að fá krabbamein vegna stökkbreytinga í genum.

Undirbúningur að opnun brjóstamiðstöðvarinnar hefur staðið yfir um nokkurt skeið. Ráðast þurfti í húsnæðisbreytingar, breytingar á vinnulagi og flutning á fyrri starfsemi undir sama þak. Þetta hefur verið gert í skrefum og fjöldi fólks hefur lagt hart að sér við að gera brjóstamiðstöðina að raunveruleika. Þessi formlega opnun var því hátíðleg stund.

Samfelld en fjölbreytt þjónusta á einum stað

Þetta nýja fyrirkomulag stuðlar að betri samfellu í þjónustunni og felur í sér margvísleg samlegðaráhrif. Gagnreynd og einstaklingsmiðuð nálgun, teymisvinna og stöðug umbótavegferð gerir brjóstamiðstöð Landspítala vel til þess fallna að framkvæma skimanir fyrir krabbameini í brjóstum og sinna metnaðarfullri þjónustu.

Þar er einnig starfrækt öflugt nýsköpunar- og brautryðjendastarf og voru ýmsar metnaðarfullar tæknilausnir sem nú þegar eru komnar í notkun kynntar á opnunarhátíðinni. Nýtt Landspítala smáforrit verður einnig tekið til notkunar á brjóstamiðstöðinni fljótlega og verður það bylting í stafrænni upplýsingagjöf og öllu utanumhaldi fyrir einstaklinga sem þurfa á þjónustunni að halda. 

Að mæta í brjóstaskimun er lífsnauðsynlegt

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá konum hér á landi. Því fyrr sem sjúkdómurinn finnst því betri eru lífslíkurnar. Skipuleg skimun er því afar mikilvæg til þess að finna og greina sjúkdóminn snemma. Mikil ánægja hefur verið með skimunaraðstöðuna og þjónustuna í heild og vonast því heilbrigðisráðuneytið til þess að fyrirkomulagið hvetji konur til að mæta í ríkara mæli í skimun. 

Hagstofan

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,09% á milli mánaða

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í september 2022, er 555,6 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,09% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 460,0 stig og hækkar um 0,09% frá ágúst 2022.

Verð á fötum og skóm hækkaði um 4,6% (áhrif á vísitöluna 0,15%) og verð á raftækjum til heimilsnota hækkaði um 5,4% (0,10%). Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 17,9% (-0,42%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,0%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í september 2022, sem er 555,6 stig, gildir til verðtryggingar í nóvember 2022. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 10.970 stig fyrir nóvember 2022.

Talnaefni

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Hættustigi aflýst á Austurlandi og Suðurlandi

Ríkislögreglutjóri í samráði við lögreglustjóra á Austurlandi og Suðurlandi aflýsir hættustigi almannavarna vegna veðurs sem fór yfir umdæmin 24.-26. september.  Engar veðurviðvaranir eru í gildi.

Halda áfram að lesa

Innlent

Vefútsending á morgun vegna yfirlýsingar fjármálastöðugleikanefndar og útgáfu Fjármálastöðugleika

27. september 2022

Fjármálastöðugleikanefnd. Frá vinstri eru Guðrún Þorleifsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Axel Hall, Ásgeir Jónsson formaður, Bryndís Ásbjarnardóttir, Guðmundur Kr. Tómasson, Unnur Gunnarsdóttir og Gunnar Jakobsson.
Fjármálastöðugleikanefnd. Frá vinstri eru Guðrún Þorleifsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Axel Hall, Ásgeir Jónsson formaður, Bryndís Ásbjarnardóttir, Guðmundur Kr. Tómasson, Unnur Gunnarsdóttir og Gunnar Jakobsson.

Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar verður birt á vef Seðlabankans kl. 8.30 á morgun 28. september. Ritið Fjármálastöðugleiki verður birt á vefnum kl. 8.35. Klukkan 9.30 hefst vefútsending frá kynningunni vegna yfirlýsingar nefndarinnar. Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og kynna efni ritsins Fjármálastöðugleika.

Nánari upplýsingar um fjármálastöðugleika má finna sérstakri síðu, sjá hér.

Hér má finna tengla á útgefin rit, m.a. Fjármálastöðugleika.

Vefútsending verður aðgengileg hér (tengill settur hér von bráðar).

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin