Heilsa

Bylting í greiningar- og afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar með nýja veirugreiningartækinu

Nýtt veirugreiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítala er nú komið í fulla notkun. Sú starfsemi sem deildin hefur verið með hjá Íslenskri erfðagreiningu fluttist öll í aðstöðu deildarinnar við Ármúla mánudaginn 22. febrúar 2021.

Tækið getur nýst til viðtækra veirurannsókna, til dæmis við skimun blóðgjafa og líffæragjafa, greiningu HIV og lifrarbólgu, greiningu kynsjúkdóma svo sem HPV, í undirbúningi fyrir líffæraígræðslur og svo til greiningar á öndunarfærasýkingum, meðal annars berklum.

Veirugreiningartækið er bylting fyrir greiningar- og afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar og Íslendinga þar með.  Að undanförnu hafa farið fram prófanir á tækinu, verkferlum og hugbúnaði. Undirbúningsferlið hefur verið mjög umfangsmikið enda nærri tuttugu starfsmenn sem flytjast á milli starfsstöðva og koma til með að vinna í tengslum við tækið í nýuppgerðri aðstöðu í Ármúlanum.

Greiningartækið er næstum alsjálfvirkt og mjög afkastamikið. Það getur greint allt að 960 sýni á 8 klukkustundum. Til þessa hefur sýkla- og veirufræðideild ekki haft yfir að ráða nægjanlega öflugum og hraðvirkum búnaði til að takast á fullnægjandi hátt við kórónuveiruna sem veldur Covid-19. Nú er hins vegar orðin breyting þar á og ekki þarf að leita til Íslenskrar erfðagreiningar með aðstoð eins og verið hefur. Hægt er að keyra PCR-greiningar fyrir mörgum tegundum samtímis og niðurstöður koma eftir 3-4 klukkustundir.

Greiningartækið er frá Roche og heitir Cobas 8800.

Heilsa

Forstjórapistill: Jarðskjálftar, annríkið á bráðamóttökunni og Bráðadagurinn í beinni útsendingu

Kæra samstarfsfólk!

Jarðhræringar síðustu daga hafa ekki farið fram hjá neinum. Á Landspítalanum fundum við rækilega fyrir jarðskjálftum fyrsta daginn í þessari hrinu en skemmdir urðu blessunarlega minni háttar. Segja má að þar hafi byggingar og kerfin okkar staðist álagspróf. Viðbragðsstjórn spítalans kom saman og yfirfór helstu viðbragðsáætlanir og mikilvægt er að allir starfsmenn séu áfram vakandi fyrir hættum, sérstaklega í umhverfi sjúklinganna. Við fylgjumst áfram náið með framvindu mála enda atburðirnir enn í fullum gangi.

Enn erum við í þeirri stöðu á spítalanum að mikið álag er hjá okkur og er birtingarmynd þess almenningi einna helst sýnilegt í annríki bráðamóttöku. Þar er mjög mikið að gera en það sama gildir um legudeildir spítalans þar sem mikið er um yfirlagnir. Ástæðan fyrir þessu er sem fyrr einkum sú að einstaklingar sem lokið hafa meðferð komast ekki frá okkur þar sem þjónustu við þá skortir utan spítalans. Svo háttar nú um tæplega hundrað einstaklinga hjá okkur en af þeim eru um helmingur í biðrýmum en aðrir á legudeildum spítalans. Þetta hefur auðvitað áhrif á starfsemi spítalans en mikilvægast er þó að þessir einstaklingar fái viðeigandi þjónustu. Er stöðugt unnið að því af hálfu heilbrigðisyfirvalda og heilbrigðisstofnana að laga kerfið og þjónustuna að breyttum þörfum. Okkar markmið er að veita öllum eins góða þjónustu og mögulegt er en þetta eru sannarlega krefjandi aðstæður fyrir sjúklinga og starfsfólk.

Bráðadagurinn er í dag! Þetta er mikill hátíðisdagur hjá okkur á spítalanum en auðvitað sér í lagi hjá kempunum okkar í bráðaþjónustunni. Nú ber þó aldeilis vel í veiði fyrir alla áhugasama því að þessi árlega metnaðarfulla dagskrá verður nú öllum opin í beinni útsendingu á Facebook-síðu Landspítala kl. 13-17. Þema ráðstefnunnar er samskipti og samvinna og verða kynntar spennandi rannsóknir og verkefni sem unnin hafa verið í tengslum við bráðaþjónustu í landinu. Þetta er sannkölluð uppskeruhátíð og verða flutt bæði vísindaleg ávörp og innlegg af öðrum toga og eru framsögumenn bæði innlendir og erlendir. Þetta er auðvitað hluti af símenntun starfsfólks og ánægjulegt að sem flestir geti tekið þátt í þessari rafrænu ráðstefnu. Þess má geta að ráðstefnan verður aðgengileg í upptöku á samfélagsmiðlum spítalans að útsendingu lokinni.

Góða helgi!

Páll Matthíasson

Halda áfram að lesa

Heilsa

Útsending frá útdrætti hreindýraveiðileyfa 2021

Mynd: Skarphéðinn G. Þórisson

05. mars.2021 | 16:34

Útsending frá útdrætti hreindýraveiðileyfa 2021

Útsending hefst kl 14:00 laugardaginn 6. mars. Reikna má með að útsendingin taki um eina og hálfa klukkustund. Niðurstöður útdráttar verður sendar til umsækjenda með tölvupósti eftir helgi auk þess að birtast á veiðivef þar sem menn sóttu um hreindýrið. Krafa verður stofnuð í heimabanka fljótlega til þeirra sem fá dýri úthlutað en greiða þarf fyrir leyfið eigi síðar en 15. apríl. Gjaldið er kr. 150.000 fyrir tarf en kr. 86.000 fyrir kú. Frestur til að taka skotpróf er svo til 1.júlí.

Alls bárust 3.343 umsóknir um þau 1.220 dýr sem eru í boði en af þeim eru 13 ógildar þar sem umsækjandi er ekki með B-skotvopnaréttindi.

Það eru 46 umsækjendur á fimmskipta lista en hér að neðan má hvernig fimmskiptalistinn dreifist á svæðin.

Smellið hér til að komast inn á útsendinguna https://bit.ly/3uVVOF6

Tarfar

Kýr

Svæði

Fjöldi

Svæði

Fjöldi

9

0

9

0

8

0

8

0

7

2

7

0

6

7

6

0

5

1

5

0

4

0

4

0

3

6

3

0

2

11

2

1

1

17

1

1

Halda áfram að lesa

Heilsa

Bein útsending frá Bráðadeginum 5. mars frá kl. 13:00

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin