Connect with us

Landlæknir

Change regarding applications from British citizens

Published

on

20.01.21

The Directorate of Health points out that the UK has now officially left the EU. That means that the EEA Agreement is no longer applicable to British citizens.

If a British citizen applies for a licence or a specialist licence in Iceland his/hers application will be processed in the same way as applications from applicants outside the EEA and Switzerland, with which Iceland has not made an agreement on recognition of professional qualifications and competence.

The change applies to British citizens. Those who are not British citizens but submit a British diploma are still able to base their applications on directive 2005/36/EC and regulation 510/2020 on the recognition of professional qualifications. As for those applicants, Art 37 of the aforenamed regulation applies.

Landlæknir

Farsóttafréttir eru komnar út

Published

on

Farið er yfir þróun faraldursins frá útgáfu síðasta fréttabréfs og samanburð við nágrannalönd okkar.

Continue Reading

Landlæknir

Ferðamenn frá Grænlandi undanþegnir aðgerðum á landamærum frá 24. febrúar 2021

Published

on

24.02.21

Ferðamenn frá Grænlandi verða frá og með 24. febrúar 2021 undanþegnir kröfum um framvísun á vottorði um neikvætt PCR-próf, skimun og sóttkví vegna COVID-19 við komuna til Íslands.

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að fjarlægja Grænland af lista yfir skilgreind áhættusvæði vegna COVID-19 þar sem engin smit eru þar í landi. Ferðamenn sem koma frá Grænlandi verða því undanþegnir kröfum vegna COVID-19 sem eiga almennt við um farþega sem koma til Íslands. Ferðamenn eru eftir sem áður þó hvattir til að sýna varúð í 14 daga eftir heimkomu, viðhalda einstaklingsbundnum smitvörnum og forðast samneyti við viðkvæma einstaklinga.

Skilyrði fyrir undanþágunni er að ferðamaðurinn hafi ekki heimsótt land eða svæði sem flokkast sem áhættusvæði 14 dögum fyrir komu til Íslands.

Þeir einstaklingar sem hafa verið á áhættusvæði 14 dögum fyrir komu þurfa að framvísa neikvæðu PCR-prófi, fara í skimun á landamærum, sóttkví og í aðra sýnatöku fimm dögum eftir heimkomu sbr. reglugerð nr. 161/2021 sem tók gildi 19. febrúar 2021.

Sóttvarnalæknir mun uppfæra lista yfir áhættusvæði í samræmi við þróun faraldursins.

Sóttvarnalæknir

Continue Reading

Landlæknir

Hlutaúttekt á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands – Fréttatilkynning

Published

on

24.02.21

Embætti landlæknis hefur birt skýrslu um hlutaúttekt sem gerð var á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands (LKÍ).

Tilefni úttektarinnar var tilkynning LKÍ um alvarlegt atvik þar sem leghálssýni hafði verið ranglega greint eðlilegt og að LKÍ taldi í kjölfarið þörf fyrir að endurskoða fjölda valinna einskoðaðra leghálssýna frá árunum 2017-2019. Embætti landlæknis ákvað því að samhliða rannsókn á atvikinu færi fram úttekt á skimunum fyrir leghálskrabbameinum.

Í úttektinni er sjónum sérstaklega beint að þeim kerfislægu þáttum sem gætu hafa haft áhrif, enda eru það oftast samverkandi þættir, mannlegir og kerfislægir, sem leiða til alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu.

Niðurstöður úttektarinnar eru einkum þær að ákveðna hluta innra gæðaeftirlits hefði verið hægt að nýta betur til að hafa yfirsýn á gæði frumugreininga í heild.

Vegna þeirra breytinga sem komu til framkvæmda um síðastliðin áramót á lýðgrundaðri skimun fyrir krabbameini hér á landi er LKÍ ekki lengur starfrækt og hefur embætti landlæknis nú fengið aukið hlutverk á sviði eftirlits með skimunum fyrir krabbameinum. Þar á meðal er ábyrgð á því að sett verði árangursviðmið og gæðavísar og að gæðakröfur verði skilgreindar.

Úttekt embættisins byggði á gagnaöflun og viðtölum, og er stjórnendum og starfsfólki Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands þakkað fyrir gott samstarf.

Einnig fylgja þakkir til Krabbameinsfélagsins fyrir frumkvöðlastarf og framlag þess til skimana á Íslandi.

Hlutaúttekt á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands (PDF)

 

Nánari upplýsingar veitir

Kjartan Hreinn Njálsson
aðstoðarmaður landlæknis
Netfang: [email protected]

Continue Reading

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin