Landsspítali

COVID19: Skilgreind svæði með smitáhættu og upplýsingar um sóttkví

Mikil smitáhætta

Skilgreind svæði með mikla smitáhættu: 

 • Kína
 • Suður-Kórea
 • Íran

Eftirfarandi héruð á Ítalíu: 

 • Lombardía
 • Venetó
 • Emilía Rómanja
 • Píemonte

Sóttvarnalæknir ráðleggur gegn ónauðsynlegum ferðum á ofangreind svæði.

Nokkur orð um sóttkví

Einstaklingar sem hafa verið á þessum svæðum eru beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga frá dvöl á áhættusvæði. Ef einstaklingur eingöngu flýgur til eða frá svæði með mikla smitáhættu eða keyrir í gegnum slíkt svæði er EKKI þörf á sóttkví. Eingöngu ef dvalist er á svæðinu í að minnsta kosti eina nótt.

Lítil smitáhætta

Skilgreind svæði með litla smitáhættu: Önnur landsvæði Ítalíu en ofangreind fjögur.

 • Tenerife
 • Hong Kong
 • Japan
 • Singapúr

Gott hreinlæti er nauðsyn

Einstaklingar sem eru á þessum svæðum eða hafa verið á þessum svæðum á undanförnum dögum eru beðnir um að gæta ítrasta hreinlætis og huga að sýkingavörnum. Það innifelur með annars að þvo hendur oft og vel, hafa klút fyrir andlitið við hnerra/hósta eða hnerra/hósta í olnbogabót og nota handspritt. Handþvottur, það að forðast að snerta augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi eru lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum.

1700 Oog Heilsuvera.is

Tilkynnið þau veikindi til 1700 eða næstu heilsugæslu sem koma upp innan 14 daga frá heimsókn á ofangreind svæði og greinið frá ferðasögu. Ekki leita læknisaðstoðar hjá heilsugæslu eða sjúkrahúsum nema hringja fyrst og fá leiðbeiningar. Í síma 1700 fást allar nánari upplýsingar. Athugið að á Heilsuveru (https://www.heilsuvera.is) er öflugt netspjall og þar er sömuleiðis þjónustugátt fyrir allar heilsugæslustöðvar í landinu.

Nánari upplýsingar á sérvef landlæknis um um skilgreind svæði með smithættu kórónuveiru covid-19

Halda áfram að lesa

Heilsa

Fagráð Landspítala tilnefnir í stjórn spítalans

Fagráð Landspítala hefur tilnefnt tvo áheyrnarfulltrúa í væntanlega stjórn spítalans.

Alþingi samþykkti í vor breytingu á heilbrigðislögum þess efnis að setja Landspítala stjórn.  Í henni verða sjö manns, heilbrigðisráðherra skipar fimm aðalmenn og tvo varamenn.
Fagráðið tilnefnir tvo áheyrnarfulltrúa og einn varaáheyrnarfulltrúa.

Þau sem fagráð Landspítala tilnefnir eru:

Aðalmenn

Marta Jóns Hjördísardóttir, formaður fagráðs
Hjúkrunarfræðingur, BSc 2010, master í verkefnastjórnun (MPM) 2017, hefur unnið á hjartadeildum, meltingar- og nýrnadeild og menntadeild. Vinnur núna a verkefnastofu og á meltingar- og nýrnadeild í afleysingum. Hefur unnið á Landspítala frá 2007

Örvar Gunnarsson
Útskrifaðist úr læknadeild HÍ 2005 og lauk kandidatsári á Landspítala  árið 2006. Vann sem deildarlæknir á lyflækningasviði spítalans til 2009. Sérnám í almennum lyflækningum frá Boston University 2009-2012. Sérnám í blóð- og krabbameinslækningum frá University of Pennsylvania 2012-2015. Hefur unnið á krabbameinsdeild Landspítala frá 2015. Í stjórn Félags lyflækna frá 2015 og í lyfjanefnd Landspítala frá 2021. Einnig þáttakandi í Choosing wisely, verkefni félags Evrópusamtaka lyflækna, frá 2018 og hefur sinnt klínískum lyfjarannsóknum á Landspítala frá 2019.

Varamaður

Ólafur Eysteinn Sigurjónsson
Ólafur er náttúrufræðingur, einingarstjóri stofnfrumuvinnslu, rannsóknar og nýsköpunar í Blóðbankanum. Ólafur er einnig klínískur prófessor við læknadeild og prófessor í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík

Halda áfram að lesa

Heilsa

Gunnar yfirlæknir sérnáms

Gunnar Thorarensen verður yfirlæknir sérnáms á Landspítala frá 23. júlí meðan Tómas Þór Ágústsson tekur við sem framkvæmdastjóri lækninga í fjarveru Ólafs Baldurssonar í eitt ár.

Gunnar mun taka við keflinu með áframhaldandi þróun og uppbyggingu sérnáms og framhaldsmenntunar lækna að leiðarljósi, auk annarra brýnna verkefna er snúa að vinnuskipulagi og -umhverfi sérnámslækna til skemmri og lengri tíma.

Gunnar útskrifaðist með embættispróf í læknisfræði frá læknadeild Háskóla Íslands 2008. Hann lauk sérnámi í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg og starfaði þar áfram til 2016. Hann kenndi svæfinga- og gjörgæslulækningar, læknisfræðilega siðfræði og greiningu við ákvarðanatöku við læknadeild Gautaborgarháskóla áður en hann hóf störf sem svæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítala 2016. Hann tók við sem kennslustjóri í sérnámi í svæfinga- og gjörgæslulækningum 2018 og hefur samhliða þeim störfum m.a. starfað sem aðjúnkt við læknadeild og gestafyrirlesari við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.

Gunnar situr í stjórn Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands og Skandinavísku svæfinga- og gjörgæslulækningasamtakanna og situr auk þess í ritstjórn Læknablaðsins. Hann hefur einnig setið í ýmsum nefndum og starfshópum er varða skipulag og uppbyggingu sérnáms og handleiðaraþjálfunar lækna á vegum Landspítala, Háskóla Íslands og heilbrigðisráðuneytisins.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Ráðherra rann blóðið til skyldunnar

Blóðbankinn stendur nú fyrir miklu kynningarátaki til að bæta stöðu blóðbirgða sem komnar voru undir öryggismörk nýlega. Mörg hafa lagt árar í bát í átakinu. Fjölmiðlar hafa fjallað um mikilvægi starfseminnar, áhrifavaldar hafa birt færslur sem hvetja til blóðgjafar og nú bættist heilbrigðisráðherra í hópinn. Hann bættist í hóp blóðgjafa í vikunni og segist hafa runnið blóðið til skyldunnar.

Ef þú vilt gefa blóð er hægt að skrá sig hér: Panta tíma í blóðgjöf

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin