Samtök Atvinnulífsins

Daglegur launakostnaður atvinnulífsins um 100 milljónir vegna sóttvarnaraðgerða

Í síðustu viku tilkynntu stjórnvöld um breytingar á reglum um sóttkví gagnvart einstaklingum sem eru þríbólusettir og einstaklingum sem hafa jafnað sig af staðfestu Covid-smiti og eru tvíbólusettir. Breytingarnar koma til móts við kröfur atvinnulífsins en rekstur margra fyrirtækja hefur raskast vegna fjölda starfsmanna í sóttkví eða einangrun. Fækkun starfsfólks í sóttkví skiptir atvinnulífið miklu en breytir ekki þeirri staðreynd að kostnaður atvinnulífsins á næstu mánuðum mun hlaupa á milljörðum króna vegna mikils fjölda starfsfólks sem sætir takmörkunum sóttvarnaryfirvalda sem hafa veruleg neikvæð áhrif á samfélagið allt.

Mat Samtaka atvinnulífsins er að kostnaður atvinnulífsins vegna launakostnaðar starfsfólks í sóttkví eða einangrun nemi ríflega 100 milljónum króna, dag hvern. Auk þess hafa fjölmörg fyrirtæki orðið fyrir miklu rekstrartapi vegna sóttvarnaraðgerða stjórnvalda vegna skertrar starfsemi.

Ríkið kemur til móts við fyrirtæki er varðar greiðslu launa í sóttkví. Enginn stuðningur er þó veittur vegna einangrunar en staðreyndin er sú að mikill meirihluti einstaklinga í einangrun er ekki veikur. Þrátt fyrir þetta er sú ábyrgð lögð á atvinnurekendur að greiða laun eins og um veikindi væri að ræða.

Í Svíþjóð er lögbundinni sóttkví ekki beitt. Sænska ríkisstjórnin ákvað í ljósi Ómíkrón afbrigðisins að endurgreiða launagreiðendum greidd veikindalaun frá 1. desember 2021 eftir ákveðinni reiknireglu. Dönsk stjórnvöld fara sambærilega leið, beita sóttkví í takmörkuðum mæli og ríkið greiðir launafólki sjúkradagpeninga frá fyrsta veikindadegi með sambærilegum hætti og gert er í tilviki sóttkvíar á Íslandi. Norðmenn fara sambærilega leið og Íslendingar hvað varðar sóttkví en endurgreiða einnig atvinnurekendum hluta veikindalauna vegna einangrunar.

Ísland er þannig eftirbátur í samanburði við Norðurlöndin. Þau hafa flest horfið frá beitingu sóttkvíar og koma auk þess til móts við atvinnulífið með endurgreiðslu hluta launakostnaðar vegna Covid-einangrunar. Íslensk fyrirtæki búa nú við minnstan opinberan stuðning hvað varðar greiðslu launakostnaðar í norrænum samanburði vegna íþyngjandi áhrifa sóttvarnaraðgerða.

Reglur landanna má finna á eftirfarandi vefslóðum:
Danmörk hér og hér
Svíþjóð hér
Noregur hér

Samtök Atvinnulífsins

Hringferð SA 2022: Vestmannaeyjar og Selfoss

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins.

Sjá nánar

Halda áfram að lesa

Samtök Atvinnulífsins

UN Global Compact auglýsir eftir umdæmisstjóra á Íslandi

Auglýst hefur verið staða framkvæmdastjóra/umdæmisstjóra íslenska UN Global Compact (UNGC) staðarnetsins. Fyrirhugað að ganga frá ráðningunni fyrir sumarið.

Starfið heyrir undir svæðisstjóra í Kaupmannahöfn og verður hluti af stærri neti annarra umdæmisstjóra. Er það í takt við þá þróun sem að UNGC hefur að undanförnu lagt áherslu á við uppbyggingu staðarneta eftir löndum. Markmiðið er að styðja betur við íslensk fyrirtæki í átt að sjálfbærni, efla samskipti um málaflokkinn hérlendis og um leið að verða hluti af stærra neti fyrirtækja á heimsvísu sem að starfa með samfélagslega ábyrgum hætti.

Stefnt er á að halda ársfund í haust þar sem óskað verður eftir fulltrúum íslenskra fyrirtækja í UNGC til að taka sæti í ráðgefandi stjórn til að vera umdæmisstjóranum til ráðgjafar og stuðnings.

Staðarnetin á Norðurlöndunum hafa verið í góðu samstarfi sem Ísland hefur verið þátttakandi í og mun svo verða áfram. Samstarfsfundur norðurlandanetanna verður haldinn í Gautaborg í október og munu frekari upplýsingar um fundinn verða sendar út síðar.

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum þá ekki hika við að hafa samband við Hugrúnu Elvarsdóttur, verkefnastjóra hjá Samtökum atvinnulífsins, í síma 869-3060 eða tölvupóst [email protected]

Nánari upplýsingar um stöðuna ásamt hæfniskröfum má finna hér.

Halda áfram að lesa

Samtök Atvinnulífsins

Ráðstefna um máltækni í atvinnulífi og samfélagi

Tölum um framtíðina: Máltækni í atvinnulífi og samfélagi 

Atvinnulífsráðstefna Almannaróms og Samtaka atvinnulífsins verður haldin miðvikudaginn 11. maí kl. 14:30-16:30 í Silfurbergi í Hörpu.

Á ráðstefnunni flytja ávörp innlendir og erlendir sérfræðingar í máltækni auk fulltrúa atvinnulífsins. Fjörugar pallborðsumræður taka einnig stóran hluta dagskrárinnar.

Aðgangur er öllum opinn en beðið er um að gestir skrái sig til að hægt sé að áætla fjölda: Skráning

Ráðstefnunni verður jafnframt streymt, til dæmis á Facebook-síðu Almannaróms: facebook.com/almannaromur

Dagskrá

 

Máltækni í nútíð og framtíð – ávarp

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms

Íslenskan í alþjóðlegum tækniheimi – ávarp

Xuedong Huang, Technical Fellow and Chief Technology Officer Azure AI, Microsoft

Mikilvægi íslenskunnar í atvinnulífi og samfélagi – pallborð
 • Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra 
 • Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
 • Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Eyrir Venture Management og formaður stjórnar Almannaróms
AI and Language Learning – ávarp

Steven C. Toy, forstjóri Memrise

Íslenska sem annað mál – pallborð
 • Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus
 • Gamithra Marga, stofnandi TVÍK  
 • Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs
 • Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Tiro
 • Örn Úlfar Sævarsson, hugmyndasmiður og spurningahöfundur. Formaður fulltrúaráðs Almannaróms.
Betri þjónusta með gervigreind og máltækni – pallborð
 • Anna Björk Nikulásdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Grammateks ehf.
 • Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Krónunnar
 • Erla Ósk Ásgeirsdóttir, forstöðumaður mannauðsmála hjá The Reykjavík Edition
 • Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs sjá Samtökum atvinnulífsins
Máltækni í daglegu lífi – pallborð
 • Aðalsteinn Stefánsson, hönnuður á upplýsingatæknisviði Íslandsbanka
 • Vilhjálmur Þorsteinsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Miðeindar ehf.
 • Ragnheiður H. Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Magga ehf. og stjórnarmaður Almannaróms
Getur máltækni tryggt mannréttindi? – pallborð
 • Kolbrún Eir Óskarsdóttir, móðir drengs sem nýtir máltækni á hverjum degi í alla tjáningu
 • Hrönn Birgisdóttir, Iðjuþjálfi og sérfræðingur á velferðasviði hjá Öryggismiðstöð Íslands
 • Gunnar Thor Örnólfsson, sérfræðingur í talgervingu hjá Háskólanum í Reykjavík
 • Hlynur Þór Agnarsson, aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins
 • Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi hjá Deloitte og stjórnarmaður Almannaróms
Máltæknivegferð Símans – ávarp

Orri Hauksson, forstjóri Símans

Lokaorð 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir Máltækniverðlaunin 2022.

Léttar veitingar.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin