Heilsa

Efnakokteillinn plast – hvað getum við gert?

Mynd: Í plasti eru oft efni sem geta valdi skaðlegum áhrifum á heilsuna / Unsplash

22. september 2022 | 15:37

Efnakokteillinn plast – hvað getum við gert?

Plastlaus september er í fullum gangi og margir sem reyna að draga úr notkun sinni á plasti. Plast er ekki bara mikill mengunarvaldur heldur getur það einnig innihaldið efni sem eru óæskileg fyrir heilsuna. 

Vandamálið við plast og efnin sem í því leynast

Margar gerðir plasts innihalda kokteil efna sem blandað er saman til að ná fram ákveðnum eiginleikum, t.a.m. lit, mýkt, viðnámi gegn UV-ljósi, viðnámi gegn íkveikju eða loga o.s.frv. Þessi íblöndunarefni hafa mörg hver skaðleg áhrif á heilsu okkar og umhverfið.

Vöndum valið á hlutunum sem við kaupum

Það er ekki skylda framleiðenda að birta innihaldsefni í vörum sem við notum í okkar daglega lífi, t.d. vatnsbrúsa, matarílát, húsgögn, eldhúsáhöld og raftæki. Hinn almenni neytandi hefur þannig ekki beinan aðgang að upplýsingum um efnainnihald varanna.

Við getum verið örugg um að forðast efnin með því að kaupa vörur merktar áreiðanlegum umhverfismerkjum eins og Svansmerkinu eða Evrópublóminu.

Einnig getum við dregið úr plasti í umhverfi okkar með því að velja frekar hluti úr gleri, ryðfríu stáli, gegnheilum við, keramik og ull svo dæmi séu nefnd.

Hvað fleira getum við gert?

Það er margt annað hægt að gera til þess að lágmarka útsetningu sína fyrir óæskilegum efnum í plasti. Hér eru nokkur dæmi:

  • Minnka neyslu, kaupa minna.
  • Lofta vel um og þvo vörur áður en þær eru teknar í notkun.
  • Varast að hita hluti úr plasti, ekki síst í örbylgjuofni.
  • Forðast að nota brotin eða skemmd plastílát.
  • Draga úr notkun leikfanga úr mjúku plasti sérstaklega þeirra sem voru framleidd fyrir 2007. Gömul leikföng sem fólk vill ekki losa sig við er hægt að nota eingöngu við sérstök tilefni eða á tyllidögum.
  • Veljum plastvörur sem eru merktar án allra bisfenóla, ekki einungis bisfenóls A (BPA). Oft er búið að skipta yfir í bisfenól S, F eða M í staðinn.
  • Ryksuga og þurrka af a.m.k. 1 sinni í viku þar sem efnin eiga það til að loða við ryk.
  • Vera gagnrýnin á vörur sem keyptar eru utan EES/ESB svæðisins, efnalöggjöfin innan svæðisins er sú strangasta í heiminum.

Meira um efnin í plasti og hvers vegna við viljum sniðganga þau.

Tengt efni:

Heilsa

Anna Sigrún til velferðarsviðs Reykjavíkurborgar – Þórunn Oddný tekur við rekstri skrifstofu forstjóra

Anna Sigrún Baldursdóttir lætur þann 1. október 2022 af störfum á skrifstofu forstjóra og heldur til starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Eins og kunnugt er stendur yfir vinna við skipulagsbreytingar á Landspítala og verða því við þetta tilefni tímabundnar breytingar á verkefnum og starfsemi skrifstofunnar.

Þórunn Oddný Steinsdóttir lögfræðingur tekur nú við rekstri skrifstofunnar sem skrifstofustjóri og mun heyra undir forstjóra. Þórunn er starfsemi Landspítala vel kunn enda starfað undanfarin 8 ár sem sérfræðingur, staðgengill skrifstofustjóra og settur skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Síðustu mánuði hefur hún unnið að stefnumótun og endurskoðun á löggjöf á sviði stjórnar fiskveiða í matvælaráðuneytinu.

Meðal helstu verkefna Þórunnar má nefna störf vegna nýrrar stjórnar Landspítala sem og framkvæmdastjórnar en að öðru leyti einkum stjórnsýsluleg verkefni skrifstofunnar, nýsköpunarmál, alþjóðlegt samstarf og endurskoðun skjalavistunarmála sem nú stendur yfir. Klínísk verkefni sem Anna Sigrún sinnti færast eftir atvikum til framkvæmdastjóra.

Þórunn Oddný er boðin innilega velkomin og Önnu Sigrúnu þökkuð farsæl störf á spítalanum undanfarin ár.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Kristján Óskarsson endurráðinn yfirlæknir barnaskurðlækninga

Kristján Óskarsson hefur verið endurráðinn yfirlæknir barnaskurðlækninga á Landspítala.

Kristján lauk námi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1990 og sérnámi í barnaskurðlækningum á barnaskurðdeild Rigshospitalet í Danmörku.  Hann hlaut sérfræðingsréttindi á Íslandi árið 2001. Kristján hefur starfað á Landspítala frá árinu 2001, fyrst sem sérfræðingur í barnaskurðlækningum en síðan í október 2017 sem yfirlæknir barnaskurðlækninga. Hann hefur stundað kennslu heilbrigðisstarfsfólks, sinnt vísindastörfum samhliða starfi og verið aðjúnkt við Háskóla Íslands frá 2017.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Hulda Hjartardóttir endurráðin í stöðu yfirlæknis fæðingarteymis

Hulda Hjartardóttir hefur verið endurráðin í stöðu yfirlæknis fæðingarteymis í kvenna- og barnaþjónustu aðgerðasviðs Landspítala.

Hulda lauk námi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1988 og stundaði sérnám í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp á kvennadeild Landspítala 1989-1991 og við sjúkrahús í Leeds og Bradford á árunum 1991-1998. Hún lauk MRCOG prófi árið 1994 og fékk sérfræðiréttindi á Íslandi 1997 og í Bretlandi 1998. Frá því ári hefur hún starfað sem sérfræðilæknir á kvennadeild Landspítala með aðaláherslu á fósturgreiningu og áhættumæðravernd auk fæðingarhjálpar. Hún var settur yfirlæknir á meðgöngu- og fæðingadeildum 2007-2009 og hefur verið yfirlæknir fæðingateymis frá því í maí 2017.

Hulda hefur sinnt kennslu og vísindastörfum samhliða starfi og lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands í maí 2021. Ritgerðin fjallaði um ómskoðanir í fæðingum. Gæðastörf deildarinnar eru ávallt í fyrirrúmi og hefur Hulda lagt áherslu á áframhaldandi þróun í þeim efnum. Að auki er sífellt reynt að auka samstarf við heilsugæslu, önnur sjúkrahús og stofnanir á Norðurlöndunum í því augnamiði að tryggja sem besta meðferð í meðgöngu og fæðingu.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin