Innlent

Eldri gagnaskilakerfum Seðlabanka Íslands lokað 14. október en vefþjónustur aðgengilegar lengur

13. september 2021

Bygging Seðlabanka Íslands

Hér með tilkynnist að eldri gagnaskilakerfum Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins verður lokað 14. október næstkomandi. Til þess að forðast óþægindi, og mögulegar dagsektir vegna síðbúinna skila, eru skilaaðilar hvattir til að hefja notkun nýs gagnaskilakerfis Seðlabankans svo fljótt sem verða má, hafi þeir ekki þegar tekið það í notkun. Nýja gagnaskilakerfið var opnað 26. maí sl. (sbr. dreifibréf til skilaaðila dagsett 14.05.2021) og er það aðgengilegt á vefslóðinni https://gagnaskil.sedlabanki.is/  Kynningu á virkni nýja gagnaskilakerfisins, notendahandbók og leiðbeiningar er að finna á eftirfarandi slóð https://www.sedlabanki.is/annad-efni/thjonustuvefur/

Nýja skilakerfið hefur verið keyrt samhliða eldri skilakerfum fyrstu mánuðina til að gefa skilaaðilum færi á að innleiða og kynnast hinu nýja kerfi. Fyrst í stað bauð nýja kerfið upp á takmarkaða virkni, en með nýjustu útgáfu þess frá 18. ágúst sl. bættist við möguleikinn til að hlaða niður eyðublöðum og sækja skemu fyrir þau skil sem voru í eldra gagnaskilakerfi Fjármálaeftirlitsins auk þess sem stærðarmörk gagnaskráa hafa verið aukin í 200 Mb. Það ætti því ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að skilaaðilar taki upp og temji sér notkun hins nýja kerfis.

Rétt er að halda því til haga að vefþjónustur vegna skila “vél í vél” munu vera með óbreyttu sniði uns annað er tilgreint.

Til að auðvelda skilaaðilum upptöku hins nýja kerfis er gefinn kostur á flutningi, eða afritun gildandi aðgangsheimilda og aðgangshópa í eldri kerfum yfir í nýja kerfið eins og fram kom í dreifibréfinu sem vísað var til hér að ofan. Slíkar beiðnir skulu sendar á netfangið: [email protected] með efnislínunni “Beiðni um að aðgangsréttindi notenda og hópa verði áfram virk fyrir ‚nafn skilaaðila‘.

Frekari leiðbeiningar um hið nýja fyrirkomulag í gagnaskilakerfum Seðlabankans þ.m.t. um innskráningu, stofnun aðgangsstjóra og almennra notenda í kerfunum, skilaskyldar upplýsingar og gagnaskil eru aðgengilegar á heimasíðu Seðlabankans https://www.sedlabanki.is/annad-efni/thjonustuvefur/ Tæknilegar fyrirspurnir og beiðnir um aðstoð í tengslum við hið nýja fyrirkomulag er unnt að senda á netfangið [email protected]ðlabanki.is, auk þess sem tekið er við ábendingum vegna hins nýja gagnaskilakerfis í því netfangi. Öðrum fyrirspurnum skal beint til tengiliða skilaaðila innan Seðlabankans.

Innlent

Fitch Ratings staðfestir A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs með neikvæðum horfum

Fitch Ratings birti í dag mat á lánshæfi ríkissjóðs. Langtímaeinkunnir eru óbreyttar og standa í A. Horfur eru neikvæðar.

Í fréttatilkynningu Fitch segir að A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs endurspegli m.a. mjög háa landsframleiðslu á mann, góða stjórnarhætti, hátt þróunarstig og góða umgjörð viðskiptalífsins sem eru sambærilegri við lönd með „AAA“ og „AA“ lánshæfiseinkunn. Smæð hagkerfisins og takmörkuð fjölbreytni útflutnings sem eykur áhættu gagnvart ytri áföllum hamla lánshæfiseinkunninni.

Neikvæðar horfur endurspegla óvissu um þróun opinberra fjármála í kjölfar heimsfaraldursins, sem hefur leitt til verulega hærra skuldahlutfalls hins opinbera en fyrir faraldurinn og hættu á að það hækki enn frekar til meðallangs tíma. Þrátt fyrir að óvissa ríki um þróun ríkisfjármála eftir kosningar telur Fitch að breiður pólitískur stuðningur um að snúa við þróun í opinberum fjármálum og mikil skuldalækkun hins opinbera á árunum 2011-18, styðji við trúverðugleika ríkisfjármála til lengri tíma litið.

Aukið traust á því að skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu taki að lækka á ný þegar heimsfaraldurinn tekur að hjaðna og viðvarandi efnahagsbati sem byggist t.d. á því að útflutningsgreinar, sér í lagi ferðaþjónusta, hafi reynst standa af sér áfallið, gætu leitt til hærri lánshæfiseinkunnar.

Vísbendingar um að efnahags- og ríkisfjármálastefnu muni ekki takast að stöðva hækkun í skuldahlutfalli hins opinbera yfir tíma, veikari hagvaxtarhorfur eða verulegt áfall, til dæmis vegna hægari bata í ferðaþjónustu en búist var við, viðvarandi leiðréttingar á fasteignamarkaði og verulegra skaðlegra áhrifa á bankageirann, gætu leitt til lægri lánshæfiseinkunnar.

Halda áfram að lesa

Innlent

Ávarp á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um orkumál

Mr. Secretary General, excellencies, ladies, and gentlemen,

As a Global Champion of this High-level Dialogue, I am incredibly honoured to participate in today´s event.

We all recognize that bold action is needed to driving progress on SDG7 and ensure access to affordable, reliable, sustainable, and modern energy for all.

It is simply unacceptable that close to 760 million people still lack access to electricity and that a third of the world relies on harmful, polluting fuels for cooking.

Our decision to take on a role as a Global Champion was therefore not a difficult one.

In Iceland we also know from our own experience how access to sustinable energy can transform societies and economies.

Indeed, it cannot be overstated that progress on SDG7 is key to drive achievement of all the other SDGs.

We have therefore taken our role as Global Champion seriously, both in our advocacy efforts and in our own Energy Compact.

And today, based on Iceland´s clear vision of a sustainably energy future, I am pleased to share with you some of the highlights of our national energy compact.

Domestically, Iceland aims to:

  • Become independent from use of fossil fuels at the latest by 2050 and carbon neutral by 2040. Renewable energy in transport will be at least 40% by 2030.
  • Take measures to improve energy efficiency and minimize energy waste.
  • Meet all energy needs of the country in a secure manner for the near and distant future.

    Internationally, Iceland aims to:

  • Increase climate-related financing, focusing on the transition to sustainable energy.

  • Support countries in increasing the share of renewable energy and in transitioning to the circular economy through direct multiple use of energy, including for food production.

  • Help advance gender equality in the just transition to sustainable energy, including through technical training.

Iceland also proudly joins the Gender Equality Energy Compact, as well as the 24/7 Carbon-free Energy Compact, and we also hope to see a Geothermal Energy Compact.

Mr. Secretary General,

The world is at a critical juncture.

We should look at today´s High-Level Dialogue on Energy as the beginning of a new chapter – a chapter which will be remembered as the start of renewed global efforts to drive the sustainable energy agenda.

Let me assure you, that Iceland will play its part.

Thank you.

Ávarpið var flutt á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um orkumál 24. september 2021

Halda áfram að lesa

Innlent

Heilbrigðistæknilausnir til að efla þjónustu í heimahúsi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn