Heilsa

Embætti landlæknis bregst við ábendingum Geðhjálpar um starfsemi geðþjónustu Landspítala

Embætti landlæknis hefur í bréf, dagsettu 31. maí 2021, brugðist við ábendingum Geðhjálpar um starfsemi geðþjónustu Landspítala.

Efni: Ábendingar um illa meðferð á geðsviði LSH

Vísað er til erindis Geðhjálpar dags. 27. nóvember 2020 sem ber ofangreinda yfirskrift. Jafnframt er vísað til svarbréfs embættis landlæknis til Geðhjálpar dags. 8. janúar sl.

Embættið þakkar Geðhjálp fyrir erindið enda eru slík erindi tekin alvarlega. Þar sem um nafnlausar ábendingar var að ræða var unnið úr erindinu m.a. í samvinnu við stjórnendur geðþjónustu Landpítalans.  Haldnir voru reglulegir stöðufundir embættisins og stjórnenda á Landspítala til að fylgjast með upplýsingasöfnun og framgangi úrbóta á geðþjónustu Landspítalans. Fulltrúar embættisins fóru jafnframt í vettvangsheimsóknir á þær deildir sem ábendingarnar beindust að. Embættið lagði áherslu á skoða þau atriði úr erindi Geðhjálpar er tengdust gæðum heilbrigðisþjónustu sem veitt er á deildunum.

Eftir að fyrrverandi starfsmenn RÖG stigu fram í fjölmiðlum óskaði embætti landlæknis eftir fundi með þeim sem haldinn var þann 19. maí sl. Á þeim fundi voru einnig fulltrúar Landspítalans. Sá fundur var upplýsandi að mati embættisins.

Landspítali hefur nú skilað tveimur greinagerðum til embættisins sem svar við þeim atriðum sem embættið beindi til hans. Að mati embættisins hafa stjórnendur geðþjónustu Landspítalans unnið vel úr þessum málum og lagt fram áætlun um úrbætur þar sem það á við. Deildarstjóri réttar- og öryggisgeðdeildar er nú kominn í ótímabundið leyfi og annar tekinn við starfi hans. Embættið mun fylgja málinu frekar eftir gagnvart Landspítala og fylgjast með framvindu mála á deildinni og umbótavinnu. 

Embættinu er kunnugt um reglulega fundi Geðhjálpar og forstöðumanns geðþjónustu LSH og fagnar því samstarfi. Í umbótavinnu í heilbrigðisþjónustu er samvinna þjónustuþega og veitenda mjög mikilvæg til að efla gæði þjónustunnar. Í því samhengi vill embættið benda á að sjúklingar og aðstandendur séu upplýstir um rétt sinn til að bera fram kvörtun til yfirstjórnar viðkomandi stofnunar sbr. 28. gr. laga nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga og að leyfilegt sé að gera athugasemdir við þjónustu. Jafnframt er heimilt að beina formlegri kvörtun til landlæknis ef talið er að vanræksla eða mistök hafi átt sér stað við veitingu heilbrigðisþjónustu eða framkoma heilbrigðisstarfsmanna hafi verið ótilhlýðileg við sama tilefni, sbr. 2. mgr. sama ákvæðis. Á vef landlæknis er að finna eyðublað fyrir kvörtun.

Embættið mun héðan í frá sem hingað til hafa eftirlit með geðheilbrigðisþjónustu, meðal annars með því að kalla eftir gæðauppgjöri samanber Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030. Framundan er nú vinna við að skilgreina sérstaka gæðavísa fyrir geðheilbrigðisþjónustu.

Bréf Embættis landlæknis

Heilsa

Aðgengi, gestir og heimsóknir á Landspítala frá 1. júlí 2021

Í samræmi við almennar tilslakanir vegna farsóttar COVID-19 taka reglur um gesti og heimsóknir á Landspítala nokkrum breytingum 1. júlí 2021.

1. Gestir eru beðnir að gera grein fyrir sér við innganga hjá öryggisvörðum.

2. Fólk sem hefur einhver einkenni smitandi sjúkdóma er beðið að fresta heimsóknum þar til einkennin eru gengin yfir.

3. Gestir eru velkomnir til sjúklinga á Landspítala á auglýstum heimsóknartímum.

4. Gert er ráð fyrir tveimur gestum að hámarki hjá hverjum sjúklingi.

5. Grímuskylda gildir áfram á Landspítala.

Heimsóknartímar á Landspítala

Halda áfram að lesa

Heilsa

Útgáfa á breyttu starfsleyfi Stolt Sea Farm Iceland hf.

24. júní.2021 | 13:30

Útgáfa á breyttu starfsleyfi Stolt Sea Farm Iceland hf.

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á breyttu starfsleyfi Stolt Sea Farm Iceland hf., Reykjanesbæ. Um er að ræða landeldi þar sem breytingin fól í sér að bæta við tegundinni gullinrafa í eldið.

Tillaga að breytingu á starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 21. maí 2021 til og með 21. júní 2021 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engin athugasemd barst stofnuninni vegna tillögunnar á auglýsingatíma.

Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir starsleyfinu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl

Halda áfram að lesa

Heilsa

Gefðu fimmu til stuðnings Rjóðri

Fjársöfnunin „Gefðu fimmu“ sem stendur yfir er til stuðnings Rjóðri, hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili í Kópavogi sem rekið er af kvenna- og barnaþjónustu Landspítala.

Jón Gunnar Geirdal og fleiri standa fyrir þessari söfnun en hann hefur allt frá árinu 2005 verið óþreytandi í því að fá fólk og fyrirtæki til að létta undir með Rjóðri.

Ætlunin er að að nýta söfnunarféð til þess að bæta við annarri aðstöðu til endurhæfingar og skynörvunar í Rjóðri.  Þar er fyrir skynörvunar- og slökunarherbergi sem nýtur mikilla vinsælda. Einnig er þörf á að laga útisvæðið sem er fyrir aftan húsið niður við Kópavoginn og setja hugsanlega upp ný tæki til að bæta aðstöðuna fyrir börnin.

Gefdufimmu.is

Vefur Rjóðurs

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin