Landlæknir

Endurskoðuð handbók fyrir grunnskólamötuneyti komin út

10.02.21

Sjá stærri mynd

Komin er út endurskoðuð Handbók fyrir grunnskólamötuneyti sem tekur mið af ráðleggingum um mataræði sem embætti landlæknis gefur einnig út. Í handbókinni eru ráðleggingar um æskilegt fæðuframboð í hádegismat, morgun- og síðdegishressingu. Einnig eru hagnýtar ábendingar fyrir starfsfólk grunnskóla um hollustu og samsetningu fæðunnar, matseðlagerð, tíma sem þarf til að nærast, fæðuofnæmi og fæðuóþol, matvendni, hreinlæti, innkaup og matarsóun svo eitthvað sé nefnt. Að auki eru í handbókinni tillögur að sex vikna matseðli ásamt nokkrum uppskriftum. Handbókin er eingöngu aðgengileg á rafrænu formi.

Faghópur á vegum embættis landlæknis vann að endurskoðun handbókarinnar og var einnig sóst eftir áliti sérfræðinga í völdum málaflokkum. Einnig var litið til Norrænu næringarráðlegginganna sem og ráðlegginga til skólamötuneyta á Norðurlöndunum.

Handbókin er fyrst og fremst ætluð þeim sem útbúa mat fyrir börn í grunnskóla eða hafa áhrif á hvaða matur er þar í boði en þó er mikilvægt fyrir flest allt starfsfólk skólans að kynna sér efni hennar. Tilgangurinn með útgáfunni er að auðvelda skólum að gefa börnum hollan, góðan og öruggan mat við þeirra hæfi þannig að þau vaxi og dafni sem best. Nú til dags verja flest yngri börn meirihluta dagsins í grunnskólanum og á frístundaheimili eftir skóla en eldri nemendur verja einnig dágóðum tíma í skólanum. Í grunnskólum gefst því mjög gott tækifæri til að kenna þeim að njóta holls matar. Hluti af félagslegum þroska mótast við matarborðið þegar við borðum saman og því er mikilvægt að fullorðnir borði með börnunum. Í handbókinni er sérstaklega hugað að fjölbreyttu fæðuvali, fiskmáltíðum, grænmetisréttum, neyslu ávaxta og grænmetis, heilkornavara, auk vatnsdrykkju. Einnig er lögð áhersla á að nota D-vítamínbætta mjólk og jurtamjólk fyrir börn sem ekki drekka mjólk.

Mikilvægt er að grunnskólar móti stefnu á sviði næringar og að starfsfólk hafi yfirsýn yfir næringu barna meðan á dvöl þeirra í grunnskólanum stendur. Nauðsynlegt er að stjórnendur skólans og starfsfólk eldhúss fundi reglulega eftir þörfum til að fara yfir næringarstefnu skólans sem og starfsemi og skipulag eldhúss. Það er von embættisins að handbókin komi að góðu gagni við að stuðla að fjölbreyttu og hollu mataræði skólabarna við þeirra hæfi.

Upplýsingar um Heilsueflandi grunnskóla má finna hér.

Nánari upplýsingar um handbókina veita verkefnisstjórar næringar:

Hólmfríður Þorgeirsdóttir,
netfang: [email protected]

Jóhanna Eyrún Torfadótir,
netfang: [email protected]

Landlæknir

Um gildistíma COVID-19 bólusetningavottorða á landamærum innan Evrópu

Þann 1. febrúar nk. tekur gildi ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (European Commission; EC) um að COVID-19 bólusetningaskírteini fái 9 mánaða gildistíma frá grunnbólusetningu fyrir 16 ára og eldri. Forritin sem lesa skírteinin á landamærum munu reikna gildistímann út frá dagsetningu síðasta skammts grunnbólusetningar. Ef lengra er liðið en 9 mánuðir frá grunnbólusetningu mun vottorðið teljast ógilt á landamærum alveg sama hvað stendur á því.

Halda áfram að lesa

Landlæknir

Finnum gleðina og slöbbum saman

Heilsueflandi samfélag á vegum embættis landlæknis tekur höndum saman með ÍSÍ, UMFÍ og Sýn og hvetur fólk til að hreyfa sig og almennt finna gleðina í skammdeginu. Fátt hefur jafn jákvæð áhrif fyrir andlega, líkamlega og félagslega heilsu okkar og líðan en regluleg hreyfing og almenn virkni.

Halda áfram að lesa

Landlæknir

Skráning COVID-19 bólusetninga erlendis frá

Fólk sem hefur verið bólusett gegn COVID-19 erlendis en er búsett hér á landi er hvatt til að láta skrá bólusetningarnar formlega í kerfin okkar ef það hefur ekki gert það nú þegar.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin