Skrifstofa Alþingis óskar eftir að ráða starfsfólk í ræstingu í fullt starf á dagvinnutíma. Um er að ræða tvær ótímabundnar stöður og eina tímabundna afleysingu til 1. ágúst. Við leitum eftir jákvæðu starfsfólki sem býr yfir ríkri þjónustulund og góðri samskiptahæfni.
Starfsfólk í ræstingu starfar innan rekstrar- og þjónustusviðs Alþingis. Unnið er í teymum og vinnutíminn er kl. 7–15 auk tilfallandi yfirvinnu. Starfsfólkið annast þrif í öllu húsnæði Alþingis.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þrif á skrifstofu- og þjónustuhúsnæði á starfssvæði Alþingis
- Þvottur, frágangur og dreifing á hreinlætisvörum
- Önnur verkefni innan rekstrar- og þjónustusviðs
Hæfnikröfur
- Reynsla af sambærilegu starfi er nauðsynleg
- Metnaður og ábyrgð í starfi
- Hreinlæti og snyrtimennska
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð íslensku- og/eða enskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Efling stéttarfélag hafa gert.
Sótt er um starfið í gegnum ráðningarkerfi Orra. Umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem umsækjandi rökstyður umsókn sína og lýsir hæfni sinni til starfsins. Tekið er mið af jafnréttisáætlun skrifstofu Alþingis við ráðningar. Mikilvægt að umsækjandur geti hafið störf sem fyrst.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði frá auglýsingu þessari. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Gildi skrifstofu Alþingis eru framsækni, virðing og fagmennska.
Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 10.03.2021.
Nánari upplýsingar veitir
Jóna Brynja Tómasdóttir – [email protected] – 563-0500
Nánari upplýsingar um starfsemi Alþingis og skrifstofu þingsins er að finna á vef Alþingis.
Smelltu hér til að sækja um starfið