Heilsa

Enn leggur Lionsklúbburinn Fjörgyn barna- og unglingageðdeildinni lið – Alþjóðaforseti Lions í heimsókn

Alþjóðaforseti Lions heimsótti barna- og unglingageðdeild Landspítala – BUGL 5. september 2022 ásamt félögum í Lionsklúbbnum Fjörgyn sem hefur lengi verið dyggur bakhjarl starfsemi deildarinnar.

Um árabil hefur Lionsklúbburinn Fjörgyn með dyggri aðstoð N1 og Sjóvá séð um rekstur tveggja bíla fyrir BUGL til að nota fyrir skjólstæðinga sína . Rekstur þessara bifreiðar er tryggður til september 2024.  „Þakklæti starfsfólks og vissan um að bílarnir eru nær ómissandi í því góða starfi sem BUGL vinnur er okkur næg umbun og það er alltaf af mikilli gleði sem við leggjum okkur fram í stuðningi við þau,“ segja Lionsmennirnir í Fjörgyn.

Með félögum í Lionsklúbbnum Fjörgyn sem heimsóttu BUGL 5. september voru Brian Sheehan alþjóðaforseti Lions, Lori Sheehan eiginkona hans og Guðrún B. Yngvadóttir, fyrrverandi alþjóðaforseti Lions. Einnig Kristófer Tómasson fjölumdæmisstjóri og umdæmisstjórarnir Víðir Guðmundsson og Sigurður Steingrímsson

Starfsfólk BUGL með Björn Hjálmarsson yfirlækni, Sigurveigu Sigurjónsdóttur Mýrdal deildarstjóra og Þórunni Björgu Haraldsdóttur í fararbroddi kynntu Brian Sheehan starfsemi BUGL. Hann var mjög áhugsamur um starfsemina og sérstaklega göngudeildarþjónustu BUGL. Einnig hvernig þverfagleg nálgun starfsfólks BUGL á vandamál skjólstæðinga sinna gagnast þeim.

Fjörgynjarfélagar notuðu tækifærið og afhentu BUGL tvo nýja sófa frá GÁ húsgögnum í anddyri BUGL ásamt sófum sem höfðu verið lagfærðir (nýtt áklæði o.fl.) hjá Bólstrun H G.
Saga Fjörgynjar og Landspítala spannar nærri 30 ár. Fyrstu árin var það stuðningur við Barnaspítala Hringsins en frá aldamótum við BUGL. Þar sem rekstur tveggja bifreiða ber hæst.

Stuðningur Fjörgynjarmanna við BUGL birtist í mun fleiru en bílarekstrinum. Hér eru nokkur dæmi um það sem þeir hafa fært starfseminni við Dalbraut:

Tveir skjávarpar og sýningartjöld
Flatskjár og ferðatölvur
Stór og öflug kaffivél
Fullkomið mynd- og hljóðupptökutæki sem notað er í viðtölum til greiningar eftir á
Húsgögn í fjölskylduherbergi
Ipad spjaldtölvur
Húsgögn í útigarðinn
Sérsmíðað fundarborð á legudeild
Íslandskort
Sófar í anddyri og lagfæringar á eldri sófum.

Myndir:

– Tekið við gjafaskjali Lionsmanna – Brian Sheehan alþjóðaforseti Lions, Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal deildarstjóri og Björn Hjálmarsson yfirlæknir.
– Brian Sheehan og BUGL bíll sem Lionsklúbburinn Fjörgyn og stuðningsfyrirtækis hans reka fyrir starfsemi barna- og unglingageðdeildarinnar.
– Félagar í Lionsklúbbnum Fjörgyn með alþjóðaforseta sínum.
– Annar sófanna sem Fjörgyn gaf í anddyri BUGL.

Vefsíða barna- og unglingageðdeildar Landspítala – BUGL

Heilsa

Anna Sigrún til velferðarsviðs Reykjavíkurborgar – Þórunn Oddný tekur við rekstri skrifstofu forstjóra

Anna Sigrún Baldursdóttir lætur þann 1. október 2022 af störfum á skrifstofu forstjóra og heldur til starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Eins og kunnugt er stendur yfir vinna við skipulagsbreytingar á Landspítala og verða því við þetta tilefni tímabundnar breytingar á verkefnum og starfsemi skrifstofunnar.

Þórunn Oddný Steinsdóttir lögfræðingur tekur nú við rekstri skrifstofunnar sem skrifstofustjóri og mun heyra undir forstjóra. Þórunn er starfsemi Landspítala vel kunn enda starfað undanfarin 8 ár sem sérfræðingur, staðgengill skrifstofustjóra og settur skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Síðustu mánuði hefur hún unnið að stefnumótun og endurskoðun á löggjöf á sviði stjórnar fiskveiða í matvælaráðuneytinu.

Meðal helstu verkefna Þórunnar má nefna störf vegna nýrrar stjórnar Landspítala sem og framkvæmdastjórnar en að öðru leyti einkum stjórnsýsluleg verkefni skrifstofunnar, nýsköpunarmál, alþjóðlegt samstarf og endurskoðun skjalavistunarmála sem nú stendur yfir. Klínísk verkefni sem Anna Sigrún sinnti færast eftir atvikum til framkvæmdastjóra.

Þórunn Oddný er boðin innilega velkomin og Önnu Sigrúnu þökkuð farsæl störf á spítalanum undanfarin ár.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Kristján Óskarsson endurráðinn yfirlæknir barnaskurðlækninga

Kristján Óskarsson hefur verið endurráðinn yfirlæknir barnaskurðlækninga á Landspítala.

Kristján lauk námi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1990 og sérnámi í barnaskurðlækningum á barnaskurðdeild Rigshospitalet í Danmörku.  Hann hlaut sérfræðingsréttindi á Íslandi árið 2001. Kristján hefur starfað á Landspítala frá árinu 2001, fyrst sem sérfræðingur í barnaskurðlækningum en síðan í október 2017 sem yfirlæknir barnaskurðlækninga. Hann hefur stundað kennslu heilbrigðisstarfsfólks, sinnt vísindastörfum samhliða starfi og verið aðjúnkt við Háskóla Íslands frá 2017.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Hulda Hjartardóttir endurráðin í stöðu yfirlæknis fæðingarteymis

Hulda Hjartardóttir hefur verið endurráðin í stöðu yfirlæknis fæðingarteymis í kvenna- og barnaþjónustu aðgerðasviðs Landspítala.

Hulda lauk námi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1988 og stundaði sérnám í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp á kvennadeild Landspítala 1989-1991 og við sjúkrahús í Leeds og Bradford á árunum 1991-1998. Hún lauk MRCOG prófi árið 1994 og fékk sérfræðiréttindi á Íslandi 1997 og í Bretlandi 1998. Frá því ári hefur hún starfað sem sérfræðilæknir á kvennadeild Landspítala með aðaláherslu á fósturgreiningu og áhættumæðravernd auk fæðingarhjálpar. Hún var settur yfirlæknir á meðgöngu- og fæðingadeildum 2007-2009 og hefur verið yfirlæknir fæðingateymis frá því í maí 2017.

Hulda hefur sinnt kennslu og vísindastörfum samhliða starfi og lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands í maí 2021. Ritgerðin fjallaði um ómskoðanir í fæðingum. Gæðastörf deildarinnar eru ávallt í fyrirrúmi og hefur Hulda lagt áherslu á áframhaldandi þróun í þeim efnum. Að auki er sífellt reynt að auka samstarf við heilsugæslu, önnur sjúkrahús og stofnanir á Norðurlöndunum í því augnamiði að tryggja sem besta meðferð í meðgöngu og fæðingu.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin