Heilsa

Farsóttanefnd um COVID-19 stöðuna á Landspítala og þær reglur sem gilda vegna hennar

Frá farsóttanefnd Landspítala 21. júlí 2021 vegna COVID-19:

Á Landspítala liggur nú einn sjúklingur með COVID-19 á smitsjúkdómadeild. Alls eru 220 manns í eftirliti á COVID göngudeild, þar af 15 börn. Fjórir starfsmenn eru í einangrun, fimm eru í sóttkví A og 115 í sóttkví C.
Farsóttanefnd ásamt framkvæmdastjórn og forstöðumönnum ákvað á fundi sínum í hádeginu að halda áfram að auka sóttvarnarráðstafanir á Landspítala í því skyni að draga úr líkum á að smit berist inn í starfsemina.
Nú þegar hafa eftirfarandi ráðstafanir verið gerðar og tekið gildi:

1. Tvöföld skimun bólusettra starfsmanna eftir komu frá útlöndum með 5 daga vinnusóttkví á milli. Óbólusettir fylgja áfram reglum stjórnvalda.

2. Algjör grímuskylda allra starfsmanna og allra þeirra sem eiga erindi inn á spítalann. Börn 12 ára og eldri skulu bera grímu.

Frá og með deginum í dag, 21. júlí 2021, gildir eftirfarandi til viðbótar:

3. Heimsóknir eru áfram á tilgreindum tímum en aðeins einn gestur má koma til sjúklings á hverjum degi. Ef nauðsyn krefur má fylgdarmaður koma með til aðstoðar. Undanþágur vegna sérstakra tilvika eru í höndum stjórnenda viðkomandi deilda eins og verið hefur. Börn undir 12 ára aldri ættu ekki að koma í heimsókn nema í samráði við stjórnendur viðkomandi deildar.
Sjá nánar um heimsóknir hér.

4. Mælst er til þess að sjúklingar sem koma á göngudeildir, dagdeildir og rannsóknadeildir í viðtöl, meðferðir eða rannsóknir komi einir nema brýna nauðsyn beri til og þá fylgi aðeins einn aðstandandi.

5. Leyfi inniliggjandi sjúklinga eru almennt ekki heimiluð nema það sé hluti af útskriftarundirbúningi eða lykilþáttur í endurhæfingu.

  • Minnt er á að enn gildir sú meginregla að starfsmaður sem fer í einkennasýntöku vegna COVID-19 skal vera heima þar til niðurstaða liggur fyrir. Ljóst er að nú um hásumarið getur þessi ráðstöfun skapað öryggisógn vegna manneklu. Í þeim tilvikum getur stjórnandi/vaktstjóri ráðfært sig við farsóttanefnd um hvað sé til ráða. Farsóttanefnd er að skoða möguleika á að taka upp hraðpróf og verður nánar greint frá því síðar.
  • Farsóttanefnd vill á þessum viðsjárverðu tímum mildilega beina þeim tilmælum til starfsmanna Landspítala að þeir gæti sín vel í samfélaginu; forðist fjölmenn mannamót, skemmtistaði, veislur og viðburði sem hafa oft leitt til mikillar dreifingar smits.
  • Nú er rétti tíminn til að búa til sumarkúluna sína og hafa það notalegt með sínum nánustu.

Heilsa

Níu ungir starfsmenn fengu styrki til klínískra rannsókna úr Vísindasjóði Landspítala við desemberúthlutun 2021

Níu ungum starfsmönnum Landspítala voru afhentir styrkir til klínískra rannsókna úr Vísindasjóði Landspítala þriðjudaginn 7. desember 2021 í Hringsal.

Styrkirnir til ungu vísindamannanna námu allt að 1,5 milljónum króna og gerðu þeir grein fyrir fjölbreyttum vísindaverkefnum sínum.

Vísindasjóður Landspítala, í krafti vinnu vísindaráðs spítalans, hefur veitt styrki til ungra vísindamanna síðan árið 2011 og nemur heildarfjárhæð styrkja síðan þá allt að 125 milljónum króna. Markmið styrkjanna er að efla klínískar rannsóknir á Landspítala og styðja við rannsóknarvirkni ungra starfsmanna spítalans.

Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, flutti ávarp og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri og formaður Vísindasjóðs Landspítala, afhenti styrkina. Fundarstjóri var Rósa Björk Barkardóttir, formaður vísindaráðs Landspítala. Afhendingu styrkjanna var streymt beint út Hringsal. 

Styrkhafarnir

Aron Hjalti Björnsson sérnámslæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu.
Meðumsækjandi: Þorvarður Löve sérfræðilæknir, sviði hjúkrunar og lækninga og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Tíðni sýkinga hjá einstaklingum sem síðar greinast með iktsýki
Samstarfsaðili: Björn Guðbjörnsson sérfræðilæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands.

Berglind Árnadóttir kandídat, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu.
Meðumsækjandi: Björn Guðbjörnsson sérfræðilæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Sarklíki á Íslandi. Ættlægni, vefjaflokkun og meðferðarárangur
Samstarfsaðili: Sigríður Ólína Haraldsdóttir sérfræðilæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu.

Birta Bæringsdóttir kandídat, kvenna- og barnaþjónustu.
Meðumsækjandi: Valtýr Thors sérfræðilæknir, kvenna- og barnaþjónustu.
Rannsókn: Útsetning fyrir sýklalyfjum snemma á ævinni og síðkomin áhrif á heilsu barna
Samstarfsaðilar: Ásgeir Haraldsson yfirlæknir, kvenna- og barnaþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands og Birgir Hrafnkelsson, prófessor við Háskóla Íslands.

Elsa Ruth Gylfadóttir ljósmóðir, kvenna- og barnaþjónustu.
Meðumsækjandi: Valgerður Lísa Sigurðardóttir sérfræðiljósmóðir, kvenna- og barnaþjónustu.
Rannsókn: Upplifun kvenna af ytri ómskoðunum í stað hefðbundinna innri þreifinga við mat á framgangi fæðingar. Mat á möguleikum þess að ljósmæður noti ómskoðanir við mat á framgangi í fæðingum í framtíðinni.
Samstarfsaðili: Hulda Hjartardóttir yfirlæknir, kvenna- og barnaþjónustu.

Erla Svansdóttir sálfræðingur, geðþjónustu.
Meðumsækjandi: Berglind Guðmundsdóttir yfirsálfræðingur, geðþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Líðan og bati eftir kransæðavíkkun: Áhrif sálfræðilegra þátta á endurhæfingu.
Aðrir samstarfsaðilar: Jón Friðrik Sigurðsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík og Torfi Már Jónsson, MSc nemi við Háskólann í Reykjavík.

Erna Hinriksdóttir sérnámslæknir, geðþjónustu.
Meðumsækjandi: Halldóra Jónasdóttir yfirlæknir, geðþjónustu.
Rannsókn: Nýgengi og algengi geðklofa og annarra geðrofssjúkdóma á Íslandi.
Aðrir samstarfsaðilar: Magnús Haraldsson sérfræðilæknir, geðþjónustu, Oddur Ingimarsson sérfræðilæknir, geðþjónustu, Engilbert Sigurðsson yfirlæknir, geðþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands og James MacCabe, prófessor við Institute of Psychiatry, King ‘s College, London.

Gísli Þór Axelsson sérnámslæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu.
Meðumsækjandi: Gunnar Guðmundsson sérfræðilæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Próteinlífvísar millivefslungnabreytinga og möguleg orsakatengsl við millivefslungnasjúkdóma.
Aðrir samstarfsaðilar: Vilmundur Guðnason yfirlæknir, Hjartavernd og prófessor við Háskóla Íslands og Thor Aspelund, prófessor við Háskóla Íslands.

Sæmundur Rögnvaldsson sérnámslæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu.
Meðumsækjandi: Sigurður Ingvi Kristinsson sérfræðilæknir, krabbameinsþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Fyrstu niðurstöður úr rannsókninni Blóðskimun til bjargar.

Ýmir Óskarsson
 sérnámslæknir, kvenna- og barnaþjónustu.
Meðumsækjendur: Ásgeir Haraldsson yfirlæknir, kvenna- og barnaþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands og Valtýr Thors sérfræðilæknir, kvenna- og barnaþjónustu.
Rannsókn: Ónæmissvar barna eftir krabbameinsmeðferð – ónæmissvörun við inflúensubólusetningu hjá börnum eftir krabbameinslyfjameðferð við bráðahvítblæði (ALL).
Aðrir samstarfsaðilar: Siggeir Brynjólfsson náttúrufræðingur, rannsóknarþjónustu, Ólafur Gísli Jónsson sérfræðilæknir, kvenna- og barnaþjónustu, VisMederi laboratory, Siena, Ítalíu, og The Public Health England (PHE) National Infection Service’s Virus Reference Department (VRD), London, UK.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Umhverfisstofnun auglýsir drög að úthlutun hreindýraarðs fyrir árið 2021

Mynd: Skarphéðinn G. Þórisson

07. desember.2021 | 09:46

Umhverfisstofnun auglýsir drög að úthlutun hreindýraarðs fyrir árið 2021

Drög að úthlutun hreindýraarðs fyrir árið 2021 verða á næstu dögum send til kynningar í sveitarfélögum og munu þau liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna til skoðunar frá 6. desember til 17. desember 2021, sem er sá frestur sem gefst til að gera athugasemdir.

Landeigendum og/eða ábúendum er bent á að senda inn skriflegar athugasemdir innan þess tíma svo að Umhverfisstofnun geti tekið afstöðu til þeirra og hægt sé að greiða arðinn út sem fyrst að fresti loknum.

Skriflegar athugasemdir sendist til:

Umhverfisstofnun
Tjarnarbraut 39
Pósthólf 174,
700 Egilsstaðir

Halda áfram að lesa

Heilsa

Frá farsóttanefnd um stöðuna í COVID á Landspítala 6. desember

Landspítali er á hættustigi

Í dag liggja 24 sjúklingar vegna COVID á Landspítala en 17 þeirra eru í einangrun. Þar af eru fimm sjúklingar á gjörgæslu og fjórir þeirra í öndunarvél. Um helgina lögðust sjö inn en þar af var ein fæðing.

Heldur fækkar í COVID göngudeild en nú eru 1.372 einstaklingar, þar af 407 börn í símaeftirliti.
Um helgina komu 14 til mats og meðferðar í göngudeildinni.

Til skoðunar er að flytja nokkra einstaklinga frá smitsjúkdómadeild A7 á deild sem verður opnuð á morgun á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir COVID sjúklinga.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin